Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 7
29/2005 Feyidr 7 Rabb-a-babb f 7, ff t' ,T Nafn: Ársæll Cuðmundsson Argangur: 1961. Fjölskylduhagir: Kona og dætur. Starf / nám: Sveitarstjóri með kenn- arapróf og meistaragráðu í félags- vísindum. Bifreið: Pajero árg. 1999. Hestöfl: Búa flestí mótorhjóllnu. Hvað er í deiglunni: Undirbúningur fyrir komandi átök, þ.e. Reykjavíkur- maraþon. Hvernig hefurðu það? Fínt. Vaknaði lifandi og verkjalaus. Hvernig nemandi varstu? Sat aftast og sagði “jæja" þegar lok kennslustunda nálgaðist. Hvað er eftirminnilegast frá ferming- ardeginum? Stóru breiðu kúluskórnirsem gægðust undan kyrtlinum. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir, en þegar til kom kunnu kenn- ararnir í læknadeildinni ekki að meta prófsvörin mín. Hvað hræðistu mest? Að hugsjónir manna séu eingöngu far- nar að mótast afgræðgi. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Kaya með Bob Marley and the Wail- ers og hún stendur fyllilega fyrir sínu enn í dag. Hvaða lag ertu líklegastur til að syn- gja í Kareókí? Ég söng frumsamið ástarljóð til konu minnar þegar hún varð fertug, við lag Elvis Presley, Wise man says. Miðað við frammistöðu mína þar, er Ijóst að ég mun aldrei syngja í Kareókí. Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Evrovision og Idol-stjörnuleit. Eflaust vegna þess að mér er gersamlega fyrirmunað að geta sungið. Besta bíómyndin? Rocky Horror Picture Show og það er eina myndin sem ég hef séð oftar en einu sinni í bíó. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Brúsi stendur alltaffyrir sínu. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Pepsi Max, sviðasulta og lifrarpylsa. Hvað er í morgunmatinn? Sportþrenna frá Lýsi, vatn, mjólkur- matur frá KS og Kelloggs Special K. Uppálialds málsháttur? Því hærra sem apinn klífur því betur sést I rassinn á honum - kom oft upp í hugann síðastliðið ár. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Bangsímon. Heimsspeki af bestu gerð. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- inu? SS pylsur, Vilko kakósúpa og þegar ég keypti uppþvottavélina. Hver er uppáhalds bókin þín? Ljóðabókin "Undir Ijúfum lögum " eftir Gest, gefin út 1918. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðirhvert hún færi, þá færirðu... ... með spúsu mína og dætur til Colo- rado á skíði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Skopskynið þegar aðrir skilja það ekki. Hvað fer mest í taugarnar áþérí fari annarra? Yfirlæti, dramb og húmorsleysi. Enska knattspyrnan - hvaða lið og af hverju? Crystal Palace. Maður veit aldrei í hvaða deild þeir spila. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mæturá? Árna Stefánssyni - hann á skilið að fá Fálkaorðuna fyrir að styrkja sjálfsímynd og líkamlegt ástand svo margra Skagfirðinga. Heim í Búðardal eða Disko Friskó? Heim í Búðardal - það er svo karl- mannalega íslenskt. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Martin L King vegna þess að hann hafði trú, hugsjón og málsstað sem hann barðist fyrir og breytti miklu fyrir mannlífið. Afíslenskum persón- um erþað GuðmundurBjörnson, fyrr- verandi landlæknir, alþingismaður, bæjarfulltrúi í Reykjavík og skáld. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Góða skó, eldspýtur og óskastein. Hvað er best í heimi? Heima er best. Hvað einkennir helst íbúa í Skagafirði? Lífsgleði. íþróttafréttir Islandsmótið í knattspyrnu 2. deild____ Ágætt stig gegn Stjörnunni Tindastóil tók á móti liði Stjörnunnar í gær á Sauðárkróksvelli. Hlut- skipti liðanna er ólíkt; Tindastóll er í fallslagn- um en Stjarnan hefði með sigri komist á toppinn í 2. deildinni. Þegar upp var staðið deildu liðin stigunum í ágætum leik, 1-1. Aðstæður voru hinar bestu á Sauðárkróksvelli og leikurinn þróaðist líkt og margir aðrir heimaleikir Tindastóls í sumar. Tind- astóll tók forystuna eftir fyrstu alvöru sókn sína snemma leiks og eftir það drógu Stólarnir sig aftar á völlinn og létu andstæðing- inn um boltann. Að þessu sinni var það Mladen sem átti heiðurinn að markinu, plataði varnarmenn Stjörn- unnar og sendi háan bolta yfir á fjærstöng þar sem Haukur Skúlason skallaði boltann í bláhornið á 4. mínútu. Laglegt mark. Á 23. mínútu jafnaði Valdinrar Kristófersson leikinn þegar hann hreinlega hljóp bolt- ann í markið eftir horn. