Feykir


Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 36/2005 Jón Bjarnason skrifar Einkavæddur Landssími sýnir íbúum á Blönduósi og Siglufirði klærnar Miðvikudaginn 21. sept, komu fulltruar nýrra eigenda Landssímans (Símans) til Blönduóss þar sem starfsmönnum þjónustustöðvarinnar var tilkynnt, að þeim væri sagt upp störfum og starfstöðinni lokað frá og með 1. nóv. n.k. Áfram var haldið til Siglufjarðar með sama boðskap, uppsögn og lokun. Nú er það arðsemiskrafan og gróðinn til nýrra eigenda, sem ræður för í rekstri fyrirtækisins en ekki skyldurnar við samfélagið. Einkavæðing almannaþjónustunnar bitnar ávalt harðast á landsbyggðinni. En það eru ekki aðeins störfin og nærþjónustan sem tapast heldur hverfur mikilvægur lilckkur í samþættu tækni- samfélagi, sem staðir eins og Blönduós og Sigluijörður eru mjög viðkvæmir fyrir. Hefur einkavæddur Sími engar staðbundnar skyldur við samfélagið? Á Blönduósi hefur um áratugi verið rekin þjónustu- stöð Landssímans, sem hefur sinnt allri símavinnu í Austur- Húnavatnssýslu og þjónustað símnotendur með nýlagningu og viðhaldi sírna og annars fjarskiptabúnaðar. Þá hafa starfsmennirnir einnig sinnt eftirliti með sendistöðvum útvarps og sjónvarps á svæðinu. Á Siglu- firði endurtók sagan sig en þar var tveim tæknimönnum sagt upp og starfstöðinni lokað. Er nú einangrun á Siglufirði og fábreytni starfa næg fyrir. Með lokun þessara stöðva verður atvinnulífið fáskrúðugra eftir. Starfsmenn með sérhæfða menntun á þessum stöðum hlaupa ekki svo glatt í önnur störf á sínu sviði. Nærþjónusta af þessu tagi skiptir gríðarlega miklu rnáli fýrir íbúana og atvinnulífið og styrkir samkeppnishæfni byggðarlagsins og fyrirtækj- aiina að ekki sé minnst á öryggið sem er af því að hafa þjónustuna nærri. Bilanir verða oft helst þegar síst skyldi. Hvar verður borið næst niður? Vinstri grænir börðust gegn einkavæðingu og sölu Landssímans Landsíminn hefur núverið einkavæddur og seldur. Mikill meirihluti þjóðarinnar var andvígur þessari sölu, vildi að þjóðin ætti Símann. Vinstri grænir vöruðu við sölunni. Síminn er grunnþjónusta sem á að vera að vera í opinberri eigu og styrk fyrirtækisins átti að nota til að byggja upp öflugt fjarskiptakerfi þar sem íbúar alls landsins sætu við sama borð óháð búsetu. Reynsla annarra þjóða af einkavæðingu tjarskipta þýðir lækkað þjón- ustustig í dreifbýli og hærra verð. Ekki var Síminn rekstr- arbaggi, hann skilaði mörgum miljörðum króna í arð til ríkisins árlega. Krefjumst þess að lokunin verði dregin til baka. Nú er Síminn seldur og mörgum finnst stoða lítið að mótmæla. Enn vantar rnikið á að fjarskiptasamband sé fullnægjandi víða um land, nær hefði verið að byrja á að efla þjónustuna. En er þetta skynsamlegt frá viðskiptasjónarmiði að byrja á að skera niður þjónustuna og vikja sér undan samfélags- ábyrgð í atvinnulífi staða eins og Blönduóss og Siglufjarðar. Ég dreg í efa að svo sé. Ég skora á sveitarstjórnir, íbúa og fýrirtæki í Austur- Húna- vatnssýslu og á Siglufirði að mótmæla þessari aðför að þjónustustofnun Símans á þessum stöðum og krefjast þess að sú ákvörðun verði dregin til baka og tæknistörfin tryggð áfram í heimabyggð. Jón Bjarnason, alþingismaður Eyjólfur Sveinsson skrifar um Lágheiðarveg Af gefnu tilefni um galla í Lágheiðarvegi Mér, starfsmanni Fjarðar ehf, með yfir 30 ára starfsreynslu, finnst leitt að liggja undir ámælum vegfarenda fyrir galla á þeim parti af Lágheið- arvegi