Feykir


Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 11/2005 Eyþór Einarsson ráðunautur skrifar Af Nýja-Sjálands reisu Um miðjan febrúar lagði hópur íslendinga upp í reisu til Nýja-Sjálands. Ferðin var farin að frumkvæði Landsambands kúabænda en þátttakendur var breiður hópur landbúnaðaráhugafólks. Ferðalangarnir sem fóru frá íslandi voru 50 talsins og stóð ferðin í 16 daga. A hverjum morgni var hópurinn útbúinn með næsti. Hér sitja menn að snæðingi á nýsjálenskum böggum. Flogið var til London og þaðan til Hong Kong sem er um 12 tíma flug. Þá var ferðalagið rétt rúmlega hálfnað en 11 tímar eru frá Hong Kong til Nýja- Sjálands. Stoppað var í Hong Kong einn sólarhring á hvorri leið. Ekki var hægt annað en heillast af Nýja-Sjálandi, því landið er afar hreint og fagurt, nreð háum fjöllum og djúpum dölum. Þar eru virk jarð- eldasvæði og eru heitir hverir og jarðskjálftar vel þekktir. Landbúnaður er lykil atvinnu- grein í landinu enda er hér um að ræða eitt mesta kvik- íjárræktarland heims. Sauð- kindin hefur verið aðalsmerki landsins en engin þjóð franileiðir meira af dilkakjöti en Nýsjálendingar og eru þeir með 60% hlutdeild í lamba- kjötsmarkaði heimsins. Mjólk- urframleiðsla er einnig gríðar- lega mikil. Flestir Nýsjálendingar eru af breskum uppruna. Landnám Breta hófst snemma á 19. öld en þá bjuggu fyrir í landinu Maoríar. Eitt kvöldið þegar komið var heim á hótel var tekið á móti hópnum af Maoríum samkvæmt þeirra siðum. Það varafarskemmtilegt en þeir heilsuðu hverjum manni með því að leggja nef og enni að nef og enni þess sem þeir voru að heilsa. Skemmtu síðan með mögnuðum dansi og söng. íslenski víkingurinn Valdimar Fararstjórar ferðarinnar voru tveir, Snorri Sigurðsson franr- kvæmdarstjóri félags kúa- bænda, sem fýlgdi hópnum frá íslandi og ValdimarEinarsson frá Lambeyrum í Dölum sem tók á rnóti okkur i Nýja- Sjálandi. Þáttur Valdimars í þessari ferð var mjög stór og gaf henni gríðarlegt gildi. Valdimar hafði séð um skipulag ferðarinnar á Nýja-Sjálandi og leiddi hópinn um landið. Valdimar er lærður í búvísindum bæði frá íslandi og Nýja-Sjálandi, hefur unnið á ýmsan hátt við landbúnað í Nýja-Sjálandi og síðustu ár hefur hann verið útibússtjóri Banka sem kallast Rabobank. Það er banki í eigu hollenskra bænda sem er með útibú víða um heiminn og þjónustar eingöngu bændur. Valdimar hefur húið í Nýja-Sjálandi í meira en tvo áratugi og haft aðsetur víðsvegar um landið. Ferðaplanið var mjög skemmtilegt og yfirgripsmikið og endurspeglaði á vissan hátt atorku Valdimars. Ferðast var með rútu niður norðureyjuna, farið með ferju yfir á suður- eyjuna og haldið áfram niður alla suðureyju meðfram aust- urströndinni og síðan áleiðis upp vesturströndina og þá þvert yfir hálendið. Á leiðinni var stoppað á tjölmörgum stöðum til að skoða og fræðast. 