Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 29/2005 Galdrahringurinn og dys Dala-Skúla. Horftinn eftirAusturdal. Teikning Björns Björnssonar. Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar Af Dala-Skúla og draugum í Austurdal Ábæjarskotta er einn þekktasti draugur landsins og kunnust þeirra sem óðul áttu í Austurdal. Frásagnir um hana í þjóðsagnasöfnum myndu fylla litla bók ef teknar væru saman. En fleiri draugar riðu þar húsum í fyrri tíð sem ekki hafa notið viðlíka frægðar. Þar er helst að nefna Klofning sem hélt sig mest við Miðhús í Austurdal og var merkilegur því hann var þeirrar náttúru að hafa klofinn hausinn, eins og sagaður sviðahaus, og skemmti sér við að hrella ferðalanga nteð því „að skjótast í veg fyrir skilamann / og skella kjömm- unum saman“ eins og Magnús Gíslason á Vöglum orðar það í Stiklum sínum, ágætu kvæði. Þriðji draugurinn var mönnunt nánast gleymdur á seinni hluta 20. aldar en minning hans „vakin upp“ árið 1985 þegar um hann, eða kannski öllu heldur svo- nefndan „galdrahring á Ábæ“, birtust nokkrar greinar í tímaritinu Heima er best þar sem þeir lögðu hönd á penna Hannes Pétursson skáld, Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka, Björn á Sveins- stöðum og Þórður Tómasson í Skógum. Enginn þeirra hafði þó séð galdrahringinn eða vissi skilmerkilega hvar hann var og einungis Hjörleifur á Gilsbakka hafði heyrt getið Dala-Skúla. Svo hafði þá fyrnt yfir dalbúa þennan. En í byrjun 20. aldarkunnu Austdælingar góð skil á Dala- Skúla og verustað hans. Sumarið 1910 var Matthías Þórðarson þjóðntinjavörður þar á ferð og getur eftirfarandi í skýrslu sinni í Árbók fornleifafélagsins 1910: ,,Á Ábæ í Austurdal var mér bent á mannvirki eitt einkennilegt. Það er skammt upp frá bænum í dagmálastað, rétt fyrir utan túnið. Það er lítill haugur, um 10 fet að þvermáli, kringlóttur, og er garður hlaðinn unrhverfis, þverntál hrings þessa er 37-40 fet og mjór, um 1,5 fet, en fullglöggur. Þessu mannvirki fylgir sú þjóðsaga, sem alkunn er í Skaga- tjarðardölum, að draugur að nafni Dala-Skúli hafi verið settur hér niður. Hann var uppvakningur úr Vestur- dalnum og gerði mikið mein uns Goðdalaprestur sendi hann framá afrétt og fékk honum það erindi að telja öll kindaspörð á afréttinnum. Að loknu verki kom draugur niður að Ábæ og voru þá fætur gengnir upp að knjárn. Varð honum þá komið fyrir og hann settur niður á þessum stað.“ Byggðasöguritari hefur á snuðri sínu undanfarin ár gert nokkrar atrennur að því að finna Dala-Skúla, þar af einu sinni með manni sem áður hafði fundið staðinn en ávallt var það forgefms. Virtist svo sem jafnan væri villt unr fyrir þeim sem leituðu og það var ekki fyrr en í fjórðu tilraun, hinn 8. júlí s.l., að undirrituðum tókst með þrákelkni sinni að finna staðinn, gekk þá beint á dysina eftir leiðsögn Ólafs Kristjáns- sonar frá Ábæ sem lýsir henni í örnefnaskrá frá árinu 1935. Þar segir: „Lági melhóllinn skammt sunnan og ofan við Fjóshólinn heitir Draughóll. Norðan undir honum er stór þúfa og kringum hana lágt garðlag, hringmyndað. Þetta er kölluð Dys. Þar á að hafa verið settur niður draugur sem hét Dala-Skúli.“ Ólafur var fæddur 1884, ólst upp á Ábæ til margra ára og bjó þar 1912-1913, var þar einmitt þegar Matthías þjóðminja- vörður var á ferðinni. Stóð hér allt heirna við ofangreinda lýsingu Matthíasar frá 1910 og Ólafs frá 1935. „Gæti orðið afdrifaríkt að rjúfa dys Dala-Skúla" Upp af bæjartóftum og kirkju á Ábæ rísa tveir háir melhólar og er grasdrag milli þeirra þar sem bæjarlækurinn hefur fyrrunt verið leiddur ofan úr Kvíadal niður sunnan við kirkju. Heitir sá ytri Smiðjuhóll en hinn syðri Fjóshóll og er á honum glögg fjárhústóft. Um það bil 40-60 m fram og upp af Fjóshól er lágur melhóll, fyrrgreindur Draughóll. Norðan í honum, neðarlega, er Dysin (65° 18’160 /18°51 ’ 116), hringlaga, urn það bil 3 m í þvermál og glyttir í aðborið grjót en lítilsháttar uppblástur eða rof er kornið í dysina. Umhverfis hana er mjór, hringlaga garður, óljós orðinn en þó vel nrerkjanlegur allan hringinn, um 12 m í þvermál. Skýr fjárgata liggur gegnum hringinn, meðfram Dysinni og upp yíir Draughól. Hafa því áreiðanlega margir gengið þessa götu án þess að taka eftir dysinni því sérstaka eftirtekt þarf til að greina hana en samt er hún skýr þegar bent hefur verið á hana. Raunhyggjumenn nútím- ans rnunu vafalítið telja þetta graíhaug úr heiðnum sið en sannir „húmanistar“ vita að þarna er Dala-Skúli niður kominn og garðlagið um- hverfis gert í þeim tilgangi að hernja hann þar innan veggja. Það hafði skaðvænlegar afleiðingar þegar tappinn var tekinn úr hrossleggnum forðum daga og Ábæjarskottu hleypt lausri. Að sarna skapi gæti orðið afdrifaríkt að rjúfa dys Dala-Skúla enda er það bannað að fornleifalögum og engum fært nerna kunn- áttumönnum þeim sem hafa titilinn fornleifafræðingur að fengnu leyfi Fornleifaverndar ríkisins sem jafnframt tekur þá á sig alla ábyrgð á af- leiðingum slíks verknaðar. Hjalti Pálsson Ábær i Austurdal. Örin bendir á dys Dala-Skúla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.