sem við unnum í sumar. Þá verð ég að koma því á framfæri, að það er ekki starfsmönnum eða stjórnendum Fjarðar ehf. að kenna hvernig ástand vegarins er. Það er eins og kippt hafi verið í spottan af einhverjum æðri valdhöf- urn í vegamálum. Verkið var boðið út án hugsanlegra breytinga á verktíma og gekk það vel framanaf og var nokkuð á undan áætlun. Þegar líða tók á sumarið kornu til- mæli um að fra að spara, lækka veginn, setja ekki á hann hefðbundið burðar- lag, því næst að mega ekki rétta hann af, þ.e.a.s. laga öldur á yfirborði. Tel ég það því alfarið á ábyrgð Vegagerðarinnar hvernig ástand vegarins er. Síðan var sarnið við Fjörð efli. um að styrkja veginn upp á heiðina meira en útboðið sagði til um. Það er að segja rétta af beygjur og lækka dokkir en til þess að gera það sómasamlega þurfti að leggja nokkur ræsi en það fékkst ekki. Það þurfti að spara, til hvers veit ég ekki, fjárveitingin var næg. Kannski vegna fram- kvæmda í Héðinsfirði, sem voru ný hafnar og varð því minna úr framkvæmdum en til stóð í íýrstu. En eftir allt þetta sparnaðartal risu nokkrir áhugamenn sem vildu meiri framkvæmdir á Lágheiði og fór þar fremstur Kristinn H. Gunnarsson, sem er mikill réttsýnismaður og vill bættan veg á svæðinu, helst alveg að Ketiási í Fljótum. Varð úr að við gerðum heldur meira en sparsömustu yfirmenn Vegagerðarinnar vildu og sagt er að peningarnir verði ekki færðir burtu er af gengu. Eyjólfur Sveinsson Magnús H. Gíslason skrifar Úr handraðanum Einu sinni ætlaði lektor nokkur við Kennaraháskólann að gifta sig austur í Strandakirkju. Séra Tómas Guðmundsson í Hveragerði átti að gifta og tékk Einar Markússon til að spila við giftinguna. “Ég hef aldrei spilað við slíka athöfn,” sagði Einar. „Hvað á ég að spila?" „Þú getur spilað Björt niey og hrein og Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,” sagði prestur. „Og ég gerði það,” sagði Einar. Svo vildi til að ráðherra varð það eitt sinn á að skipa tvo dána menn í Áfengisvarnarnefnd upp í Stafholtstungum. Hreppstjórinn, Da\ið Þor- steinsson á Arnbjargarlæk, átti að skipa þann þriðja. Valdi hann einnig dáinn mann í nefhdina. Þegar ráðheiTa frétti um þessa skipun Davíðs varð hann ókvæða við og spurði hvað þetta tiltæki ætti að þýða? „Ég gerði ráð fýrir að þeir ættu hægara með að ná saman fúndi efþeir væru allirsömu meginn,” svaraði Davíð. Sigurbjörn Rögnvaldsdóttir var svarfdælsk kona, oft nefiid Begga gamla. Hún komst stundum sérkennilega að orði s\'o sem eftirgreind dærni s>hia. Eitt sinn var henni gefinn ósviðinn kindarhaus. Hún konr með hausinn að Hofi, þar sem húsfreyjan, Arnft-íður Sigurhjartardóttir, var að svíða. Er Begga kom í kallfæri hrópaði hún til Arnfríðar. ,Æ elsku Fríðan mín, taktu nú af mér hausinn og svíddu hann.” Stúlka í Gullbrignu eignaðist barn og komu tveir menn til greina sem feður. Annar þeirra var Dagbjartur, hálf- bróðir Beggu. Henni þótti mikilvægt að bróðir sinn gengist við barninu og fór að kanna málið. Er hún kom til baka og var spurð frétta svaraði hún. „Ég bar barnið undir hann Dabba og það passaði ekki.” ( j Heilbrigðisstofnunin 'ÚgfV ScuðáfkrÓki Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðikomur í október: Vika 41 Sigurður Albertsson skurðlæknir Vika 42 Haraldur Hauksson æðaskurðlæknir Vika 43 Anna M. Helgadóttir kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022 : • >■lit

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.