50 kýr mjólkaðar á 7 mínútum Geysilega mikil mjólkurfram- leiðsla er á Nýja-Sjálandi og er víða stórt búið. Farið var á 4 kúabú í ferðinni en ekkert þeirra var með færra en 1000 kýr. í stærri fjósum voru notaðar mjalta hringekjur en með þeirri tækni er hægt að mjólk 50 kýr á 7 mínútum. Einn ferðalangurinn, Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni, fékk áskorun um að taka þátt í mjöltum á einum bænum þar sem verið var að mjólka um 1000 kýr í mjaltahringekju. Pétur fór létt með að leysa þetta verkefni og mjólkaði á annað hundrað kýr meðan við stoppuðum á búinu. Ekki sáust mjaltaþjónar en slíkir þjónar þekkjast ekki á Nýja- Sjálandi. Athygli vakti að mjólkur- framleiðslan er árstíðabundin, kýrnar bera yfirileitt á vorin og er framleiðsla á rnjólk því mjög lítil yfir veturinn. Mjólkur- samlögin leggja því niður starfsemi í lok maí og hafa lokað í tvo mánuði. Á þessurn árstíma er eingöngu framleidd neyslumjólk. Þetta fýrirkomu- lag var útskýrt fyrir okkur þannig að þar sem bændurnir ættu mjólkurbúin, væri litið á framleiðsluferilinn sem eina heild. Ekki skipti máli hvort hagrætt væri hjá samlaginu eða bóndanum það væri heildar niðurstaðan sem skipti máli. Ungir bændur byrja sem leiguliðar Gríðarlegur áhugi er hjá ungu fólki fýrir því að gerast bændur á Nýja-Sjálandi. Ein af þeim leiðum sem þetta fólk getur valið er að gerast svokallaðir hlutabændur sem er í raun nokkurskonar leiguliða form. Hlutabóndinn tekur þá við jörðinni og fær ákveðin hlut í mjólkurinnleggi búsins. Annaðhvort er um að ræða að hlutabóndinn fái 21% hlut í innleggi (lower order) eða 50% hlut (sharemilking). Ef um er að ræða helmings skipti á mjólkurinnlegginu (share- milking) þátekurhlutabóndinn við rekstrinum á jörðinni, leggur frarn alla vinnu, bústofn, vélar og tæki. Jarðeigandinn leggur fram landið með öllu sem á því er ásamt stofnfé í mjólkursamlagi, sem er forsenda þess að geta lagt inn rnjólk. Það virtist vera mikil tilfærsla á þessum hlutabændum og voru þeir jafnan ekki mjög lengi á hverjum stað. Þeir geta með þessum hætti stækkað við sig með því að gerast hlutabændur á sífellt stærri búum. Þegar þeir hafa þénað nægilega eiga þeir orðið möguleika á að kaupa sér sína eigin jörð. Það er Rabobank sem greiðir götu þessara hlutabænda og hjálpar þeinr að hetja búskapinn með lánum til bústofns- og vélakaupa. Rabobank er einnig með hagstæða leið fyrir bændur að Ijármagna jarðarkaup. Bankinn lánar fy'rir 50 - 60% af kaupverði jarðarinnar og þarf bóndinn eingöngu að borga vextina af lánunum en þarf í raun aldrei að borga höfúðstólinn. Hins vegar getur bóndinn borgað höfuðstólinn niður hafi hann bolmagn til þess. Lánin eru alltaf gerð upp þegar jörðin er seld. Nýsjálenskir mjólkurbænd- ur virtust yfirleitt ekki vera bundnir miklum tilfinninga- tengslum við jarðirnar. Enda var rnikið af þessum býlurn sem hétu ekki neitt, höfðu bara eitthvert númer. Lambakjötið í sókn Heimsótt voru fjögur sauð- tjárbú ásamt einu sauðfjár- sláturhúsi. Á Nýja-Sjálandi byggir sauðfjárræktin bæði á kjöt- og ullarframleiðslu. Á síðustu árurn hefur kjötfram- leiðslan verið að aukast en ullarframleiðslan dregist saman vegna þess að ullin gefur sífellt rninni tekjur en heimsmark- aðsverð á lambakjöti hefur fariðhækkandi. Ásuðureyjunni taldi Valdimar að sauðfjár- bóndinn og kúabóndinn væru að hafa svipaðar tekjur af sínum búrekstri. Flest sauðíjársláturhúsin voru í eigu bændanna og eru þau rekin með þeirri fögru hugsjón að bóndinn fái sem mest fýrir sínar afurðir. Allar afurðir kindarinnar eru nýttar á einhvern hátt. Stefndu bændur að því að ná 17 kg fallþunga. Á sauðfjárkynbóta- Maoríarnir heilsa íslendingunum að þjóðlegum sið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.