Feykir


Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 11/2005 Drottinn minn Enn áVarpa ég þig og beygi að fótum þínum eins og barn og bið þig um himneska náð þína og blessun y'fir allt það fólk, sem hér er saman komið - yfir allt líf í alheimi í hvaða mynd, sem það birtist. Ég bið þig um hamingju og blessun )rfir dæturnar mínar, yfir Önnu mína litlu, sem alin er upp hjá okkur, eins og þær og mennina þeirra- yfir fatlaða drenginn og barnabörn og barna- barnabörn og alla afkomendur. Ég bið þig, Drottinn, í)TÍr börnin mín á Indlandi, að náð þín hvíli yfir þeim eins og okkur. Alveg á sama hátt bið ég þig fyrir ölhjm bömunum, sem dvalist hafa á Egilsá. Hönd þín leiði þau, styðji og blcssi. Eilífðarfaðir, hjálpa þú mönnunum að leita barnsins í hjör- tum sínum og sálardjúpi, og komast þannig í það sama helgi - og bænarástand, sem veitir öry'ggi og frið og greiðir leið til kærleika og visku. Eg bið þig, Drottinn , að leiða og blessa vini mína og fjöls- kyldu minnar- nágranna okkar og sveitunga, þjóðina okkar og gervallt mannkyn. Ég bið þig, Drottinn, um blessun þína og náð yfir jörðina ok- kar Egilsá, yfir heimilið mitt og litla samfélagið okkar og fel allt í blessaðar föðurhendur þínar, trén og skógana okkar, gróður jarðar hvarvetna og heimilin okkar, hvar sem cr í ríkinu þínu. Veittu fuglum himinsins og dýrum merkurinnar vernd þína og skjól. Leggðu almáttuga föðurhönd þína yfir allt, smátt og stórt, sjúklinga og syrgjendur og allt, sem þjáist og á bágt. Ég bið þig, Guð niinn, um blessun og náð yfir þá starfsemi , sem er og verða kann á Egilsá og allt það fólk, sem þar hefur verið, er og mun verða. Gefðu mönnunum visku til að skilja að við erum bömin þín og verkfæri í höndunum þínum. Okkur ber því að biðja um leiðbeiningu þina, dag hvern. Veittu styrk í erfiðleikum og þrautum og þrótt til að getást eldd upp. Hjálpaðu mönnunum að skilja að allt hefur sína þýðingu, einnig mótlætið og sorgin, því að þú ert einnig þar. Nú þakka ég þér , Guð minn, fyrir blessað jarðlífið, alla gleðina og fegurðina, sem ég hef fengið að njóta. Ég þakka þér handleiðslu þína, sem ég hef svo oft fundið fyrir. Ég þakka þér þá miklu hamingju, sem þú hefur veitt mér óverðugum. Ég þakka þér fyrir dæturnar mínar, afkomendur og vini. Og nú bið ég þig, Drottinn minn og Guð, sem allt megnar, að skilja hamingjuna mína eftir á heimilinu okkar, hjá börnu- num mínum og afkomendum, hjá vinum mínum og sveitun- gum, hjá landinu mínu, þjóðinni minni og öllu, sem lífsanda drcgur nær og fiær, því “ náðin þín nægir mér, blessuð náðin þín nægir mér. F.n ef þér þóknast, þá leytðu mér að vera áfram litli vikadrengurinn þinn og notaðu mig til blessunar og góðs samkvæmt þínum heilaga vilja. Leiddu okkur öll ófullkomnu börnin þín, eins og þú hefur leitt mig, Guð minn. Loks bið ég þig, Drottinn, að vera hjá okkur á þessari stundu og allar ókomnar stundir. Ö, lyftu nú höndunum þínum og láttu Ijósið þitt og náðina þína streyma til okkar og allra manna og alls lífs. “Ég kcni til þín, ó, kom þú til okkar “ 1 Jesú heilaga nafni. Guðmundur L. Friðfinnsson Fyrirbœnþessa samdi Guðnntndur ogbað um aðjluttyrði við útförsína í Silfrastaðakirkju. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðárkróki Blaústjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & óbyrgúarmaúur: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: Úli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Samningur Svf. Skagafjarðar og Ferðamáladeildar Hólaskóla Stefnumótun í ferðaþjónustu Guðrún Þóra Gunnarsdóttir ásamtJóni Garðarssyni, Gísla Sigurðssyni og Bjarna Jónssyni íAtvinnu- og ferðamálanefnd. Atvinnu- og ferðamála- nefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ferða- máladeild Hólaskóla gengu nú í vikunni frá samningi sem kveður á um að Ferðamáladeildin tekur að sér