Feykir


Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 46/2005 KitchenAid Artisan 150 hræriuél (hvít) + hakkavél og KitchenAid matreiðslubnkin á hreint frábæru tilboðsverði: 34.900 Hakkavélin fylgja frítt mcð! X/andaða KITCH fylgir frftt mefl!! - Á íslensku - 150 alþjóðl. uppskriftir - Myndskreytt - Með upplýsingum um notkun á KitchenAid hrærivéium og öilum fylgihlutum ■ Einnig fylgir BO blaðsíðna leiðbeinmgahandbok á íslensku ■ Fjöldi aukahluta fáanlegir, s.s.: þeytari, kornkvörn, grænmetisrifjárn, pastagerðartaeki, ávaxtapressa, pylsu- og kransakökugeroarsett, berjapressa og dósaopnari. ■ 9 litir fáanlegir Fullt verð: kr. 47.015 stgr. Þú sparar 11.116 kr ! Fæst einnig sér á 3.790 kr. UPPLÖpÐ JÓLAGJOF! Slcaq finöincta faúð^ Ferðafélags Skagfirðinga fyrir árið 2004 verður haldinn í Sveinsbúð, húsi björgunarsveitarinnar, sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 13.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórnin Kynlegt ævintýrí úr kirkjunni á Ríp Ótrúleg saga af altaristöflu Altaristafla Kjarvals, þar sem hún hangir upp I anddyrinu á Gljúfrasteini. Með aðstoð miðils þurfti fannst talan i Danmörku, þar sem hún var i áratugi og týnd og i reiðileysi. Altaristafla á forstofu- veggnum í Húsi skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal á sér merkari sögur en margar slíkar. Sagan þessi á upphaf sitt í Skagafirði þegar kirkjan að Ríp var vígð á þriðja áratug síðustu aldar. Konur í Hegranesi tóku sig þá saman og söfnuðu fyrir altaristöflu sem Jóhannes S. Kjarval var fengin til að mála. Um þjóðskáld litanna, sent Kjarval Uímælalaust var, hafa rnargar sögur orðið til rétt eins og verk hans. Persónuleiki hans og verk leiddu eintáldlega til slíks. En sagan sent hér á eftir fer er dagsönn og verður aðeins höfð hér yfir í stuttu máli. Sögufölsun send í viðgerð Skemmst er frá því að segja að við vígslu Rípurkirkju þótti hempuklæddum prestum Skagafjarðar altaristafla Kjarvals sem var m\nd af skírninni ótæk sögufölsun. Hún sýndi í öllu falli ekki þann aldursmun Jóhannesi og Jesús Kristi sem raunin hefði verið. Vígð tafan var því tekin niður og var í reiðileysi næstu áratugi. Eftir stríð komst hún í eigu ÖlafsSigurðssonaráHellulandi í Hegranesi sem um eða eftir 1950 eftirlét Skúla Guðjónssyni prófessor í Danmörku að fara utan með töfluna til viðgerðar. Skúli lést árið 1955 og eftir það vissi enginn hvar taflan væri niður kominn, þrátt fyrir ítarlega eftirgrenslan. Nokkrum árum eftir andlát Skúla töluðu þeir Ólafúr á Hellulandi saman með aðstoð miðis - og þá skýrði sá fýrrnefndi skilmerkilega fi'á því að taflan væri í ruslakompu í kjallara danska ríkislista- safnsins. hað stóð heirna. GunnarBjörnssonstarfsmaður í sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn sótti töfluna og fór með í atgreiðslu Flugfélags Islands þar sem Jóhannes R. Snorrason flugstjóri tók við henni og flutti heim. Nóbelskáld með forkaupsrétt Ólafur Sigurðsson sagði einstaka sögu altaristöflu sinnar í grein i Morgunblaðinu snemrna árs 1960 og er hún birt hér til hliðar. Greinin vakti mikla athygli og næstu árin gerðu ntargir sér erindi að Hellulandi, jafnvel bláókunn- ugt fólk, til að skoða altaristöfluna góðu. Það var í október 1961 sem Ólafur féll frá. Ekki löngu eftir þaðsetti ekkjahans, Ragnheiður Konráðsdóttir, sig í samband við Halldór Kiljan Laxnes en góð vinátta hatði verið í mill- urn Ölafs og Nóbelskáldsins sem stundum kom við á Hellulandi á ferðalögum sínum nyðra. Var í einni þessara heimsókna unt það samið, að Halldór hefði nokkurskonar forkaupsrétt að töflunni, þegar og ef til þess kæmi. Það gekk eftir. Altaristaflan kom að Gljúfrasteini árið 1964 fremur en árinu síðar, en þá voru margir búnir að falast eftir gripnum; þar á meðal Birgir Kjaran bókaútgefandi. Vildi mála skegg á skírarann „Móðir mín seldi tölfúna meðal annars til að losna við þennan átroðning forvitinna gesta. Einnig ber að geta þess að altaristaflan hafði ekkert sérstakt tilfinningagildi fyrir hana. Þeim mun frekar fyrir föður minn, þá ekki síst vegna þessa ntikla umstangs við að hatá upp á töflunni úti í Danmörku,” sagði Þórunn Ólafsdóttir á Hellulandi við blaðamann, þegar hún var spurð út í þetta ntál. Nokkru eftir að altaristaflan var komin í eigu skáldsins á Gljúfrasteini bar Jóhannesi Kjar\’al boðið í heimsókn. Barst talið nteðal annars að þeim ágöllum sem prestarnir sáu á altaristöflunni, sem aftur leiddu til þess að hún var tekin niður. Hugðist listamaðurinn bæta úr þessu og gera Jóhannes skírara einhverjum árum eldri með því að mála á hann skegg. Það mun Halldór ekki hafá tekið í mál, heldur viljað hafa töfluna í sinni upphaflegu gerð. Hins vegar varð úr að Kjarval setti höfúndamafh sitt neðst í vinstra horn myndina og lauk þannig verki sínu. /öndvegi í greininni í Morgunblaðinu sagði Ólafur rneðal annars að „... þeir tímar gætu komið að þessi altaristafla yTÖi rneira virði en kirkjan sjálf.” Á þau ummæli verður enginn dómur lagður hér, en minnt í Húsi skáldsins er altaristaflan í öndvegi og talin eitt af dýrustu djásnunum. Og nú er Gljúfrasteinn kominn í opinbera eigu, sent minnir á að sumt á fremur að vera eign alþjóðar en einstakra manna. -sbs

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.