Feykir


Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 8
V"IDEQLtftBK SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐARKROKl SIMM53 6622 Fiskistofa úthlutar aflaheimildum úthlutað fyrir nýtt fiskveiðiár 16300 tonn í Húnavatns- sýslur og Skagafjörð Aflamark sem úthlutað er til útgerða í Skagafirði og Húnavatnssýslu á næsta fiskveiðiári nemur um 16.300 þorskígildistonnum. Séu aflaheimildir flokkaðar eftir heimahöfnum er Sauðárkrókur með mestar veiðiheimildir eða tæplega 8.700 þorskígildistonn. Skagaströnd fylgir fast á eftir Sauðárkróki með um 7.100 þorskígildistonn og samanlagt eru þessir Iveir staðir með langmestar veiðiheimildir á svæðinu. Blöndós er með 135 þorskígildistonn, Hvamms- tangi með um 40, Hofsós með tæplega 154 þorskígildstonn og Haganesvík með um 134 þorskígildistonn. Rúm 4 þúsund þorskígild- istonn eru skráð á Siglufirði en tæplega 10 þúsund þorsk- ígildistonn á Ólafsfirði. Þetta gefur þó ekld raunverulega rétta mynd þar sem siglfisrka fyrirtækið Þormóður Rammi hf. fer með stærstan eignarhluta af þeim aflaheimildum sem úthlutað var til Ólafsfjarðar. Uppistaðan í aflaheimildum í Skagafirði og Húnavatns- sýslum eru heimildir sem úthlutað er á togara FISK Seafood. Nyir hljomdiskar i vmnslu_ Heimir og Óskar með nýjar plötur Karlakórinn Heimir send- ir frá sér nýjan hljómdisk í byrjun vetrar. Diskurinn sem ber heitið "Heir himnasmiður" og inni- heldur 14 klassíks lög. Einsöngvarar á plötunni eru Helga Rós Indriðadótt- ir, Margrét Stefánsdóttir og Álftagerðisbræðurnir, Sigfús, Pétur og Óskar Péturssynir. Það er Karlakórinn sem gefur út diskinn líkt og verið hefur með undafana diska. Að sögn Stefáns R. Gísla- sonar er megnið af lögunum tekin upp í Digraneskirkju í Kópavogi. Undirleikur er fjölbreyttur, strengir, orgel, þverflauta og píanó. Nafn disksins er dregið af sálmi Kolbeins Tumasonar, sem sat á Víðimýri á Sturlungaöld. Þá hefur samkvæmt heim- Blóðbíllinn á ferð um Norðurland vestra Margir gáfu blóð Yfir 60 manns komu og gáfu blóð í gær en söfn- unarbíll á vegum Blóð- bankans var við Skag- firðingabúð í gær. Bíllinn verður við Skag- firðingabúð til hádegis í dag en heldur þaðan til Blönduóss þar sem tekið verður á móti bljóðgjöfum eftir hádegið. Blóðgjöfum er bent á að sýna persónuskilríki þegar þeir koma að gefa blóð. « 455 5300 KB grei&sluþjónusta KB BANKI -krafturtil þínl ildum Feykis verið unn- ið undanfarið að gerð nýs hljómdisks með Öskari Pét- urssyni en það er Skífan sem gefur út. Blönduós______________ Tvö tilboð í skólamál- tíðir Tvö tilboð bárust í skólamáltíðir í Grunn- skólanum á Blönduósi og voru þau opnuð 24. ágúst sl. á fundi bæj- arstjóra, skólastjóra og formanns fræðslu-, íþrótta- og tómstunda- nefndar. Annað tilboðið var frá Guðna Kristmundssyni, mat- reiðslumeistara og hljóðaði það upp á 450 krónur á máltíð miðað við allt að 100 máltíðir að meðaltali á dag. Hitt tilboðið var frá veitinga- húsinu Við Árbakkann og hljóðaði upp á 620 krónur á máltíð en að auki var boðið upp á þann kost að ef boðið yrði upp á skólamáltíð í hús- næði Árbakkans þá myndi það kosta 570 á mann. Bæjarráð hafnaði báðum tilboðunum en samþykkti samt sem áður að fela bæjar- stjóra að ganga til samninga við eigendur Árbakkans með tilliti til lægri kostnaðar og á grundvelli þess að snætt verði í húsnæði Árbakkans.. Heimild: Húnahornið Vonandi verðurmeira gaman hjá Simma á löstudaginn enþegar þessi mynd var tekin. Frítt á mikilvægasta leik Tindastóls í sumar Allir á völlinn! Tindastóll spilar síðasta heimaleik sinn í 2. deild þetta sumarið nú á föstudaginn. Þá kemur Afturelding í heimsókn á Krókinn en bæði lið þurfa nauðsynlega að sigra til að forðast fall í 3. deild. Stuðningsmenn Tinda- stóls eru orðnir ansi spenntir og hyggjast gera nánast allt til að hjálpa sínum mönnum við að tolla í deildinni. Stefnt er að því að fylla stúkuna á Sauðárkróksvelli af stuðningsfólki Stólanna en það hefur aldrei tekist - nema kannski á setningar- athöfn Landsmótsins í fvrra. Til að auka líkurnar á að það takist verður fritt á völlinn og ýmislegt húllumhæ í gangi. Þannig fá allir vallargestir ókeypis happdrættismiða og einn heppinn fær ókeypis há- degisverðarhlaðborð á Kaffi Krók fyrir tvo. Síðan er bara að muna eftir góða skapinu og rétt er að hafa raddböndin á sér því á spennandi fótboltaleik þarf oft nauðsynlega að notast við þau. Rétt er að áminna að leik- urinn hefst kl. 18. Sameining sveitarfélaga Samskiptatorg opnað Félagsmálaráðuneytið hefur opnað á heimasíðu sinni sérstakt samskipta- torg þar sem hægt er að tjá sig um málefni ráðuneytisins. RáðuneyTið het'ur sent frá sér tilkynningu þar sem fó!k er hvatt sérstaklega til þess að segja hug sinn varðandi sanr- einingu sveitarfélaga. Róbert Ragnarsson, verk- efnisstjóri á Skrifstofu sveit- arstjórnarmála í ráðuneytinu segir að lögð sé sérstök áhersla á umræðu um sameiningar- málin. Róbert segir að bæði séu íbúarsveitarfélagasem kjó- sa eiga um sameiningu hvattir til nýta sér veftorgið en þar er hægt er að tjá sig undir nafn- levrod ai.'.k þess ré hvatt til að leita viðhorfa hins almenna íbúa til þeirra sameiningartill- agna sem kosið verður um. Vef ráðuneytisins má finna undir www.stjomarrad.is. 545 4100 RAFVERKTAKAR www.bustadur.is - sérverslun með raftæki yy\ fRj rafsjá hí BUSTAðU R FASTEIGNASALA A LAMDSDVGGDINNI ^7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.