Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 11
9 Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi Meistarinn og nemarnir sjö uppgötva Ameríku Allar komu þær aftur, ein og ein þeirra hló, engin missti vitið þó. Út fórum við sjö nemar og fjölskylda mín, fjórir strákar. Jón breytti sér í allra kvikinda líki: Auk þess að vera barnapína, þurfti hann að vera einkabílstjóri, kokkur, innkaupa- stjóri, ráðskona, ritari og „editor7', en hélt samt sem áður fyrri hlut- verkum. Ég bjó í íbúð á stúdentagörðunum en ekki með hinum stelpunum, svo sjónarhornið var svolítið mismunandi. Þó að það væri tvímælalaust kostur að geta verið með fjöl- skylduna, gat ég ekki notið þess að vera ein- göngu í nemandahlutverkinu. Stelpunum fannst gott að þurfa ekki að deila sér á milli vinnu og náms eins og þær höfðu gert hérna heima, þó að þær vissulega söknuðu sinna nánustu. Ég ætla að reyna að draga upp mynd sem gæti verið samnefnari fyrir okk- ur allar en fyrir áhugasama eru upplýsingar fyrirliggjandi hjá hverri fyrir sig og hana verður að pumpa á eigin ábyrgð. Við komum seint að kvöldi föstudagsins 3. maí 1996 og lentum á Fort Lauderdale og sem betur fór tóku Gail og Bill á móti okkur. Strax var farið í að leigja bíla og sexmenn- ingarnir óku burt í glæsibifreið. Það er alveg vonlaust að vera án bíls þarna. Maður var svolítið óöruggur í fyrstu, hélt víst að einhver myndi koma og ráðast á mann, bara svona upp úr þurru. Það er ef til vill ekki skrýtið þar sem ímyndin sem við höfðum var frá „Miami Vice" og fréttum um að ráðist væri á ferðamenn um hábjartan dag. Reyndin er sú að engin ástæða er að óttast sé ákveðnum reglum fylgt. Það þarf að forðast ákveðin hverfi og þú ert ekkert að dandalast um miðjar nætur á ókunnugum slóðum. í þessum hópi eins og öðrum láta samt ekki allir sér segjast og vilja afla eigin reynslu og þá er nú gott að hafa heppnina með sér. Fyrstu helgina skrúbbuðu, skúruðu og skófu sexmenningarnir vistarverur sínar. Ég var hins vegar látin bíða í nokkra daga eftir minni íbúð og hélt þá að hún yrði jafnvel eitthvað skárri fyrir vikið, en svo reyndist nú ekki vera, þó svo að einhver hefði þóst vera að þrífa hátt og lágt í þrjá daga. Það er greinilega ekki íslenskur staðall á hreinlæti á þessum stúdentagörðum. Til að breiða yfir sitt lítið af hverju voru slæður, sængurver, moggar og myndir notaðar sem veggfóður og húsgögnin hulin með útsöluefnum. Það var ekki nóg með að umhverfið væri nötur- legt heldur bilaði bókstaflega allt sem bilað

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.