Feykir


Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 7
09/2005 Feykir 7 Árgangur: 1974 Fjölskylduhagir: í sambúð með eina Iprinsessu) dóttur. Starf/nám: Flugmaður hjá Astraeus Ilceland Express) / Grunndeild málm.hjá FNV. Bifreiðasmíði hjá Iðnskóla RVK. Flugnám hjá Flug- skóla íslands. Bifreið: Nokkrar Hestöfl: Heill hellingur Hvað er í deiglunni: Allt ofmargt t.d. hefja störfhjá íslandsflugi næst- komandi mánaðarmót. Hvernig hefurðu það? Ótrúlega góður. Hvernig nemandi varstu? Algjör ENGILL. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Hárgreiðslan. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Bóndi. Hvað hræðistu mest? No Fear. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? The Wall með Pink Floyd er án vafa eittmesta meistaraverk allra tíma. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Like a Virgin með Madonnu. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Veðrinu, eins og gömlu karlarnir. Besta bíómyndin? Saving Private Ryan. Bruce Willis eða George Clooney /Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Töffarinn Bruce Willis/Ofurbomban Angelina Jolie. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Súkkulaði (þegar konan er ekki með). Hvað er ímorgunmatinn? Kaffi og hellingurafþví. Uppáhalds málsháttur? Glöggt er auga á annars lýti. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Grettir. Hvert er snilldarverkið þitt í el- dhús-inu? Steikin ásamt öllu öðru. Hver er uppáhalds bókin þín? Útkall, Geysirerhorfinn Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Ég hoppa upp í flugvél nánast alla daga en ég fæ aldrei að ráða hvert ég fer... Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fullkomleikinn. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Óheiðarleiki og hvers kyns ósiðir. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Bolta hvað? Hvaða íþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á ? Enginn sérstakur, Það eiga allir hrós skilið sem nenna að hreyfa sig. Heim í Búðardal eða Disko Friskó? Diskó Friskó á fim.fös.lau. Hver varmikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Mikilvægustu persónurnar 20. ald- arinnar eru án vafa fjölskyldan! Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Eldspýtur, kaffi og tannbursta. Hvað er best í heimi? Samgöngusafnið í Stóragerði. Hvað er skagfirskast? Söngur og reiðmennska, (ég hvorki syng né ríð út), skál og syngja Skagfirðngar. Rabb-a-babb íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik Neyðarlegt í Síkinu Það var Ijóst fyrir leik Tindastóls og Fjölnis sl. sunnudagskvöld að Stólarnir voru fallnir úr Intersport-deildinni. Það kom á daginn að heimamenn höfðu lítinn áhuga á að spila leikinn enda varframmistaðan ekki upp á marga fiska. Fjölnismenn sigruðu 82-127 eftir að hafa verið yfir 31-63 í hálfleik. Byrjunarliðið var skipað Svabba, Axel, Thomspon, Andra og Gísla. Eítir fimm mínútna leik var staðan 7-19 og leikmenn virkuðu áhuga- lausir. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-36 og Kári skipti öllurn út af og nýtt lið kom inná skipað Fletcher, Kidda, Gunna, Aliu og Matta. Staðan 31-63 í hálfleik. Það var lítil ástæða til bjartsýni í hálfleik en átta fyrstu mínútur þriðja leik- hluta voru hin besta skemmtun. Þá voru Svabbi, Axel, Aliu, Fletcher og Thompson inná til að byrja með og svo gott sem hvert einasta skot Stólanna rataði rétta leið og rnörg hver fyrir utan 3ja stiga línuna. Munurinn minnkaði óðunt, varð minnstur 18 stig, þrátt fyrir að Fjölnismenn væru síður en svo að spila illa - nema í vörninni. Benni þjálfari Fjölnis tók leikhlé þegar 2:10 voru eftir af leikhlutanum og lýsti því hátt og snjallt yfir að Stólarnir væru búnir að skora 37 stig á sjö mínútum og það væri sennilega heimsmet. Hann heimtaði að leikmenn sínir tækju sig á í vörninni sem þeir og gerðu. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-91 og í síð- asta leikhluta gerðu Stólarnir 13 stig á nteðan Fjölnir gerði 36. Hvað um það; leikmenn hafa átt erfitt með að rífa sig upp og ná að einbeita sér eftir að fall varð staðreynd. Það hefði engu að síður verið skemmtilegra að enda þetta með baráttuleik. Tap í Njardvík Stólarnir léku við Njarðvík í Ljónagriíjunni sl. fimmtu- dagskvöld. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi en í íjórða leikhluta náðu heimamenn góðu forskoti og sendu Stólana niður í 1. deild. Thompson og Svavar voru atkvæðamestir í liði Stólanna. INTERSPORTDEILDINIKÖRFU íþróttahúsid á Saudárkróki TINDASTOLL 82 FJÖLNIR 127 Stig Tindastóls: Svavar 22, Fletcher 19, Aliu 17, Kiddi 7, Axel 5, Matti 5, Thomspon 5 og Gunni Andrésar 2. INTERSPORTDEILDINIKORFU Ljónagrifjan í Njardvík NJARÐVIK 87 TINDASTÓLL 75 Stig Tindastóls: Thompson 21, Svavar 17, Aliu 14, Axel 12, Fletcher 9 og Kristinn 2. Powerade-mótið í knattspyrnu Hvöt tapaði stórt Hvöt reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við sameinað lið Leifturs/Dalvíkur í Powerade-mótinu nú um helgina. Hvöt fékk á sig fimm mörk í fyrri hálfleik en gekk þó heldur skárr í síðari hálfleik þó svo að liðið hafi einnig fengið fimm mörk á sig þá. Árni Einar Adolfsson gerði nefnilega t\'ö mörk fyrir Hvöt og úrslitin því 10-2 fyrir Leiftur/Dalvík. Hvöt hefur enn ekki feng- ið stig en á eftir að spila tvo leiki á mótinu. Jafntefli hjá Stólunum Leikmenn Tindastóls spiluðu ágætlega í viðureign sinni við Fjarðarbyggð. Guðmundur Vilberg kom Stólunum yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr aukaspyrnu og staðan 1-0 í hálfleik. Snorri Snorrason fékk sitt annað gula spjald í leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Leikmenn Fjarðar- byggðar gengu á lagið og jöfriuðu. Þegar skammt var eftirafleiknum fengu Stólarn- ir \iti en misnotuðu spyrn- una og úrslit leiksins þvi 1 -1. Tindastóll á eftir að spila gegn KA en hefúr aðeins fengið einn slæman skell á mótinu það sem af er. smáauglýsingar Sendid smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Halló - halló! Hefjum starfsárið í Hvelli árið 2005 með Hermanni og Inga i Melsgih þann 12. mars kl. 23-03. Nefndin AL-ANON í Skagafírði Von og hjálp fyrir fjölskyldur og vini alkohólista. Opnir fundir öll mánudagskvöld i Safnaðar- heimili Sauðárkrókskirkju á Sauðárkrókikl. 21:00-22:00. Allir hjartanlega velkomnir - kaffi á könnunni. VW pallbíll til sölu Fjórhjóladrifinn VolksWagen disill til sölu. Árgerð 1995. Upplýsingar í sima 899 4016. Jón Grétar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.