Feykir


Feykir - 28.09.2005, Page 4

Feykir - 28.09.2005, Page 4
4 Feykir 36/2005 Laufskálarétt í Skagafirði Veðrið setti svip á stemningu í réttinni Hin gríðarvinsæla Laufskálarétt í Hjaltadal var á laugardaginn. Þangað er rekið stóð sem gengið hefur í afréttinni Kolbeinsdal í sumar og er eign bænda í Hjaltadal og Viðvíkursveit. Laufskálarétt hefur um árabil verið ein fjölsóttasta stóðrétt landsins og ekki hefur það spill fyrir að síðustu ár hefur verið boðið uppá sölusýningu í reiðhöllinni; húsfyllir að þessu sinni. Nú voru veðurguðirnir óhagstæðir heimamönnum og þeim sem sóttu þá heim af þessu tilefni. Nóttina fyrir smalamennskuna snjóaði í Skagafirði með tilheyrandi hálku og á meðan réttarstörf stóðu yfir gekk á nteð snjóéljum. Þetta hefur eflaust átt þátt í að talsvert færra fólk sótti réttina nú en undanfarin ár og margir stöldruðu ffemur stutt við. Stemmingin þarna náði því aldrei þeim hæðum sem venja er. Það mun síðast hafa gerst árið 1968 að réttað Sauðárkróki daginn fyrir sl hafi verið í snjókomu á Laufskálunt. Að sögn Steinþórs Tryggva- sonar fjallskilastjóra komu um 450 fúllorðin hross til réttar að þessu sinni en ekki er vitað um fjölda folalda sem þeim fylgdi. Talsvert á annað hundrað manns tók þátt í að sækja hrossin og reka þau til réttar. Meirihluti þess hóps var aðkomufólk sem kemur norður víða af að landinu og jafnvel frá útlöndum til að taka þátt í hrossarekstrinum og réttarstörfum á eftir. ðréttina og þar var nánast Vegna veðurs voru ekki tekin hrossin úr beitarhólfinu í Ásgarði að þessu sinni. Veðrið aftraði þó ekki fólki að sækja stóðréttardansleik í reiðhöllinni Svaðastöðum á laugardagskvöldinu. Þarmættu urn 2.000 manns og héldu hljómsveitirnar Brimkló og Von uppi ffábærri stemmingu. Þar gekk allt vel vandræðalaust fyrirsig og var þetta besta ball sent haldið hefur verið í höllinni til þessa að sögn Hafsteins húsvarðarins þar. ÖÞ: Frá vinstri: Orri Hreinsa, Steingrímur á Laufhól, Svala Guðmundsdóttir, Auður Steingrímsdóttir og Guðmundur Sveinsson. u Einn vigalegur með kúrekahatt og dollarpipu. Myndir: Örn, Oli Arnar og Arni. Dóróthe Magnúsdóttir mætti úr fíeykjavik og var alsæl með ferðina enda keypti hún þetta skjótta merfolald af Halla og Eindísi i Enni. mynd ÖÞ: Þessar ungu stúlkur snéru sér undan norðangarranum. Finnur Ingólfsson forstjóri VIS er fastagestur i Laufskálarétt. Þessar ungu dömur fylgdust meðaf áhuga.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.