Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 1
Reiknað með að nýtt tjaldstæði á Sauðárkróki verði tekið í notkun 2006 Tjaldstæðið verður á Nöfum Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti í gær tillögu Ársæls Guðmundssonar og Gísla Gunnarssonar um að heimila Umhverfis- og tæknisviði sveitarfélagsins að hefja vinnu við skipulagningu tjaldsvæðis á Nöfunum ofan Sundlaugar Sauðár- króks. Gert er ráð fyrir að framkvæmdakostnaður við uppbyggingu tjaldsvæðisins verði tekinn með við endurskoðun íjárhagsáætlunar ársins 2005 og við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2006 með það fyrir augum að hægt verði að taka tjaldsvæðið í notkun á árinu 2006. Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri segir tímabært að ráðast í endurskipulagningu tjaldstæðamála á Króknum. Hann segir sífellt meiri kröfur séu gerðar til tjaldstæða, flestir komi nú með fellihýsi, tjaldvagna, hjólhýsi eða á húsbílum og allt þetta kalli á breytt skipulag og þjónustu á tjaldstæðum. Þá standist núverandi tjaldstæðaskúr ekki kröfur samtímans lengur þó að Vinnuskólinn og Áhaldahúsið hati unnið gott starf í sumar við að halda honum eins snyrtilegum og kostur er. Ársæll segir ennfremur að tjaldstæði á Nöfúnum hafi sannað sig á þeim stórmótum sem haldin hafi verið hér á síðustu mánuðum og því sé spennandi kostur að fara með tjaldstæði bæjarins þangað. Frú Vigdís Finnbogadóttir flytur hátíðarræðu_ Hólahátíð um helgina Hin árlega Hólahátíö verður haldin um næstu helgi að Hólum í Hjalta- dal. Dagskráin í ár er fjöl- breytt og höfðar jafnt til líkama og sálar. Föstudagskvöldið 12. ágúst hefst formleg dagskrá með málþingi um náttúrusiðfræði kl.20.. Málþingið er haldið í Auðunarstofu og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Laugardaginn 13. ágúst verða gengnar pílagrímagön- gur til Hóla úr tveimur át- tum. Fyrir þá sem kjósa styttri gönguferð verður að vanda gengið í Gvendarskál á lau- gardegi Hólahátíðar. Kl. 16.30 verða tónleikar í Hóladóm- kirkju. Þar leikur Trio in ein Fjord norsk þjóðlög og dansa. Klukkan 18 verður aftansöng- Meðrið næstu daga ur (vesper) í dómkirkjunni, þar sem tekið verður á móti göngulúnum pílagrímum og Voces Thules syngja úr Þor- lákstíðum. Sunnudaginn 14. ágúst verður sunginn morgun- söngur kl.9 í dómkirkjunni. Hátíðarguðsþjónusta hefst svo kl. 14. Sr.Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási prédikar. Kammerkór Akraness syngur undir stjórn Sveins Arnar Sæ- mundssonar. Vígður verður nýr prósessíukross, hannaður af Leifi Breiðfjörð. Hátíðars- amkoma hefst kl. 16.30 í dóm- kirkjunni. Frú Vigdís Finnbo- gadóttir, fyrrum forseti flytur hátíðarræðu og ísak Harðar- son, skáld Hólahátíðar í ár, les úr verkum sínum. Kamm- erkór Akraness syngur. Milt veður Það er ýmislegt í gangi á Norðurlandi vestra næs- tu daga og ýmsir sem vildu hafa veðrið í skárri kantinum. Veðurstofa Islansd gerir ráð fýrir hægri breytileg átt eða hatgolu næstu dagana, skýjuðu með köflum og ein- hverri vætu. Spáð er mildu veðri og hita á bilinu 10 til 16 stig. Lögreglan Helgin í rólegri kantinum Að sögn Lögreglunnar á Sauðárkróki var helgin með rólegra móti. Einn var tekinn fyrir ölvun við akstur og 10 fyrir of hraðan akstur en enginn fyrir ofsaakstur. Engin marktæk reynsla er enn komin á nýja mynda- vélabúnaðinn sem tekinn var í notkun í síðustu viku, en hann á örugglega eftir að sanna gildi sitt og því betra fýrir vegfarendur í Skagafirði að fara varlega í umferðinni nú sem endranær. Sömu sögu er að segja frá Lögreglunni á Blönduósi sem segir mannlíf allt hið besta í Húnavatnssýslunum, umferð- ina hæga og góða og lítið um hraðakstur þessa vikuna, sem sé mikill munur frá því um verslunarmannahelgina þegar bensínfóturinn var full þung- ur hjá mörgum. Þá hafi öll mannamót um helgina gengið snuðrulaust fýrir sig og menn því mjög sáttir eftir vikuna. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —KTch$»II ehj^— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆCI bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.