Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 8
Bíósýningar á Króknum í uppnámi Myndir ekki textaðar Bíósýningar með íslenskum texta gætu heyrt sögunni til á Sauðárkróki, nema fjármagn finnist til að bæta við tækjakost í Bifröst. Ástæðuna segir Sigurbjörn Björnsson rekstraraðili Króks- bíós veraþá að kvikmyndahúsin í Reykjavík sem leigja rnyndir út á land eru hætt að prenta texta á filmurnar eins og áður var, heldur varpa þau textanum með skjávarpa á sýningartjald- ið. Kostnaður við að koma þessari tækni upp í Bifröst hleypur á hundruðum þúsunda og segir Sigurbjörn vonast til að áhugasamir einstaklingar, félög eða fýrirtæki hlaupi undir bagga með bíóinu á næstu vikunr, annars verði ekki hægt að sýna myndir með íslenskum texta. Annars segir hann rekstur Bifrastar hafa gengið vel síðustu mánuði, en hann er nú í höndum tjögurra ein- staklinga á Sauðárkróki. Bíógestir geta þó ennþá séð teiknimyndir sem eru talsettar sem aftur leiðir hugann að því hvort Leikfélag Sauðárkróki gæti ekki leyst málið með því að tala inn á erlendar bíómynd- ir líkt og þekkist víða á meginlandi Evrópu. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Sameininaarkosn- ingar 8. oxtóber Þann 8. oktober næstkomandi munu 16 sameining- arkosningar fara fram í 62 sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þeirra hefst þann 13. ágúst næstkomandi. Kosið verður um samein- ingu eftirtalinna sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sam- kvæmt tillögum nefndar sem skipuð er af félágsmálaráð- herra. í Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. í Austur- Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfðahrepps og Skagabyggðar. 1 Skagafirði verður kosið unt sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélag- sins Skagafjarðar. Utankjörfundaratkvæða- greiðslan hefst sem fýrr segir laugardaginn 13. ágúst 2005 og er unnt að greiða utan kjörfundar hjá sýslumönnum urn allt land, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóða- stofnunum og ræðismönnum Islands 545 4100 www.bustadur.is RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki O CJ STAÖ U R FASTEIGNASALA A L.ANDSBVOOÐINNI ^ 455 5300 KB ÍBÚÐARLÁN fTi KB BANKI ■■■■1 -kraftur til þín 1 Byggðakvóti á Norðurlandi vestra_ 654 þorskígildistonn Samkvæmt reglugerð frá Sjávarútvegsráðuney- tinu um úthlutun byg- gðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006 skal úthluta 4.010 þorskígildislestum til stuðnings byggðar- lögum. Af 4.010 þorksígildisles- tum skal miðað við að 2.000 þorskígildislestum sé ráðsta- fað til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna sam- dráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðunr og vinnslu á bot- nfiski, en minni byggðarlög teljast í þessu sambandi byg- gðarlög með færri íbúum en 1.500, miðað við 1. desember 2004. Þá skal miðað við að 2.010 þorskígildislestum sé ráðsta- fað til sveitarfélaga, sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðin- gu á heildaraflaheimildum fiskiskipa, sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkorn- andi byggðarlögum og sem veruleg áhrif hefur haft á at- vinnuástand í þeim. Að þessu sinni nrunu 7 sveitarfélög á Norðurlandi Vestra fá samtals 654 þor- skígildistonn í sinn hlut. Mest fá Hólmavíkurhreppur, Blönduósbær og Höfðahrep- pur/Skagaströnd eða 140 þorskígildistonn hvert, þá fær Sveitarfélagið Skagafjörður/ Hofsós 107 tonn, Húnaþing Vestra/Hvammstangi 70 tonn, Kaldrananeshreppur/ Drangsnes 52 tonn og Árnes- hreppur á Ströndum 5 tonn. Nánari upplýsingar á www.kirkjan.is/holar • Verið velkomin heim að Hólum! / Föstudagur 12. ágúst: Kl. 20:00 Málþing um náttúrusiðfræði í Auðunarstofu Laugardagur 13. ágúst: Kl. 9:00 Morgunsöngur í Dómkirkjunni Kl. 12:30 Fetað í fótspor Guðmundar góða Gengið í Gvendarskál þar sem sungin verður pílagrímamessa við altari Guðmundar góða. Kl. 16:30 Tónleikar í Dómkirkjunni Trio in ein Fjord frá Noregi leikur norsk þjóðlög og dansa. Kl. 18:00 Aftansöngur (vesper) í Dómkirkjunni Voces Thules syngja úr Þorlákstíðum Kl. 20:00 Grillveisla í Lautinni (ef veður leyfir) Sunnudagur 14. ágúst: Kl. 9:00 Morgunsöngur í Dómkirkjunni Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni Sr. Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási prédikar. Vígslubiskup þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kammerkór Akraness syngur Kl. 16:30 Hátíðarsamkoma í Dómkirkjunni Ræðumaður er frú Vigdís Finnbogadóttir, V ísak Harðarson flytur Ijóð og Kammerkór Akraness syngur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.