Feykir


Feykir - 28.09.2005, Qupperneq 2

Feykir - 28.09.2005, Qupperneq 2
2 Feykir 36/2005 Bæjarstjórn Blönduósbæjar Mótmæla ákvörðun Símans Bæjarstjórn Blönduós- bæjar hefur sent frá sér bókun þar sem harðlega er mótmælt þeirri ákvörðun nýrra eigenda Símans að leggja niður starfsstöðina á Blöndu- ósi. Segir meðal annars í bókun bæjarstjórnar: „Það hefur sýnt sig að næg verkefni eru fýrir hendi á svæðinu í fjar- skiptamálum og lýsir bæjar- stjórn yfir áhyggjum með að þjónustustig Símans á svæð- inu versni og uppfylli ekki þær Leiðari kröfur sem nútímasamfélag gerir. Bæjarstjórn skorar því hér með á stjórnendur Símans að ákvörðunin um Iokun starfsstöðvarinnar verði endurskoðuð. Jafnframt vil bæjarstjórn benda á að einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur komið hvað verst niður á störfum á landsbyggðinni og krefur stjórnvöld um tafarlausar aðgerðir í atvinnumálum á svæðinu í samvinnu við heimamenn." Tölvupóstur Einhverntíma sagði mér tölvufróður maður að allur minn netpóstur vœri geymdur á góðum stað í kerfinu. Þessu trúði ég auðvitað máltulega enda maðurinn ekki þekktur fyrir að gera lítið úrþekkingu sinni á þessu sviði. En mi renna á migtvœrgrímur. Fyrst Fréttablaðið komstyfir rafpóst jómínu Ben, Styrmis og Jóns Steinars, því skyldu ekki einhverjir óprúttnir aðilar eiga minn póst vistaðan á góðum stað. Þetta er dálítið ónotalegt. Ég man ekki nema brot afþeim netbréfum sem éghefsenten þarmá sjálfsagt fuma viðkvæmar persónuupplýsingar og dœmi um að ég hafði liaft afskipti af málum sem mig varðar í raun ekkert um. Ég man í fljótu bragði eftir að hafa hvatt aðila til - og aðstoðað við - að senda inn umsóknir í Framleiðnisjóð og Bjargráðasjóð svo eitthvað sé nefnt og einu sinni skrifaði ég afmœlisrœðu fyrir þriðja aðila. En viðkvœmasti rafpóstur sem égman eftirhérog nú er minningargrein sem ég lét tilleiðast að skrifajjrir vinkonu mína. Minningargreinin var um ömmu hennar, sem éghafði aldrei hitt og þekkti ekki neitt. Égfékk reyndar áður upplýsingar um komma. Mér líður vissulega ögn skár eftir að hafa tekið afskarið og játað þetta. En svona til öryggis. Þið sem hafið fengið frá mér tölvupóst með viðkvœmum persónuupplýsingum. Vinsamlegast eyðið bœði fimgraförum mínum ogFeykis áður en það verður of scint. Meðfyrirfram þökk, Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Úlgefandi: Feykirhf Skrifslofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritsljóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasötuverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Eins og sjá má er billinn erilla farinn. Hálka í Skagafirði um helgina Beint í ruslið! Bíll í eigu Suðurleiða ehf. á Sleitustöðum í Skagafirði hafnaði utan vegar í hálkunni í gær. Óhappið átti sér stað skammt frá afleggjaranum að Geldingarholti á veginum um Langholtið. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn er talinn ónýtur. Óhappið varð fyrir hádegi á laugardag í krapa og hálku. Billinn snérist og hafnaði á ruslagámi er stendur við veginn ogýtti honum nokkuð á undan sér áður en hann stöðvaðist. Samstarf_____________ Hólaskóli og Textflsetrið Textílsetur íslands og Háskólinn á Hólum stefna að samstarfi um eflingu rannsókna, menntunar og almennrarfræðslu um íslenskan textílarf. Þetta verður gert með heimsóknum og námsdvöl nemenda Hólaskóla við Textílsetur íslands á Blöndu- ósi, með þátttöku Hólaskóla í rannsóknaverkefnum, menningarviðburðum og fræðslustarfi við Textílsetur íslands og með aðgengi starfsfólks Hólaskóla að þeirri starfsaðstöðu er Textílsetur íslands býður uppá. Þetta kemur fram á heimasíðu Hólaskóla. Fljótin_________________________ Alger ótíð síðustu daga Eins og flestum er kunnnugt fór að snjóa í héraðinu í síðustu viku. í Fljótum gerði grátt á fimmtudag og eftir það snjóaði með nokkrum hléum allt til sunnudags- kvölds. Þetta áhlaup hafði marg- vísleg vandræði í för með sér. Taka varð á hús sláturlömb á nokkrum bæjurn en í sumum tilfellum var fé og nautgripum gefið út í gjafagrindur. Eitthvað hefur drepist af lömbunr í vatnsveðrinu sem fýlgdi í kjöl- far snjókomunnar en þá var jafnffamt mjög hvasst þannig að fé leitaði skjóls í skurðum sem mikið vatn og krapi stóð í. Ljóst er að grænfóður og kál sem nota átti til bötunar á lömbum ódrýgist verulega. Einnig er vafasamt að þar sem slík beit var fyrir hendi og ætluð mjólkurkúm muni nýtast íhaustþvíjörðinervíða nánast sósa eftir alla úrkomuna. í þessurn ótíðarkafla geta þó þrír kornbændur í sveitinni huggaðsig við að þeir náðu uppskeru sumarsins með því að slá stanslaust í heilan sólarhring rétt áður en byrjaði að snjóa. Eldri menn telja að fara verði langt aftur til að finna jafn óhagstæða haustveðráttu, nefna í því sambandi árið 1963 þegar snjóaði verulega nrikið um svipað leiti og nú, þá var haustið 1979 einnig rnjög Ieiðinlegt. ÖÞ: Takið þátt í könnun! Ágætu Skagfirðingar Sendir hafa verið út spurningalistar til allra bænda í Skagafirði. Könnun er hluti af BIRRA verkefninu svokallaða (Broadband in Rural and Remote Area), sem er samstarfsverkefni þjóða á norðurslóð. Markmiðið með því er að kanna hversu mikið bændur og smærri fyrirtæki í dreifbýli nota netið og tölvupóst og hvort íbúar telji að auka megi fjarvinnslu með háhraðatengingum. Þá er jafn- framt markmið að núðla upplýsingum um nýjustu tæknilausnir á sviði gagnaflutninga. Innlendir þátt- takendur eru Byggðastofnun, Póst- og fjarskipta- stofnun, Síminn, Sveitarfélagið Skagafjörður, Isa- fjarðarbær, Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðárkróki og Gallup. Auk íslendinga taka aðilar frá Skot- landi, Svíþjóð og Finnlandi þátt í verkefninu. Könnun sem þessi er mikilvægt framlag í stjórn- málaumræðuna og stefnumótun um áframhald- andi uppbyggingu fjarskiptanets í dreifbýli. Fólk er vinsamlegast beðið um að svara könnuninni sem fyrst og mikilvægt er að sem flestir bregðist vel við og taki þátt. Byggðastofnun Upplýsingatækni í dreifbýli

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.