Feykir


Feykir - 28.09.2005, Side 5

Feykir - 28.09.2005, Side 5
36/2005 Feykir 5 Kórinn að hita upp fyrir tónleikana. Skagfirska söngsveitin Söng fyrir heiminn Fyrir skemmstu lá hið storglæsilega skemmtiferðaskip The World við bryggju í Reykjavík. Þaðan kom skipið frá Akureyri á ferð sinni umhverfis hnöttinn. Meðan skipið dvaldi syðra var íbúum þess boðið upp á kynningu á íslenskri menningu; myndlist, sönglist o.fl. Fulltrúi Islands á söng- sviðinu var Skagfirska söng- sveitin í Reykjavík. Söng kórinn fast að fullri dagskrá undir stjórn Björg\'ins Þ. Valdi- marssonar. Undirleikari var Dagný Björgvinsdóttir. Einsöng með kórnum söng hinn stórefnilegi tenór Stefán Helgi Stefánsson, langafabarn Stefáns Islandi. Hann hefur vakið mikla athygli undanfarið f)TÍr bjarta tenórrödd og skemmtilega sviðsframkomu. Auk þess að syngja einsöng með kórnum í nokkrum lögum, söng Stefán Helgi þrjú lög einn. Það yljaði okkur Skagfirðingunum um hjarta- ræturnar að eitt þessara laga var Lindin eftir félagana Pétur Stefánsson og Friðrik Hansen. Söngskrá kórsins var fjölbrey'tt að vanda. Sungin voru lög frá ýntsum löndum, gömul og ný. Eitt þessara laga er nýtt og stórglæsilegt lag eftir söngstjórann Björgvin Þ. Valdimarsson, við frábæran texta eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, þann þekkta Ijóðasmið. Stefán Helgi söng einsöng í því lagi við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Þá söng Stefán Helgi tvær stórskemmtilegar aríur, aðra við texta eftir Bjarna Stefán Konráðsson frá Frostastöðum. Lokalagið var svo hið þekkta lag Andrew Lloyd-Webber, Amigos para siempre, sem varð heimsþekkt eftir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992. Söngstjórinn útsetti lagið en Bjarni Stefán orti ljóðið. Tvísöng í laginu sungu þeir Stefán Helgi og Siglfirðingurinn Baldvin Júlíusson sem syngur bassa með kórnum. Að því loknu risu allir áheyrendur úr sætum og klöppuðu kórnum lof í lófa. I þakkarávarpi skemmtanastjóra skipsins að söng loknum, sagði hann að aldrei áður hefðu áheyrendur risið úr sætum eftir kórtónleika um borð í skipinu. Var ánægjulegt að heyra það og gefur kórnum byr undir báða vængi fyrir söngferð kórsins á Sæluviku á vori komanda. I tilefni af þessum tónleik- um orti Bjarni Stefán þessa vísu: Þá rná glösum kórinn klingja oghvergi verafeiminn, því núnafékk hann fyrst að syngja fyrirallan heimitm. HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Lausar stöður 70% starf í ræstikerfi, 6 og 7 klst vaktir, unnin er 3ja hv. helgi. Laust strax. Upplýsingar veitir Anna Gísladóttir ræstingastjóri í síma 455 4038. Umsóknarfrestur t.o.m 03.10.2005 Netfang: anna@hskrokur.is Sjúkraliðar: Lausar stöður á hjúkrunardeild, starfshlutfall samkomulag. Vakta- vinna. Laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri í síma 455 4011 Netfang: herdis@hskrokur.is Umsóknarfrestur t.o.m. 07.10.2005 Hægt er að sækja um störf á heimasíðu HS: www.hskrokur.is Sameiningarkosningar í Skagafirði Kynningarfundir vegna sameiningar- kosninga í Skagafirði verðá haldnir á eftirtöldum stöðum: Félagsheimilinu Höfðaborg laugardaginn 1. okt. kl: 14:00. í sal bóknámshúss FNV sunnudaginn 2. okt. kl: 14:00. Hótel Varmahlíð sunnudaginn 2. okt. kl: 20:00. Félagsheimilinu Héðinsminni mánudaginn 3. okt. kl: 20:00. Fulltrúar í samstarfsnefnd sveitarfélaganna munu halda framsöguerindi og sitja fyrir svörum. Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna fara fram þann 8. október og eru kjör- staðir opnir á eftirtöldum stöðum: • Bóknámshúsi FNV fyrir íbúa Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Seyluhrepps. kjörfundur hefst kl. 09:00. • Félagsheimilinu Árgarði fyrir íbúa fyrrum Lýtingsstaðahrepps. Kjörfundur hefst kl. 12:00. • Félagsheimilinu Héöinsminni fyrir íbúa Akrahrepps. Kjöríundur hefst kl. 12:00. • Grunnskólanum að Hólum fyrir íbúa fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps. Kjörfundur hefst kl. 12:00. • Grunnskólanum á Hofsósi fyrir íbúa fyrrum Hofshrepps. Kjörfundur hefst kl. 10:00. • Grunnskólanum á Sólgörðum fyrir íbúa fyrrum Fljótahrepps. Kjörfundur hefst kl. 12:00. • Félagsheimilinu Miðgarði fyrir íbúa fyrrum Staðar- og Seyluhrepps. Kjörfundur hefst kl. 10:00. • Félagsheimilinu Skagaseli fyrir íbúa fyrrum Skefilsstaðahrepps. Kjörfundur hefst kl. 12:00. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.