Feykir


Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 46/2005 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Um hænur fyrr og nú Sú vartíðin að Örn Arnarson orti kvæði um. hænsni og jafnframt um þá einingu sem ríkti í hænsnakofanum meðan allir þar þekktu sína stöðu. Sú eining var rofin þegar ein hænan tók upp á því að reyna að vera hani. Þessi umrædda hæna, ég veit ekki hvað hún hét eða hvort hún hét eitthvað, en við getum svona til hægðarauka kallað hana Bríeti, hoppaði upp á hauginn og reigði sig þar og rembdist. Haninn ranghvolfdi augununt á rneðan og vissi ekki sitt rjúkandi ráð og þóttist þó sjá að valdi hans væri ógnað. En hann var í standandi vand- ræðum því hann taldi sjálf- gefið að allar hænur ættu svo sem að vita að þær væru ekki hanar. Og kvæðinu lýkur nteð þessum hendingum: „Haninn bölvar t hljóði. En hvað er um það að tala, þótt hœnuréttindahœna, heimti aðfá að gala?" En þetta var nú á þeirri tíð og margt hefur breyst í þessum efnum í áranna rás. Á þeirn jafnréttistímum sem við lifunr á, þykir ekki nerna sjálfsagt að hver og ein hæna fái eftir vild að leika hana og megi þessvegna gala eins og hún hefur hljóðin til. Ýmsar hænur eru líka farnar að gera þetta og suinar eru langt komnar með að ná réttri tónhæð. Það er auðvitað hreint og beint réttlætismál að hænur fái að sperra sig í hænsnakofanum alveg til jafns við hanana. Oftast eru hænurnar fjölmennari að tölu í venjulegum hænsna- sámfélögum og því hlýtur lýðræðisfyrirkomulagið að vera þeim í hag. Það er því nánast óþolandi að hanarnir yfirtaki öll réttindi og líti á hænurnar eins og einhverjar ámbáttir. Hænurnar verða að hugsa vel sitt ráð og helst að fara í kröfugöngur urn hænsnakofann þveran og endilangan, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Þær verða að gera sér bet- ur grein fýrir rétti sínum og rembast enn rneira við að fara upp á þjóðfélagshauginn og gala þar af öllum mætti. Það er ekki nóg að ein og ein hæna sýni tilþrif. Sam- takamátturinn verður að konia til svo hanarnir geri sér grein fyrir alvöru málsins. 1 jafnréttisbaráttunni þarf meira til en slagorðið „Hænur allra landa, sameinist!” Það að ein hæna neyddist nýlega til að ferðast sirka 15 kílómetra leið, húkandi á afturhásingu bifreiðar, til að heimsækja einhvern tiltekinn hænufeminista, segir sitt um það ntjög svo takmarkaða frelsi sem hænur eiga víða við að búa í hænsnakofum samtímans. Þessi ágæta hæna hefur auðvitað ekki fengið leyfi frá sínum yfirhana til fararinnar og því het'ur hún gripið til þessa auðmýkjandi ráðs. Það hefur lengst af verið erfitt fýrir undirokaða aðila að hæna að sér frelsið, en það er löngu kominn tími til að leiðrétta misréttisástandið í stóra hænsnakofanum okkar. Leggjum því öll okkar framlag af mörkum í þeim efnum og hana-nú ! Rúnar Kristjánsson Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil hiðfyrsta og forðist vexti og kostnað. INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 • 108 Reykjavik • Kt. 530372-0229 • www.medlag.ls Simi 590 7100 • Fax 590 7101 Fundur á vegum Skagafjarðar og Hólaskóla Hesturinn og skagfirsk ímynd Áhugamenn um þátt hestsins í ímynd Skagafjarðar fjölmenntu á fund sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Ferðamáladeild Hólaskóla boðuðu til mánudagskvöldið 21. nóvember. Frá fundinum 21. nóvember síðastliðinn. Nú stendur yfir vinna við stefnumótun í ferðamálum á vegurn sveitarfélagsins og í þeirri vinnu hefur komið í ljós að ímynd Skagaíjarðar er