Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 16
16 Feykir 47/2005
Horft afNevskiy Prospect, aðalbreiðgötu borgarinnar, eftir Griboyedov síkinu til Blóðkirkjunnar sem byggð var i minningu Alexanders
II sem myrtur var á þessum stað 1881. Kirkjan er mikið listaverk, byggð á árunum 1883-1907.
að telja öll þau ósköp. Ef skoða
ætti öll verkin og eyða svosem
einni mínútu á hvern hlut, tæki
það 13 ár með því að neyta
hvorki svefns né matar þann
tíma. Vetrarhöllin var byggð á
árunum 1754-1762, um sama
leyti og Hóladómkirkja en öllu
stærri. Hún telur að sagt er 1057
herbergi og sali með alls 1945
gluggum og á annað hundrað
stigagöngunr, ótrúleg bygging
að skreytingum og íburði. Það
eru eiginlega engin orð til að
lýsa þessu öllu. Við skoðuðum
að sjálfsögðu aðeins örlítið brot
af höllinni og gengum að
síðustu um allmarga málverka-
sýningarsali. Þar er til fjöldi
listaverka eftir alla ffægustu
málara heimsins, bara sem
dæmi að nefiia, 25 myndir eftir
Rembrant og nokkrar eftir
Leonardo da Vincy, ég tali nú
ekki um haugana eftir Picasso,
Cesanne, Gaugin og ýmsa
smærri spámenn og Pétur
fræddi okkur um að þrátt fýrir
þetta gríðarlega safn listaverka
hvaðanæva úr heiminum væri
rnjög erfitt að tengja það íslandi
á nokkurn hátt. Þarna eru þó
þrjár styttur eftir Thorvaldsen
en hann var bara ekki
íslendingur. Hann var hálfur
Dani og hálfur Skagfirðingur,
ættaður úr Blönduhlíðinni. —
Man alltaf eftir Skagafirðinum
hann Pétur.
Um hálftvö var snæddur
léttur málsverður á veitinga-
staðnum Demidov, súpa,
eftirréttur og vodkasnafs. Og
nú kynnti Pétur fyrir okkur
drykkjureglurnar í Rússlandi.
Það má aldrei klippa fýrsta
snafsinn sem maður tekur á
nýjum degi. Það verður að
hvolfa honum í sig í einum teyg.
Eftir þann fýrsta mega menn
svo klippa, þ.e. sötra næstu
snafsa í svo mörgum atrennum
sem hæfa þykir.
Næsti viðkomustaður var
Sankti Isakskirkjan, stórbrotið
listaverk. Fögur er hún að utan
en langtum fegurri að innan.
Súlurnar utan á henni eru yfir
100 talsins, vega hver um sig
um 120 tonn, allar einstein-
ungar, höggnar út úr graníti og
fluttar í einu lagi langt norðan
úr Kirkjálahéruðunr fýrir 170
árum. Kirkjan tekur nrörg
þúsund manns, rúmlega 100 m
há með einu hvolfþaki sem lagt
er gullhúð að utan. í þakið eitt
fóru 400 kg af gulli. Þegar inn er
komið gerist maður háleitur og
fellur í stafi yfir málverkum og
gullskreytingum og bílætum
hvers konar. Eiginlega þyrfti að
liggja þarna nokkra klukku-
tíma á bakinu á gólfinu með
biblíusögurnar sínar og lesa
myndmálið. Fáar kirkjur í
heiminum taka þessari ffam,
nema auðvitað Péturskirkjan í
Róm að stærðinni til. Hún tók
40 ár í byggingu (1818-1858).
Við hana unnu flestir helstu
listamenn Rússa en ffanski
arkitektinn Auguste de
Montferrand hannaði kirkjuna.
Eftir þessa kirkjugöngu var
farið heim á hótel um þrjúleytið
og menn hvíldust eða pússuðu
sig upp. Um 6 leytið var farið í
Fílharmóníuna þar sem hlustað
var á verk Shostokovich. Þótt
sumir væru ekki miklir
unnendur klassískrar tónlistar
þótti öllum eftirminnilegt að
koma í þetta ffæga tónleikahús
og vera hámenningarlegir um
stund. Að loknum tónleikun-
urn var farið á veitingastaðinn
Demidov og snæddur sam-
eiginlegur kvöldverður. Á leið-
inni heim á hótel var lagið tekið
í bílnum enda búið að mýkja
kverkarnar með dálitlu söng-
vatni. Síðan settust flestir á
barinn sem er til hliðar við
móttökusal hótelsins, surnir
þraukuðu þar langt frarn yfir
miðnætti.
Fmmhald í nœsta Feyki»
Gleðileg jól
Sveitarfélagið Skagafjörður
óskar íbúum Skagafjarðar
gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári
Skagafjörður
svæði ísókn!
Ráðhús, Skagfirðingabraut 21 | 550 Sauðarkrókur | tr 455 6000