Feykir


Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 7
11/2005 Feykir 7 Spjallað við Sigurbjörn Þorleifsson_ Síminn var rauð- glóandi í marga daga Aðfararnótt sunnudagsins 14. febrúar 1988 gekk ísbjörn á land í Fljótum í Skagafirði. Bændur í Fljótum urðu varir við dýrið og var það fellt daginn eftir. Sigurbjörn Þorleifsson, bóndi í Langhúsum, skaut dýrið með 222 kalíbera riffli. í tilefni þess að nú rekur ís að landinu að nýju settist tíðindamaður Feykis niður með Sigurbirni og rifjaði upp þegar hann felldi ísbjörninn. Sigurbjörn Þorleifsson. „Þetta byrjaði þannig að Ómar heitinn á Laugarlandi fór út í Hagnesvík um morguninn. Ungur sonur hans var að leika sér í fjörunni og var nýkominn upp í aðstöðuhúsið til föður síns þegar þeir urðu varir \rið björninn. Þá hafði björninn legið undir bátunum á planinu við bryggjuna og fór á kreik þegar hann varð var við mannaferðir,” segir Sigurbjörn í samtali við Feyki. Björninn hafði gengið á land við bæinn Hraun en ís var þá skammt undan Iandi. Þeir feðgar komu boðum um björninn til Sigurbjörns í gegnum talstöð. „Þegar ég heyrði þetta fyrst fannst ntér þetta fráleitt og hélt að verið væri að gera at í mér,” segir Sigurbjörn. „Við fórum þrír, ég Zóphanías á Syðsta Mói og Jón í Haganesvík. Þegar við komum á staðinn var björninn hvergi sjáanlegur og hafði þá farið í sjóinn aftur.” Þeir þremenningarnir fóru vestur með fjörunni og varð að lokum vart við björninn í svo kallaðir Mósvík. „Hann var kominn þar upp í fjöruna þegar ég kom og ég skaut hann á 40- 50 metra fræri.” „Svo byrjuðu herlegheitin. Ég var ekki kominn heim þegar allt fór á fulla ferð, konan mín var í fullri vinnu við að svara í símann þegar ég kom heim. Fréttamennirnir byrjuðu en fljótlega upp úr miðjum degi bárust símtöl fá allskonar fólki og voru nánast alfarið á nei- kvæðum nótum. Þetta gekk svona alveg frarn á nótt og milli klukkan tvö og þrjú um nóttina nennti ég þessu ekki lengur og tók símann úr sambandi.” Fólkið hreinmokaði heimreiðina „Símtölin héldu áfram alla næstu viku. Ég fékk tv'ær hringingar erlendis ffá seint á ísbjörninn á Náttúrgripasafninu í Varmahlíð. sunnudagskvöldið, en þá var eins og fréttin væri komin út um allan heim. Annað símtalið skildi ég alls ekki en hitt var þýsk kona sem talaði hrafl í íslensku. Hún var reyndar ekki mikið að skamma mig en bauðst til þess að senda mér deifiskotabyssu efég væri til í að taka á móti næsta ísbirni með ögn jákvæðara hugarfari. Ég var aldeilis til í að fá deifiskotabyssu en hún hefur ekki borist mér ennþá. „Ég hef aldrei nokkurntíman hvorki fýrr né síðar verið annað eins í sviðsljósinu og kæri mig ekki um að vera það aftur,”segir Sigurbjörn. „Þegar ég fór að heiman um morguninn þurfti ég að fara á dráttarvél vegna ófærðar. Það var gríðarleg ásókn fólks að koma og skoða dýrið eftir að ég kom með það heim. Fólk kom á jeppum og fólksbílum og var að festa sig og moka bílana lausa. Það má segja að urn kvöldið hafi heimreiðin verið hreinmokuð. Tveir þrír aðilar hringdu og vildu kaupa hræið en í mínurn huga kom aldrei annað til greina en að stoppa hann upp og varðveita hann hér heima. Páll Dagbjartsson, skólastjóri í Varmahlíðarskóla, falaðist eftir dýrinu og ég gaf skólanum bangsa. Það var Steingrímur Þorsteinsson á Dalvík stoppaði dýrið upp og ég held að ég fari rétt með að Kaupfélag Skagfirðinga styrkti skólann til verksins.” Sigurbjörn var ekki einasta gagnrýndur fýrir að skjóta ísbjörninn. Hann var gagnrýndur fyrir að nota of lítinn riffil. „Þetta var af fróðum mönnum kallað undirmáls- vopn en ég var alveg óhræddur að nota þennan rifFil,” segir hann. „Hugsunin snérist urn að gera þetta dýr óskaðlegt. Þarna var bæði umferð manna og skepna. Við tókum engan sjéns.” ísbirnir eru stærsta tegund bjarndýra Sagt er ffá því á vef Náttúrufræðistofu Kópavogs að ísbirnir - eða hvítabirnir - eru stærsta tegund bjarndýra og þar nteð stærsta rándýr heims. Þeir geta orðið yfir 3 metra langir og vegið allt að 800 kg. Hér á landi eru kornur hvítabjarna oftast tengdar hafís og þarf því ekki að undra að þær eru flestar á svæðinu frá Hornströndum og austur um norðurland. íbúðir til sölu Eignasjóður Skagafjarðar auglýsir til sölu tvær íbúðir við Jöklatún á Sauðárkróki. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð, 108 m2, í raöhúsi og fjögurra herbergja íbúð,110 m2 í parhúsi. Óskaö er eftir tilboöum í íbúóirnar og skulu þau berast skrifstofu eignasjóðs, ráöhúsinu, Skagfiröingabraut 21, fyrir kl. 16.oo þann 1. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Eignasjóðs Skagafjarðar, sími 455-6000. Eignasjóöur Skagafjarðar áskilur sér rétt til aó taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum. Eignasjóöur Skagafjarðar Skagafjörður RÁÐHÚSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 6000 INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lagmula 9 • 108 Reykjavik • Kt. 530372-0229 • www.medlag.is Banki 0139-26-4700 • Sími 590 7100 • Fax 590 7101 MEÐLAGSGREIÐENDUR Gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðikomur í mars og apríl: 29. mars - 31. mars Edward Kiernan Kvensjúkdómalæknir 04. apríl - 07. apríl Sigurður Albertsson alm. Skurðlækningar 11. apríl -14. apríl Hafsteinn Guðjónsson Þvagfæraskurðlæknir 18. apríl - 20. april Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.