ekki nægilega sterk í hugum ferðamanna og brýnt er að grípa til aðgerða sem gera héraðið að spennandi áfangastað í huga sem flestra. Hesturinn hefiir Jólamatur! Nú smelli ég fram uppskrift fyrir þá sem eru orðnir leiðir á gömlu rjúpunum eða hamborgar- hryggnum og skelli ff am uppskrift að léttari máltíð sem er upplagt að hafa á jólaborðinu. Fylltur kalkúnn með trönuberjasultu 1 stk kalkúnn 14-6 kg.) saltog pipar Fylling: 1/2 franskbrauð fskorpan skorin af) 1/21 rjómi 3 stk egg 300 g svinahakk 100 g þurrkuð epli (söxuð) 1/2 tsk salvía 1/2 tsk timian 1/2 tsk rósmarín salt og pipar öllu sem í fýllinguna fer er blandað saman í skál og látið blotna vel upp. Þegar fýllingin er orðin vel blaut þá er henni hrært vel saman og sett inn í kalkúninn. Kalkúnninn síðan steiktur í ofiii í urn það bil 30 lengi verið ríkur þáttur í ímynd Skagafjarðar en margt bendir til að sú ímynd hafi ekki náð að skila sér eins vel til ferðamanna og æskilegt væri. Skagafjörðursem heild með hestinn í öndvegi! Skagfirsk hrossarækt er öflug og aukin fagmennska í tamningum mínútur á hvert kíló við 150 gráður. Ath. Gott er að væta hreint viskastykki í bráðnu smjöri og leggja yfir fúglinn eftir u.þ.b. klukkustundar steikingu og ausa annað slag steikarsafanum yfir klútinn þannig að hann haldist alltaf rakur. Sósa l/2lkjúklingasoð (eða vatn og teningur) 2 bollar portvín 2 bollar appelsínusafi 1/41 rjómi 1 stklaukur(saxaður) l/2tskrósmarín 1/2 tsk timian 2-3 msk maizina mjöl Setjið pott á helluna. Hitið pottinn vel og setjið smá matarolíu. Út í það setjum við saxaðan laukinn, rósmarín og timian og svissað í nokkrar mínútur. Þá er portvíni og appelsínusafa hellt útí og soðið niður um helming. Þá fer kjúklingasoðið útí. Maizina mjölið er hrært út í köldu vatni og reiðkennslu hefúr skilað sér vel út í greinina. Á fúndinum á Svaðastöðum ræddu fundar- menn meðal annars hvort ástæða væri til þess að ferða- þjónustan og hestamenn gætu unnið meira markvisst saman sem gæti skilað sér í öflugari ímynd héraðsins út á við. Var þar rneðal annars átt við sameiginlegt kynningarefiii og vöruþróun í kringunt ýmsa hestatengda viðburði. Fundar- menn voru almennt á því að styrkur hlyti að felast í samstöðunni og kannski má segja að þessi fúndur geti verið fýrsti vísirinn að því að rnynda sterkan “hestaklasa” sem getur unnið að margvíslegum verk- efúuni er lúta að því að styrkja bæði innviði Skagaljarðar sem hestahéraðs sem og að efla kynningu út á við. Það var einróma niðurstaða fundarins að koma þyrfti reiðvegamálum innan héraðs í mun betra horf og það væri í raun forsenda hTÍruppbyggingu á öflugri hestaferðaþjónustu í Skagafirði. Önnur brýn málefni bar einnig á góma sem svo sem efling Söguseturs íslenska hestsins og embætti hestafull- trúa Skagafjarðar. sþg og hellt útí sósuna meðan hún er sjóðandi. Ef sósan þykir ekki nægjanlega þykk þá rná hræra út rneira Maizina rnjöl og endurtaka leikinn. Bragðbættmeðkjúklingakrafti eftir smekk og að endingu er sósan bætt með rjóma og lituð með sósulit. Tröimberjasulta 1 bolli trönuber 1 stk appelsina (skorin í bita) 2 bollar púðursykur 1 bolli Grand Marinier likjör Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Látið standa í kæli í að minnsta kosti einn sólarhring. Jólakveðja, Jón Daníel BFeykir hefur fengið Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið scm Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. gomsæ ^ hj'órJórou Vcuv

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.