umsjón með gerð stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu í Skaga- firði fyrir árin 2006-2010. Að sögn Bjarna Jónssonar formanns atvinnu og ferðamálanefndarermarkmiðið með stefiiumótunarvinnu fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði að stuðla að enn markvissari uppbyggingu ferðaþjónustu sem atvinnuvegar í héraðinu. Þessi grein sé þegar orðin ein sú mikilvægasta í Skagafirði, hún styrki margar aðrar þjónustu- greinar og í henni séu hvað mestir vaxtarmöguleikar. Bjarni segir ennffemur að leitað hafi verið samstarfs við Ferðamáladeild Hólaskóla vegna þess öfluga starfs sem þar fer fram á sviði rannsóJuia og þróunarstarfs í ferðaþjónustu í dreifbýli og það sé ánægjulegt í þessu tilfélli að hafa í héraði þá bestu fagþekkingu sem völ er á til að vinna slíkt vandasamt verkefhi. Bjarni vonast einnig til þess að samstarf sem þetta gefi ferðamáladeild Hólaskóla enn frekari tækifæri til að efla sig á sviðirannsóknaogþróunarstarfs í ferðaþjónustu. Að mati Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, deildarstjóra ferðamáladeildar, er þessi samningur afar þýðingarmikill fyrir deildina. „Stefnumótun í ferðaþjónustu er víðtækt verk- efiii og hér getst tækifæri fyrir alla starfsmenn deildarinnar að nýta sérþekkingu sína í hagnýtu verkefhi. Skagafiörður er raunar ffábært kennsluumhverfi í ferðaþjónustu og í gegnum árin hafa kennarar óspart notað sér það með vettvangsheimsóknum í ferðaþjónustufyrirtæki og umræðum um einstök dæmi. Innan deildarinnar hefur þvi myndast nokkuð góð þekking á innviðum skagfirskrar ferða- þjónustu en stefnumótunar- vinnan og reynslan af henni skapar án efa dýrmætan þekk- ingarbanka fýrir kennslu og rannsóknarstarf deildarinnar. Náin tengsl við atvinnugreinina hafa frá stofnun ferðamála- deildar verið höfð að leiðarljósi og þessi samningur er í anda þeirrar stefiiu. Við hlökkum því mikið til þess að takast á þetta verkefni með skagfirskum ferðaþjónustuaðilum og öðrum íbúum Skagafiarðar,” sagði Guðrún Þóra að lokum. Skagaströnd_________________ Nöfnur í slipp Undanfarið hefur verið unnið að því að gera Auðbjörgu SK 6, klára til sjósóknar en Norðurfar ehf keypti skipið nýlega og er það skráð á Hofsós. Skipið ber nafn nöfnu sinnar Auðbjargar HU 6 sem staðið hefur uppi í slippnum í nokkur ár. Auðbjörg HU 6 var keypt til Skagastrandar 1977 og var að mestu gerð út á rækju og skelveiðar. Þeim er ætlað ólíkt hlutverk í framtíðinni en Auðbjörg HU 6 verður í framtíðinni væntanlega varðveitt á Akureyri til minnis um fyrsta frambyggða bátinn en hann var byggður árið 1960 í Slippstöðinni á Akureyri. Þess má til gamans geta að Auðbjörg SK 6 sækir einnig um byggðakvóta á Blönduósi en þau skilyrði eru sett fyrir úthlutun að afla sé landað fyrir vinnslunar á staðnum.- Ágúst Þór Bragason, tók myndina Fornleifarannsóknir frh. af forsíðu » fomleifákann- anir í tengslum \áð ritun Byg- gðasögunnar.vettvangsskólaforn- leifaíræðinema, svæðisslcráningu fornleifa í Vopnafirði, fornlei- fakönnun á Hvanne)Tarhóli á Siglufirði, umsjón með fomlei- faskráningu á vegum Byggðasafns Árnesinga, þátttöku í NORFA - norrænu tengslaneti um umh- verfi og samfélag á víkingaöld og miðöldum, sýningavinnu, forn- beinarannsóknir, ritun og útgáfu skýrslna, ráðstefnur og fyrirlestra. Starfsmenn byggðasafnsins rnunu einnig taka þátt í atburðum á vegum Hólarannsóknarinnar sem tengjast 900 ára afrnæli bisk- upsstóls og skólahaldi að Hólum. Deildin mun einnig annast forn- leifakönnun í Glaumbæ þar sem ætlunin er að gera rannsóknir á elstu byggðaleifum staðarins sem ffarn komu við jarðsjár- mælingar amerískra sérffæðinga sem stundað hafa rannsóknir í Skagafirði í nokkum tíma. Það verkefiii tengist frekari vinnu þeirra \'ið fyrirhugaðar jarðsjár- mælingar næsta sumar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.