Feykir


Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 08/2005 Elín R. Líndal, markaðsstjórl Forsvars efh, fyirtækið hefur stækkað úr 2 starfsmönnum 110 frá árinu 2000. Elín R. Líndal markaðsstjóri Forsvars á Hvammstanga í spjalli Framsækið fyrirtæki í örum vexti Forsvar ehf á Hvammstanga hóf starfsemi í ársbyrjun 2000 með tveimur starfsmönnum en í dag eru þeir tíu. Frá upphafi hefur Karl Sigurgeirsson haldið lipurlega um stjórnartaumana og stýrt ört vaxandi fyrirtæki inná nýjar brautir. Fyrirtækið annast fjarvinnsluverkefni fyrir Alþingi og Þjóðminjasafnið og tekur um þessar mundir í notkun svo kallaða fjarmótttökuritaraþjónustu. Markaðsstjóri Forsvars er Elín R. Líndal en hún hóf störf haustið 2002. Tíðindamaður Feykis ræddi við Elínu á dögunum ogfyrsta spurningin var hver er forsaga Forsvars? „Forsvarehfvarbyggt á grunni bókhaldsfyrirtækis sem starfaði hér en rekstur þess var keyptur til Forsvars, ásamt fjarvinnsluverkefni fyrir Alþingi,” segir Elín. “I dag er starfssemi Forsvars ehf. talsvert umfangsmeiri og er fyrirtækinu skipt í tvær deildir, hugbúnaðar-, þjónustu- og markaðsdeild annars vegar og bókhaldsdeild hins vegar. Er starfsemin rekin í nýrri aðstöðu sem hefur rými fyrirl8 starfsmenn. Hér er um framsækið fyrirtæki að ræða sem starfar eftir skýrri stefnu og framtíðarsýn sem er fýlgt eftir með markmiða- setningu og skipulögðunr árangursm ælingu m. ” -Hver eru ykkar helstu viðfangsefni? í bókhaldsdeildinni eru unnin fjölmörg verkefni í bókhaldi og gerð ársreikninga, skattaskýrslna, ráðgjöf í skattskilum og rekstri, ásamt launavinnslu. í hugbúnaðar-, þjónustu- og markaðsdeildinni er fjölþætt starfsemi. I fyrsta lagi eru unnin hin eiginlegu tjarvinnsluverkefni en fyrirtækið skráir þingskjöl fyrir Alþingi og fyrir Þjóðminjasafhið eru skráð ýmis gögn og skrár í gagnagrunninn SARP. Samstarf við GLAX í öðru lagi þá er hér sím- svörunarþjónusta en nú er verið að tryggja enn betri gæði þjónustunnar með því að taka í notkun vefdagbók sem Forsvar hefur þróað. Viðskiptavinirnir hafa aðgang að vefdagbókinni og nota hana til fundarskráninga og annarrar fjarveruskráningar sem þjónutufulltrúinn hjá Forsvari hefur aðgang að. Þannig getur þjónustu- fulltrúinn séð hver staðan er hjá starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem við þjónum hverju sinni. Einnig verður opnuð hér á næstu dögunt algjör nýjung í fjarvinnslu sem er fjarmóttök uritaraþjónusta. Það var samstarfsaðiliForsvars, GLAX viðskiptaráðgjöf- sem óskaði eftir þessari þjónustu og átti hugmyndina. Þjónustan felst í að þegar viðskiptavinur GLAX kemurí fý'rirtækið í Reykjavík þá er í andyrinu snertiskjár sem viðskiptavinurinn snertir og fær þá bæði mynd- og hljóðsambandvið þjónustu- fulltrúa okkar hér á Hvamms- tanga sem leysir úr erindum hans eins og um venjuleg samskipti móttökuritara og viðskiptavinar er að ræða. Þannig getur viðskiptavini verið gefmn viðtalstími ef það á við eða honum hleypt inn í skrifstofurýmið en þessi venjubundnu störf móttöku- ritara eru framkvæmd með hjálp tölvuskjás þjónustu- fulltrúans hjá Forsvari. Gagnaveitur fyrir ráðuneyti I þriðja lagi er veitt öflug hugbúnaðarþjónusta sem tók til starfa veturinn 2002. Grunnur þeirrar starfsemi var lagður nteð samningi við félagsmálaráðuney'tið um hönnun og smíði gagnagrunns um upplýsingaveitu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og var það fyrir stuðning Páls Péturssonar. Samstarfið við félagsmálaráðuneytið hefur ávallt verið og er afar gott. Þar eru aðilar sem hafa víðsýni og metnað til að færa sig framávið í að nýta tæknina við upplýsingadreifmgu til þeirra sem við á. í framhaldinu höfum við unnið fjölmörg krefjandi verkefni, sntíðað gagnagrunna ásamt smærri verkefnum í veflausnum s.s. rafrænum síðunt sem notaðar eru til upplýsingasöfnunar ásamt gerð heimasíðna. Þá erum við jafnframt að vinna verkefni fýrir sjávarútvegsráð uneytið, sem er afar spennandi og snýst um þróun gagnaveitu um hafið umhverfis ísland. Hér er einnig verið að þróa gagnagrunn sem hugsaður er sem stjórntæki við rekstur fyrirtækja sem setja sér árangursmarkmið og mælikvarða.” -Nú hefur maður stundum á tilfinningunni að allir sæki í sömu hugmyndirnar í fjarvinnsluverkefnum. Hver er ykkar reynsla af því? „Það er mikil undirliggjandi þörf fyrir verkefni og fjölbrevttara atvinnulíf víða um land, þannig að ef heyrist af verkefnum sem einhver hefur Iandað þá kentur oft upp “af hverju ekki ég líka”. Unt þessi verkefni gilda nákvæmlega sömu lögmál og um önnur verkefni, þ.e. þau koma ekki til manns sjálfkrafa. Öflugt markaðsstarf, fram- sækin hugsun og metnaður er það sent skiptir máli - þeir einir fiska sem róa eins og máltakið segir. Markaðsmál er eitt af stærstu áhrifavöldunum í rekstri fyrirtækja. Ef ekki er verið vakin og sofm á útkíkki eftir verkefnum og hafa víðsýni til að takast á við nýja hluti, sitja f>TÍrtæki eftir,” sagði Elín að lokum. Pjónustufulltrúi Forsvars, Kristín Guðmundsdóttir að störfum. Mynd:jíh Leiðrétting í vinnslu síðasta tölublaðs Feykis féll niður hluti af grein Steinars Skarphéðins- sonar “Af austurbakkan- um”. Rétt er viðkomandi málsgrein svona: “Fiskveiðiárið 2004 var Kolku fiskvinnslu úthlutað 114 þor- skígildistonnum og var það sett sem skilyrði að, Kolka úthlutaði 20% af þeim til heimabáta. Hefur það verið kannað af sveitarstjórn hvort það vargert og þá með hvaða hcetti, ég spyr? Flest sveitar- félög setja það sem silyrði að úthlutuðum kvóta sé landað og hann uninn á viðkomandi stað. ” Beðiðst er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.