Feykir


Feykir - 28.09.2005, Síða 7

Feykir - 28.09.2005, Síða 7
36/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 414 Heilir og sælir lesendur góðir. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að lokavísa síðasta þáttar er eftir Einar Kolbeinsson. Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri á Akranesi yrkir svo, staddur á veitingahúsi. Ég er afar skrýtin skepna skemmti mér í heimi Ijóða. En lýkist stundum Leifi heppna og lendi á Vínlandinu góða. Ekki fer alltaf eins og menn vona eftir næstu vísu Inga að dæma. Ekki þáðir þú hjá tnér að þreyja í nœturhúmi. Þótt hlíðu mína ég hyði þér bœði í tíma og rútni. Þar sem nú er enn eitt norðanhríðaráhlaupið er þessi þáttur er í smíðum er við hæfi að rifja upp þessa vísu Inga. Ligg í híði - í leyni btð laus við kvíða og trega. Kveð ég níð í kuldatíð og kœtist gríðarlega. Ingi Steinar, sem einnig er liðtækur limrusmiður, veltir fyrir sér hinu íslenska fjármálaviti. Haitn Áslákur afglapaskratti dró önd upp úr botnlausum hatti. Sagði við Gunttu að salt’ana í tunnu ogstikjana helst uttdan skatti. Að lokum þessi ágæta limra Inga Steinars. Á kvöldin er konurnar attga fer karlana stundurn að langa Að horfa í svip á huggulegskip í höfninni á Grundartanga. I síðasta þætti var aðeins minnst á grínistan ísleif Gíslason. Þrátt fyrir að vísur hans væru misjafnar að gæðum, sem sumir töldu reyn- dar að skáldið léti þær svo viljandi frá sér fara, fór ekki á milli mála að hann orti mjög góðar vísur. Einni hringhendu man ég eftir nú sem ort er um mann í Skagafirði sem öðrum fyrr í þeirri sveit var svo heppinn að geta bruggað brúkle- gan landa. Sykurgrautinn sýður Itann sigur hlaut í landi. Allar þrautir yftrvatm Eiríkur brautryðjandi. Ef mig misminnir ekki, mun næsta vísa vera eftir Þorstein Er- lingsson. Holdsinsfjör og heimsins lyst hjá þér lengi vaki. En þegar þú hefur hana tnisst hamsana Drottinn taki. Eins og áður er sagt er nú illveður um Norðurland og útvarpið varar við snjó og hálku á öxnad- alsheiði og Stóra-Vatnsskarði. Við svipaðar aðstæður mun Egill Jónsson eitt sinn hafa átt erindi á bæjarskrifstofu Húsavíkur, og þá dottið þetta í hug. Nú er hálka, hvar umfold égfer, íjjörunni þó nógur sandur er. I einlœgni þœr bœnirfram ég ber að bœjarstjórnin detti á undan tttér. Hryllilegar fréttir berast nú utan úr hinum stóra heirni, þar sem fellibyljir valda gríðarlegum flóðum sem granda flestu af því sem fyrir verður. Eitt sinn er mikil vatnsflóð urðu á Skáni var sérstak- lega tekið fram í blöðum að engir íslendingar væru á flóðasvæðu- num. Urn þau tíðindi orti Bene- dikt Axelsson svo. Ég Iteld aðflóð ífjarlægum löndum ei Frónbúum stúti. Því þeir eru vanir aðfara áfjörur viðfljóðin þarna úti. Og við þyrftum heldur ekkert að óttast þótt aldrei þau sjatni. Þvt ef Frónbúinn druknaði yrði það alltaf í öðru en vatni. Einhverju sinni birtist í Morgun- blaðinu eftirfarandi fyrirsögn. Ólafur sakaður um undanslátt - Einar utn svik. Benedikt sá að þarna var á ferð ágætis vísubotn og var fljótur að bæta framanvið. Stjórnin Itefur alltaf átt erfttt um vik. Það mun hafa verið Theodóra Thoroddsen sem orti þessa. Gleðisjóinn geyst ég fer þó gutli sorg und kíli. Vonitta læt ég Ijúga að ntér og lift á henni í bili. Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum er eins og margir vita snjall hagyrðingur. Benjamín faðir hans var ekki síðri við rímið. Eftir hann mun vera þessi vísa. Áður þjóðin þjáða hljóð þráði óð utn hetjudáð. Kváðu fróðir kjarnyrt Ijóð kljáðu góðatt söguþráð. Hinn kunni hagyrðingur Þor- móður Pálsson frá Njálfsstöðum mun hafa ort þessa. Auðna breytist orkaþver árin þeyta tímans hjóli. Htigur þreytist, ævin er orðin leitað hvíld ogskjóli. Gaman væri að fá frá lesendum fleiri vísur eftir Þormóð, eða eit- thvað annað efni fyrir þáttinn, þá kannski helst sem tengist þeim hausttíma sem nú ríkir. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttír Þórarinn Eymundsson varð hestaíþróttamaður Skagafjarðar i opnum flokki. Uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna Þórarinn Um 700 manns sótti Uppskeruhátíð skag- firskra hestamanna síðastliðið föstudags- kvöld og var verulega kátt í reiðhöllinni og létu menn það ekkert slá sig út af laginu þótt veðrið væri kuldalegt. Útnefndir voru hesta- íþróttamenn Skagafjarðar 2005. í barnaflokki hlaut titilinn Pétur ÖIi Þórólfsson á Hjaltastöðum, í unglinga- flokki Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri II, í ung- mennaflokfd Heiðrún Ósk Eymundsdóttir í Saurbæ og í opnum flokki Þórarinn Eymundsson, reiðkennari á Hólum. Hæst dæmda kynbóta- hross ársins í Skagafirði var Tindur frá Varmalæk í eigu þeirra Björns og Magneu á Varmalæk og ræktunarbú ársins var Miðsitjuhestar ehf, annað árið í röð, en það Jóhann Skúla hlaut viðurkenningu. númer 1 eru þau Sólveig Stefánsdóttir og Jóhann Þorsteinsson sem standa fyrir því búi. Það hefur skapast sú hefð að heiðra þá skagfirsku ræktendur sem ræktað hafa hross er ná tiltili á Heimsmeistaramóti og það sama á við um skagfirska keppnismenn. í þetta sinn var þeim Ásdísi og Einari á Syðra-Skörðugili veitt viðurkenning fyrir stóð- hestinn Prins frá Syðra- Skörðugili, en Sigurður Straumfjörð Pálsson varð heimsmeistari ungmenna í lOOnt flugskeiði á Prinsi s.l. sumar. Jóhanni R. Skúlasyni, Sauðkrækingi og Skagfirð- ingi, var einnig veitt viður- kenning fyrir einstakan árangur, en hann varð í þriðja sinn heimsmeistari í tölti s.l. suntar eins og alþjóð veit. Sjá nánar á www.horse.is Miðsitjuhestar voru ræktunarbú ársins. Knattspyrna__________ Gísli og Bjarki í liði ársins í 2. deildinni í síðustu viku var val á liði ársins í 1. og 2. de- ild karla í knattspyrnu opinberað á skem- mtistaðnum Broadway í Reykjavík. Það var fótboltafrétta- síðan fótbolti.net sem stóð fyrir kjörinu og voru tveir leikmenn Tindastóls í liði 2. deildar, markmaðurinn Gísli Eyland Sveinsson og varnarjaxlinn Bjarki Már Árnason. Valið fór þannig fram að fyriliðar og þjálfarar allra liða í deildinni völdu lið þeirra ellefu leikmanna sem þeim fannst hafa staðið sig best í sumarfekki mátti vel- ja leikmann úr eigin liði). Einnig var þjálfari ársins valinn ásamt efnilegasta leikmanni og þeim besta. Þess má geta að Rúnar Már Sigurjónsson (15 ára) sem lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls í sumar fékk atkvæði í vali á efnilegasta leikmanni de- ildarinnar. Þá fékk Serbinn, Ilic Mladen, sem einnig lék með Stólunum í surnar at- kvæði sem sóknarmaður í lið ársins. www. skagafjordur. com/tindastoll Körfuboltinn_________ Kanamál Stólanna Þessa dagana er verið að vinna í leikman- namálum körfuknatt- leiksliða Tindastóls. Stefnt er að fá sitthvorn leikmanninn fyrir meist- araflokk karla og kvenna, jafnframt sem erlenda stúlkan mun þjálfa meist- araflokk kvenna. Vonandi skýrast þessi mál á allra næstu dögum þar sem óð- fluga styttist í mót. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Flóamarkaður Flóamarkaðurinn verður fyrstu helgina i nóvember. Nánarsiðar. Kvenfélag Sauðárkróks. Tapað - fundið Bíllykill afSubaru tapaðist á Sauðárkróki eða Varmahlíð! Vinsamlega látið mig vita efþið finniðhann isíma8612528 Til sölu Suzuki Grand Vitara árgerð 1998 tilsölu. Liturgrásans, ekinn 115 þúsundkm. Mjög velmeð farinn. Upplýsingar í síma 899 4016. Jón Grétar. Hjól í óskilum Hvitt og blátt kvennmannsreiðhjól tapaðist við Hásæti 5 á Sauðárkróki (Dvalarheimili aldraðra). Finnandi hafi samband við Tamöru.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.