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en þó var augljóst að Stólarnir ætluðu ekki að gefa Stjörnumönn- um eitt eða neitt. Spil heima- manna gekk nú betur en nokkuð skorti á að leikmenn hættu sér nógu langt fram völlinn. Síðustu mínúturnar voru leiknrenn Stjörnunnar orðnir frekar pirraðir en allt kom fyrir ekki, úrslitin 1-1. Senr fyrr segir spiluðu Tindastólsmenn ágætlega í síðari hálfleik. Stólarnir voru duglegir en voru oft ekki nógu nálægt andstæðing- unum sem fundu oftar en ekki lausa menn til að senda boltann á. íslandsmótið í knattspyrnu 3. deild Neisti og Hvöt á flugi Það var mikil markaveisla í leikjum Neista og Hvatar um helgina en bæði liðin sigruðu risa- stórt. Hvöt lenti reyndar undir eftir um stundar- tjórðung í leik sínum gegn Augnabliki en leikið var í Fífunni. Óskar Snær Vignis- son jafnaði eftir hálftíma leik og á lokasekúndum fyrri hálfleiks kom Róbert Haraldsson Blönduósing- um yfir. Róbert Arnarson gerði þriðja nrark Hvatar í upphafi síðari hálfleiks og síðan bætti nafni hans Haraldsson við þremur mörkum á 20. mínútna kafla. Árni Adolfsson gerði síðan síðasta markið og lokatölur 1-7. Neisti fékk Afríku í heimsókn og fengu Afr- íkumenn óblíðar viðtökur í Hofsósi því Neisti hressti upp á markatöluna með því að sigra 8-1 og hífði sig þar með upp í fimmta sætið í C-riðli 3. deildar. Hvöt er nú í þriðja sæt- inu en Hvíti riddarinn er einu stigi fyrir ofan og á eftir að spila við topplið fH sem þarf nauðsynlega eitt stig til að tryggja sig í úrsl- itakeppnina. Vann tölthornið í þriðja skiptið_ Jóhann klikkar ekki Vel gekk hjá íslenska landsliðinu í hesta- íþróttum á HM í Norrköping um helg- ina. Króksarinn Jóhann Skúlason fékk hæstu eink- unn sem gefin hefur verið í tölti á heimsmeistaramóti, og sigraði glæsilega á Hvini frá Holtsmúla og vann þriðja gullið fyrir íslenska landsliðið á sunnudeginum. Þetta er líka í þriðja sinn sem Jóhann, sem er uppal- inn á Snráragrundinni líkt og margar aðrar stórkempur af Króknum, vinnur tölt- hornið á heimsmeistara- móti. íþróttamolar__________ Króksmót um helgina Átjánda Króksmótið fer frarn um helgina en það er ætluð knattspyrnukempum í 5., 6. og 7. flokki. Mótið verður sett kl. 9 á laugardagsmorgni og síðan verður lífið lítið annað en fótbolti fram á sunnudag. Góður árangur á Unglingalandsmótinu Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar náðu góðum árangri á Unglingalands- mótinu sem fram fór í Vík í Mýrdal um verslunar- mannahelgina. Lið USAH vann gull í keppni í 3. flokki drengja í knattspyrnu og bar þar sigurorð af Skagamönnum í æsispennandi framlengd- um úrslitaleik. Besta afrek allra stúlkna á mótinu reyndist lOOm hlaup Lindu Bjarkar Valbjörnsdóttur úr UMSS í undanúrslitum, en Linda hljóp á 13,41sek, sem gaf 1009 stig. Nánari fréttir af mótinu má finna hér: www.usah.is www.tindastoll.is smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Hey til sölu Vel verkað hey til sölu I sexfalt- pökkuðum rúllum. Upplýsingar í símum: 895-8151 og 453-8151 Píanó til sölu Tilsölu píanó, hæð 153 cm, breidd normal, rúmlega 110 ára, nýlega tekið i gegn. Alveg einstakt hljóðfæri og hljóm- mikið. Verð 450.000 kr. Upplýsingar í sima 453-5808/849-1813, Ólöf. Ýmislegt Tilsölu Toyota RAV, árg. "99, ekinn 92 þús. með dráttarkrók, gott viðhald, ný timarein, ný vetrardekk. Verð 1250þús. Upplýsingarísima 453-5808/849-1813, Ólöf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.