Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 8
Jón Eiríksson, bóndi á Búrfelli í Vestur Húnavatnssýslu Seldi Landsvirkjun 365 kúamyndir Landsvirkjun hefur fest kaup á 365 myndi um af kum en þaö er Jon Eiriksson bóndi á Búrfelli í Húnaþingi vestra, sem málaði myndirna. Jón málaði myndirnar allar á árinu 2003, eina mynd á dag. Síðastliðið sumar var sett upp sýning á myndunum í Blöndustöð og kostaði Landsvirkjun uppsetninguna. Sýningin hefur notið vinsælda verður að öllum líkindum framlengd uni eitt ár. Það varð síðan úr að Landsvirkjun keypti kúamyndir Jóns og segir í kaupsamningi að Lands- virkjun stefni að því að myndirnar séu framvegis aðgengilegar H únvetningum. „Ég lít á þessar 365 myndir sem eitt verk - ár í lífi mínu,” sagði Jón Eiríksson í stuttu spjalli við Feyki. “Mér og öðrum að óvörum hélt égþetta út að mála eina mynd á dag.” En af hverju að mála kýr á hverjum degi í heilt ár? “Þetta er nærtækt,” segir Jón. Tengist lífi manns og lífi þjóðarinnar. Voru ekki handritin til dæmis skrifuð á kálfsskinn.” Jón sinnir ekki einungis myndlistinni, hann er liðtækur áhugaljósmyndari, framleiðir 125 þúsund lítra af mjólk á ári, elur kálfa til slátrunar, býr við 200 kindur og 35 hross. Fjölmenni við sýningu fjárhúsanna á Syðri-Hofdölum Yfir 200 manns heimsóttu Atla og Klöru í fjárhúsin Fjölmenni kom að bænum Syðri-Hofdölum í Skagafirði sl. laugardag þegar ný fjárhús sem byggð voru á siðasta ári voru almenningi til sýnis. Atli Már Traustason bóndi. Með honum á myndinni eru Elvar og Fjóla á Syðra Skörðugili. Mynd: ÖÞ: Það eru hjónin Atli Traustason og Klara Helgadóttir sem byggðu þetta nýja hús og reka fjárbúið á jörðinn en þar búa einnig foreldrar Atla og reka kúabú. Nýja fjárhúsið er stálgrindahús 750 fermetrar að gólffleti og er kostnaður við bygginguna um 13 milljónir króna. I húsinu eru 13 stórar stíur og ein lítil. Um meters breiður gangur með steyptu gólfi er eftir endilöngu fjárhúsinu. Hver stía tekur um 50 kindur. Féð er á taði og gefið í gjafagrindur og rúllur fluttar um húsið með hlaupaketti. í húsinu eru nánast allt sauðfé á búin um 540 kindur en áður var féð í þremur fjárhúsum á þremur jörðum. Þarna er því urn mikla byltingu að ræða fjTÍr þau hjónin hvað vinnuaðstöðu \ið féð varðar. Eins og áður sagði mætti fjöldi fólks til að skoða húsin enda ekki á hverjum degi sem ný og glæsileg fjárhús eru tekin í notkun. Voru menn á einu máli um að þarna væri um mjög vandaða byggingu að ræða. Hluti byggingarinnar er ætluð sem geymsla fyrir lieyvinnutæki, korn ofl. og mun síðaðan nýtast sem aðstaða fýrir lambær á vorin. ÖÞ: Magnaður hrossarækandi „Sæmundur vill selja nú" Sæmundur við eitt hrossa sinna. Sæmundur Sigur- björnsson, bóndi á Syðstu Grund, er magnaður hrossa- ræktandi eins og nýlega sannaðist þegar Kári Stefánsson keypti gæðingagenin frá honum í Stakki frá Halldórsstöðum. Nú vill Sæmundur selja og fékk í Jið með sér Gunnar Rögnvaldsson, staðarhaldara og hagyrðing á Löngumýri. í sameiningu gerðu þeir veggspjald með mynd af Sæ- mundi og eftirfarandi vísu. Sœmundur vill selja nú afsínu góða kyni. Hross sem passa fyrirfrú, feður,dœtur, syni. Leikfélag Sauðárkróks_______ Þrek og tár í Sæluviku Leikfélag Sauðárkróks ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sæluvikusýningu sinni þetta árið en ákveðið hefur verið að setja á fjalirnar í Bifröst leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Haldinn var fundur í þar sem áhugasamir mættu og að sögn Guðbrands Guðbrands- sonar formanns leikfélagsins var mætingin mjög góð, rúm- lega 20 manns og ánægjulegt að sjá liverju margir hafa áhuga á því að starfa með leikfélaginu. Leikfélagið hefur fengið mjög góða aðsókn að sýning- um sínum síðustu misseri enda hafa sýningar á borð við Síldin kemur og Ávaxtakarfan verið vel heppnaðar. Frumsýnt verður í upphafi Sæluviku. Leikstjóri verður Jón Stefán Kristjánsson. •si I X tnynta :: tryggingamiðstöðin :: kndak expmss :: hækur og ritfnng :: Ijósritnn í lit :: gormar ogplöstim :: fleira og fleira Flísar -flotgólf múrviðgeröarefni * >> r m mt r • BOKABUÐ JSOlCcLDUOMHM BRYÚJAES AÐALSTEINN J. MARÍUSSON Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391 BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX4535661 bokabud@skagafiordur.com - ■f^l'jr' 3| |ð '\ •FjoJSTí IdUOOÍ l

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.