Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 8
6 athygli sinni að sjúkdómsgreiningum, að finna líkamlegar og líffræðilegar orsakir sjúkdóma. Minni gaumur var gefinn kvört- unum sem engar líffræðilegar sannanir fundust fyrir s.s. einkennum streitu og al- mennrar vanlíðan, sem kalla má „veikindi". Þannig voru „sjúkdómur" og „veikindi" að- greind en það stuðlaði enn frekar að aðskiln- aði hugar og líkama. (Johnson, 1993). Hringurinn lokast. Á seinustu árum hafa menn beint sjónum sínum æ meira að tengslum milli lífsstíls og heilbrigðis. Al- mennt er viðurkennt og rannsóknir stað- festa það að orsakir ýmssa tegunda krabba- meins, hjartasjúkdóma, alnæmis og fleiri heilsufarsvandamála má rekja til hegðunar fólks og lífshátta. Um leið eru menn farnir að vakna til vitundar um að hægt er að koma í veg fyrir eða hafa áhrif á flesta þá sjúkdóma sem tengjast atferli mannsins og lífsvenjum hans. (Johnson, 1993). LlfsstíH Lífsstíll er eins fjölbreytilegur og mennirnir eru margir. Lífsstíll lýsir sér í því ferli dag- legra athafna sem fléttast inn í tilveru sér- hvers manns og ákvarðar gæði lífs hans. Skilgreining Rosenfelds (1993) á lífsstíl er eftirfarandi: Lífsstíll er ferli sem felur í sér að ákveða hvað skuli gera á degi hverjum, að skipuleggja það, að framkvæma það og sjá árangur erfiðisins. Lífsstíl tilheyrir einnig að kunna að njóta og finna til ánægju í öllum þrepum ferilsins (Rosenfeld, 1993). Hefðbundið forvarnarstarf snýst að mestu um að bæta einstaka lifnaðarhætti t.d. heilsurækt, að hætta að reykja og hafa stjórn á tíma og streitu. Hvernig tengist iðjuþjálfun þessu starfi, heilsueflingu og lífsstíl? Bar- bara Rider o.fl. (1989) segja að heilsuefling í iðjuþjálfun feli í sér að veita upplýsingar, fræða og hvetja til atferlisbreytinga í orði og æði (Rider o.fl., 1989). Heilnæmur lífsstíll þarf að vera „eðlilegur" og eftirsóknarverð- ur hluti daglegs lífs. Það að neyta hollrar fæðu, fá næga hreyfingu og hvíld, það að hugsa jákvætt og næra andann eru ákjósan- legar venjur. Þessar venjur leggja hornstein að heilnæmum lífsstíl ásamt jafnvægi á milli hvíldar og iðju í leik og starfi (Johnson, 1986). Nútíma líferni fylgir mikil ábyrgð, því ótal valkostir standa til boða. Það er ekki fyrirhafnarlaust hægt að öðlast og viðhalda jákvæðu iðjumynstri sem stuðlar að jafn- vægi í daglegu lífi. Lífsgæðakapphlaup, fjár- hagsáhyggjur, og miklar væntingar um ár- angur og ánægju hafa áhrif á líf okkar. Margir eru yfirkeyrðir af skyldustörfum og lítill tími er aflögu fyrir Ieik og slökun. Alltof algengt er að einstaklingar gefi upp á bátinn athafnir og áhugamál sem áður voru ríkur þáttur og gleðigjafar í tilverunni (Ros- enfeld, 1993). Viðhorf iðjuþjálfa til einstaklingsins eru heildræn. Þeir eru sérmenntaðir í að styðja fólk til jafnvægis í daglegri iðju. Jerry A. Johnson (1986) bendir á mikilvægi þess að líta á manninn sem lífveru þar sem hugur, líkami, sál og tilfinningar mynda eina heild og eru í stöðugu samspili við umhverfið. Einnig hvetur hún iðjuþjálfa til að aðstoða skjólstæðinga sína við að sjá líf sitt í nýju samhengi (Johnson, 1986). Lokaorð Eins og fram hefur komið getur iðjuþjálfun haft umtalsverð áhrif á lífsstíl fólks. Hug- myndafræði iðjuþjálfunar byggist á heild- rænni umhyggju og tekur tillit til líffræði- legra, sálfræðilegra og félagslegra hliða mannsins og færni hans til iðju. Rosenfeld og fleiri gefa iðjuþjálfum eftirfarandi vís- bendingar: Lífsmynstur skjólstæðingsins er athugað frá öllum hliðum svo sem hlutverk, venjur, gildismat, virkni, umhverfi og fram-

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.