Feykir


Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 09/2005 Ungur maður fluttur með þyrlu á Landsspítalann Mikið slasaður eftir útafkeyrslu Ungur karlmaður var fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Reykjarvík eftir útaf- akstur í Skagafirði um klukkan sex á laugar- dagsmorgun. Slysið varð á Skaga- (jarðarvegi við bæinn Hól í Lýtingsstaðahreppi. Maður- inn var einn í bílnum og náði að skríða úr tlaki bílsins upp á veginn þar sem vegfarandi fann liann og hringdi í 112. Maðurinn var síðan fluttur með sjúkrabíl á Sauðárkrók og þaðan suður með þyrlu. Líðan mannsins er stöðug, hann er ekki talinn 1 lífshættu en er rnikið slasaður og hlaut meðal annars áverka á höfði. Aldan - stéttarfélag__________ Þórarinn í stað Jóns í gær urðu formanna- skipti í Öldunni - stétt- arfélagi í Skagafirði en þá lét Jón Karlsson af störfum sem formaður félagsins. Við formannsembættinu tekur Þórarinn Sverrisson seni hefúr gengt embætti varafor- manns undanfarna mánuði og hefur hann þegar hafið störf á skrifstofúnni. Ásdís Guðmundsdóttir tekur við starfi skrifstofustjóra öldunnar - stéttarfélags en Jón Karlsson mun starfa áfram á skrifstofú félagsins við sérstök verkefhi. Leiðari Hvað má borða? Allt frá barnsaldri minnist ritstjóri þess að hafa heyrt reglu- lega, neikvæðar og leiðinlegar fréttir af framleiðslu, sölu og neyslu kindakjöts. Allt þar til núna. Nú kveður við nýjan tón. Matreiðslufólk og næringarfræðmgar tala um heppilegt próteininnihald lambakjöts og meira að segja er ljáð máls á því að fitan kunni að vera holl. Að sama skapi eru einhverjar vomur á mönnum varðandi hollustu smjörlíkis og jurtaolíu. Einhverjusinni var varað við mjólkurþambi og mönnurn ráðlagt að borða a.m.k. átta brauðsneiðar á dag. Nú heyrir maður því fleygt að brauðát sé eins og annað best í hófi og mjólkin alveg bráðholl. Niðurstaðan er einföld. Engin leið að fara eftir síbreytilegum reglum fræðinganna. Það sem er talið hollt í dag verður talið óhollt cftir nokkur ár og svo öfugt. Ritstjóri fer eftir þeirri reglu að borða það sem gleður magann og láta liggja ntilli hluta hvort að það telst hollt eða óhollt. Mestu skiptir að vera saddur og hamingjusamur. Ámi Gunnarsson Óháð fréttabiað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Úlgelandi: Feykir hf fíilsljóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Skrifstola: Aðalgötu2l, Sauðárkróki arnig@krokur.is Sími 455 7100 Lausasöluverð: 250 krónurmeð vsk. Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Febrúarmánuður í Sauðárkrókshöfn Um 1250 tonnum af sjávarfangi landað Þórir gerður klár fyrir ferðina til Þorlákshafnar. Mynd: óab í febrúarmánuði komu til löndunar á Sauðárkróki rétt um 1250 tonn af sjávarfangi bæði fersku og frosnu. Málmey SK 1 var með 426 tonn af frosnum afurðum, Klakkur SH 510 var með 416 tonn í þremur löndunum og Hegranes SK 2 með 370 tonn einnig í þremur löndunum. Þá tjáði Gunnar Stein- grímsson hafnarvörður Feyki að línubáturinn Óskar SK 13 hafi farið í sex róðra og landað um 19 tonnum og Hafborg SK 54 farið þrjá róðra og landað tæpum 2 tonnum og þrír aðrir bátar með svipaðan afla eða minna. Á laugardagskvöld sigldi Þórir SK 16 héðan undir stjórn nýrra eigenda og er ný heirna- höfn skipsins nú Þorlákshöfn. Þórir hafði til ráðstöfunar 95 þorskígildistonn. Rökkurkórinn í Skagafirði__________ Vortónleikar í Miðgarði Rökkurkórinn tekur að venju vorið snemma og heldur sína árlegu vortónleikatónleika í Miðgarði í Skagafirði þann 18. mars næstkomandi. Efnisskrá kórsins er fjöl- lög úr sænsku hljómsveitar- breytt og inniheldur meðal innar Abba. Tónleikarnir annars lög úr söngleikjum og hefjast klukkan hálf níu. Að tónleikum loknum er að venju boðið upp á veisluborð. Söngstjóri er Sveinn Sigur- björnsson og undirleikari á píanó er Anna María Guð- mundsdóttir. Einsöngvari er ValborgJónínaHjálmarsdóttir. Kórfélagar eru nú um 30 talsins. Kórinn hyggst leggja land undir fót í vor og eru meðal annars fýrirhugaðir tónleikar á Suðausturlandi. Ertu meö góða hugmynd? Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur gert samning við Nýsköpunarsjóð námsmanna sem felur í sér að Skagafjörður leggur mótframlög til nýsköpunarverkefna sem tengjast Skagafirði. Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur sem flesta til að sækja um verkefni til sjóðsins sem tengjast Skagafirði með einum eða öðrum hætti og auka þannig nýsköpun á svæóinu. Umsóknum um verkefni skal skila rafrænt á heimasíðu sjóðsins www.nsn.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur.is fl Skagafjörður RÁÐHÚSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 6000

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.