Feykir


Feykir - 28.09.2005, Síða 3

Feykir - 28.09.2005, Síða 3
36/2005 Feykir 3 Áskell Heiðar Ásgeirsson skrifar Stefnumótun í þjónustu við ferðamenn í Skagafirði Ferðaþjónusta er sívaxandi atvinnugrein í heiminum og á skömmum tíma hefur hún skotist upp á milli "hefðbundinna" atvinnugreina hérlendis og skipað sér sess sem mikilvægur þáttur í íslensku hagkerfi. Víða á landsbyggðinni hefur hún þó átt erfitt uppdráttar þar sem "háönnin" er stutt, rékstrareiningar litlar og fjármögnun erfið. Nákvæni úttekt á efnahagslegum áhrif- urn af þjónustu við ferðamenn í Skaga- firði er ekki til en þó er ljóst að þjónusta við þá ferðamenn sem sækja fjörðinn heim skiptir máli í rekstri bensínstöðva, verslana, safna og veitingahúsa, auk afþrey- ingarfyrirtækja og gististaða sem byggja sína afkomu á komu ferðamanna. Eins er ljóst að sóknarfæri felast í því að auka straum ferðamanna til svæðisins og nýta þannig betur þá þjónustu sem hér í boði og skapa tækifæri fyrir aukna þjónustu. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur nú þegar miklu fjármagni til ferðaþjónustutengdrar starf- serni s.s. í rekstur Upplýsing- armiðstöðvar í Varmahlíð og Markaðsskrifstofu Norður- lands, auk þess að verja verulegum upphæðum í auglýsingar á Skagafirði sem áfangastað. Það er mjög mikilvægt að þessuin fjár- munum sé varið í samræmi við ákveðna stefnu sem byggja þarf upp í samráði við áðurnefnda þjónustuaðila. Með þetta að leiðarljósi ákvað Sveitarfélagið Skagafjörður að setja fjármagn í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði sem hófst sl. vor og áætlað er að ljúki í byrjun næsta árs. í stefnumótunarferlinu er gert ráð fýrir að þeir aðilar sem þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti ásamt áhugafólki um ferðaþjónustu og fulltrúar sveitarfélagsins korni sarnan til að skiptast á skoðunum. Stefnt er að því að út úr því komi leiðarvísir til næstu ára, bæði fýrir áðurnefnda þjónustuaðila svo og tillaga að stefnu sveit- arfélagsins í þessum málaflokki til næstu ára. Umsjón með stefnumótuninni er í höndum fagfólks hjá ferðamáladeild Hólaskóla. Markmið sveitarfélagsins með þessu starfi er tvíþætt, annars vegar að fjölga hér ferðamönnum og auka þannig tekjur þjónustuaðila og sveitarfélagsins og hins vegar að efla enn frekar ímynd Skagafjarðar sem svæðis sem spennandi er að heimsækja og einnig er spennandi búsetukostur. Næstu skref í stefnumót- unni eru svonefndar málstofur þar sem lykilaðilar í íslenskri ferðaþjónustu, sem og erlendir gestir munu sækja Skagafjörð heim til að ræða ferðaþjónustu frá mismunandi sjónarhorn- um. Meðal þessara gesta eru Ársæll Harðarson, forstöðu- rnaður markaðssviðs Ferða- málaráðs, Rögnvaldur Guð- mundsson.ferðamálaráðgjafi, Audun Pettersen, ferðamála- ráðgjafi frá Noregi, Helgi Gestsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs íslands og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur- borgar. Þjónusta við ferðamenn og fjölgun ferðamanna er ekki einkamál fárra aðila, því vil ég að hvetja alla sem reka þjónustu sem hagnast getur af komu ferðamanna hingað svo ogáhugafólkumferðaþjónustu til að fjölmenna í þessar málstofur sem haldnar verða á Hólum (nánar á www.holar. is. Eins hvet ég sömu aðila til að fýlgjast vel með auglýsingum um næstu fundi í stefnumótunarferlinu sent auglýstir verða fljótlega. Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs hjá Sveitarfélaginu Skagafirði gomsæ ^ hjá/Jóní/Vcuv Lambakjöt er tilvalið tif upp- skriftagjafar þessa dagana því nú er hægt að fá bæði ferskt og frosið kjöt. Við byrjum á afskaplega góðum rétti úr lambaskönkum sem er ódýr en góður matur. Lambaskankar með soðsósu og kjúklinga ba unasalsa 4 stk. lambaskankar (snyrtir) 2 stk. gulrætur (skrældar) 2 stk. laukur (skrældir) 2 stk. blaðlaukur (hreinsaður) sellerírót (ca. 200g skræld) I stk. hvítlaukur (skrældur) I tsk. rósmarín 1 tsk. timian 3 stk. lórviðarlauf 1/2 stk. sítróna (safi) 2 msk. hunang Við fáurn okkur stóran pott og hitum hann og meðan hann hitnar skerum við grænmetið í grófa bita, síðan fáum við okkur góða olívuolíu og brúnum kjötið í pottinum vel á öllum köntum og bætið grænmetinu útí og brúnið það einnig. Að síðustu setur maður hunang og sítrónusafa ásamt kryddjurtum í pottinn og síðan hellurn við köldu vatni yfir þar til flýtur yfir. Kjötið er soðið við vægan hita í ca. eina og hálfa klukkustund. Soðsósa 20g laukur (saxaður) 20g sveppir (saxaður) 20g sellerí (saxaður) 2msk. saxaðar ferskar kryddjurtir - má innihalda basil, rósmarin, koriander og steinselju 250ml rauðvín Grænmetið er svissað í potti þar til það er mjúkt, hellið rauðvín- inu yfir og sjóðið þar til borðið í pottinum hefúr lækkað unt helming. Þá er kn'ddjurtunum bætt útí ásamt 500ml af soðinu af lambakjötinu. Smakkað til með salti og pipar og þykkt með maizina-mjöli eftir smekk. Kjúklingabaunasalsa 200g kjúklingabaunir 2 msk olivuolía 2 stórir tómatar (fræin tekin úr og tómatarnir grófsaxaðir) Istk laukur (saxaðir) 2stk hvítlauksrif(söxuð) I stór gulrót (söxuð) I sellerístilkur (saxaður) 1/2 tsk timian 600ml lambasoð 2 tsk lárviðarlauf 10 stk basillauf (fersk) 50g capers Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nótt. Grænmetið saxað, pottur settur yfir til hitunar og olívuolían sett í pottinn og grænmetið brúnað í því. Þá er baununum bætt útí ásamt kryddjurtum og tómötum og soðinu hellt yfir. Pottinum er lokað nteð þéttu loki og látið sjóða rólega þar til baunirnar eru orðnar rneirar. Söxuðunt basillaufum og capers er bætt útí réttinn áður en hann er borinn fram. Lambaskankarnir berist frarn með salsanu og sósunni en einnig er gott að hafa kartöflur og salat eftir sntekk hvers og eins. Verði ykkur að góðu! Kveðja, Jón Daníel molar Hjólabrautá leikskóla- lóðina á Blönduósi Það stendur rnikið til á lóð Leikskólans Barnabæjar á Blönduósi. Þar hafa verið stórvirk tæki á ferðinni og grafið upp og fyllt í aftur enda stendur til að leggja þar hjólabraut mikla. Hjólabrautin mun verða hellulögð og hefur verið jarðvegsskipt þar sem hún verður lögð. Þessa stundina er ekki hægt að gera mikið þar sem snjóað hefur talsvert síðan hellurnar komu á staðinn en það fer væntanlega að hlána í næstu viku þannig að hjólabrautin verður vonandi vígð með viðhöfn mjög fljótlega. Danskir nemendur heimsækja Árskóla Laugardaginn 24. september komu 26 danskir nemendur ásamt kennurum frá Hastrup- skole í Koge í heimsókn. Síðastliðin 8 ár hefur Árskóli verið í samstarfi við Hastrupskole í Koge, sem er vinabær Sauðárkróks í Danmörku. Hafa nemendur í 10. bekk Árskóla tekið á móti dönsku nemendunum að hausti og heimsótt þá að vori. Þessu samstarfi var upphaflega komið á til að efla dönskuáhuga nemenda okkar. Þessi samskipti hafa einnig haft jákvæð áhrif á félagsstörf 10. bekkinga þar sem þau vinna hörðum höndum að fjáröflun og undirbúningi heimsóknanna. málstofa Ferðaþjónusta: stefnumótun og samstarf í tengslum við vinnu að stefnumótun ferðaþjónustu í Skagafirði hefur Ferðamála- deild Hólaskóla ákveðið að bjóða ferðaþjónustuaðilum og öðrum íbúum Skagatjarðar sem áhuga hafa á ferðaþjónustu til opinnar málstofu haustið 2005. Málstofan ber yfirskriftina Ferðaþjónusta: stefnumótun og samstarf og henni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu sem Skagfirðingar eiga nú varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu í héraðinu. Þann 10. október næstkomandi mun Ársæll Harðarsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Islands halda fyrirlestur og fjallar hann um þýðingu landsbyggðarinnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sjá nánar á www.holar.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.