Feykir


Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 1
Áfram spáð hausthraglanda Veðrið siðustu vikuna hefur ekki verið til að hrúpa húrra yfir. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri fram yfir helgina. Samgönguráðherra segirhorft til Norð vesturkjördæmis í nýrri byggðaáætlun Vill vaxtarsamning fyrir miðsvæði kjördæmisins Ný byggðaáætlun verður lögð fyrir alþingi í haust. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, vill gera sérstakan vaxtarsamning er næði yfir svæðið úr Skagafirði um Húnavatnssýslur, Dali og vestur á Snæfellsnes. Fyrirmynd slíks samnings er t.d. vaxtarsamningur er gerður fyrir verið fyrir Vestfirði. Þetta kom meðal annars fram í máli ráðherra á nýliðnu ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. „1 byggðaáætlun leitast stjórnvöld við að kortleggja miklvægar aðgerði í þágu byggðanna,” sagði samgönguráðherra í ræðu sinni á Ársþingi SSNV á Siglufirði. „Égtelþað fullvísst að horft verður til þeirra svæða, sem mest eiga undir högg að sækja hér á Norðurlandi vestra, í nýrri byggðaáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi á haust- þinginu." Sturla Böðvarsson útskýrði í ræðu sinni nánar hvaða hugmyndir væri um að ræða og sagðist telja nauðsynlegt að huga að gerð vaxtarsamnings sem næði yfir svæðið allt úr Skagafirði um Húnavatnsýsl- ur, Dali og Snæfellsnes á sama hátt og gerður hefur verið vaxtarsamningurfyrirVestfirði. Með slíkum inarkvissum að- gerðum gæti kjördæmið staðið saman innbyrðis og svæðin stutt hvert annað. Samgönguráðerra sagði að tn'ggðir hefðu verið fjármunir til að ljúka við næsta áfanga Þverárfjallsvegar en þriðji og síðasti áfangi hefur ekki verið tjármagnaður. Fram kom í máli margra sveitarstjórnarmanna að rík áhersla er lögð á að ljúka þessum framkvæmdum enda meiri umferð um veginn en reiknað haf’öi verið með. Lág birgðastaða veldurmikilli eftirspurn Bjóða álag og staðgreiða innlegg til 16. september „Það er mikil eftirspurn eftir nýju kjöti og hvert einasta kíló rifið út úr höndunum á okkur núna," segir Ágúst An- drésson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi KS, en sauðfjárslátrun hjá afurðastöðini hófst af fullum krafti í þessari viku. Ágúst segir að í þessari viku sé afurðastöðin að greiða 14% álag ofan á auglýst verð, í næstu viku 10% álag og í þriðju viku héðan í frá 6% álag. Þrátt fyrir þetta hefur slátrun ekki komist á fullan skrið vegna þess að húsið fær ekki nægilega mörg lömb til slátrunar. Til að bregðast við þessu hefur verið ákveðið að staðgreiða innleggið, þ.e.a.s. greiða bændum fyrir innlegg vikunnar á hverjum föstudegi til 16. september. Ágúst segir að málið snúist ekki um samkeppni milli afurðastöðva um lömbin hel- dur miklu frekar að fá þau slá- turlömb sem þeim hefur verið lofað fyrr inn til slátrunar. Hann segir afurðastöðina hafa alla burði til að ná fullum afköstum eins og staðan sé í dag hafi einungis verið lofað til sláturnar í næstu viku 1000 lömbum en á fullum afkös- tum fara 2600 lömb á dag í gegnum sláturhúsið. Helstu skýringar þess að fé hefur ekki fengist til slátrunar eru að göngur eru ekki hafnar og fé er enn á fjalli. Þá hafa bændur einnig séð sér hag í því að þyngja dilka með því að beita á góðan liaga fram eftir hausti. Fyrstu réttir haustsins um helgina_ Húnvetningar ríða w M ■ M ® a vaðið Fyrstu réttir á þessu hausti verða í Húna- vatssýslum um helgina. Eitt stærsta fjársafn lands- ins kemur saman þegar réttað verður í Auðkúlu- rétt í Svínavatnshreppi laug- ardaginn 3. september en nú standa yfir fyrstu göng- ur á Eyvindastaðaheiði og Auðkúluheiði. Þá verður einnig rétt- að í Stafnsrétt í Svartárdal á sunnudag svo og í Mið- fjarðarrétt og Hrútatungu- rétt. í Miðfjarðarrétt verða stóðréttir á laugardagsmorg- uninn en um kvöldið verður slegið upp réttarballi á Laugarbakka. Helgina eftir verður síðan réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal, Víðidalsrétt og Valarásrétt í Fitjárdal. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTenyil! ehp— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun jnrri Æ ÍjljLjBT bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauöárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.