Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 13
11 daginn og hrópaði eins og slæmt samband væri við norðurpólin og á nóttunni sat hún úti í garði og keðjureykti. Hún var með full- an skáp af mat sem hún snerti þó aldrei, því einstök tilfinning coca cola nægði henni al- veg. Það fór ekki á milli mála, með tilliti til útlits og hegðunar, að eitthvað amaði að konunni. Þetta reyndist gífurlegt álag fyrir „terapista" í mastersnámi. Það var aldrei að vita upp á hverju hún tæki næst, kona á mála hjá FBI. Fyrst kynnti hún sig sem nema í félagsráðgjöf, síðan sem lögfræðinema með „lookið" á hreinu, en í lokin fóru grím- umar að falla og hún fór að koma á bleikum náttslopp og hvæsa á stelpurnar er þær reyndu að fá hana til að taka tillit og æpti: „I'll sue you" og „I'll see you in court, Ingi- björg". Meðan allt þetta gekk yfir sóttum við námskeið sem fjallaði um áhrif umhverfis á líðan fólks og nauðsyn þess að tillit sé tekið til ólíks uppruna. Námsefnið fór að sjálf- sögðu beint í æð og hópurinn þjappaðist saman við þessar mannraunir. Reynslan var því góður undirbúningur fyrir það sem í vændum er og vandamál sem upp kunna að koma, hljóta að verða aðeins litlir Þrændur í Götu miðað við þetta. Við vorum þarna á þeim árstíma sem loftslag er mjög rakt og heitt. Stundum kom skýfall. Besta leiðin, ef ekki var tími að bíða meðan skúrin gekk yfir, var að troða sem mest af fötunum sínum og skóm í skólatösk- una og hlaupa eins og byssubrenndur heim. Svo brá manni heldur í brún þegar að einn kennarinn sagði frá hve margir hefðu látist af völdum eldinga á þessum slóðum. Stundum var erfitt að vera úti vegna hitans, en oft létu sexmenningamir sig samt hafa það og lásu úti. Strákarnir mínir héldu sig að mestu inni, nema þegar farið var í skipu- lagðar matarinnkaupa- eða skemmtigarða- ferðir sem Jón sá um á meðan ég lærði heima með þeim minnsta. Strákamir vom fljótir að læra auglýsingarnar og pöntuðu allt sem auglýst var og áttu sínar uppá- haldsbúðir. í upphafi voru stelpurnar mjög skipu- lagðar og byrjuðu á heilsufæði og fyrir- myndarlíferni. Ég dáðist að skipulagshæfni þeirra, samvinnuanda og uppbyggilegum og styðjandi samræðum. Fæðið fór þó eitt- hvað að breytast í lokin því alltaf bættust við nýjar „cookies" og annað ruslfæði í skáp- ana. Einhvers staðar urðu þær að fá orku blessaðar til að halda uppi námsdampinum, því alltaf bættist við verkefnin. Svo til að halda jafnvægi skokkuðu þær allar sex eldsnemma á hverjum morgni. Með því móti tókst þeim að komast hjá því að verða fluttar heim sem amerískir hamborgarar fyr- ir tilboðsdaga í Hagkaupi. Þetta var auðsjáanlega mjög samheldinn hópur. Sem dæmi má nefna að í lokin, þegar allir voru að kikna undan álagi og undirrit- uð orðin óhuggandi, var haldin veisla og öllu snúið upp í grín. Reykjalundarandar svifu yfir vötnunum og þétta varð eins og vel heppnuð árshátíð með skemmtiatriðum, dansi og söng. Þetta kvöld var svo nemun- um afhent skrautrituð prófskírteini; meist- aragráða fyrir hæfileika sem nemarnir höfðu sýnt í dvöl sinni á Flórida s.s. slöngu- veiðar, aðlögunarhæfni (sjá mynd), - en undirrituð fékk meistaragráðu í ýmis konar „Flæði". Táraflæðið breyttist því í hláturs- kast og endorfínvímu. Ein námsgreinanna var um leiðir til að fyrirbyggja sjúkdóma og efla hreysti. Ég gat náttúrulega ekki haldið þekkingunni innan- borðs og fékk útrás við að deila henni með Jóni á kvöldmálstímum. Meðan ég snæddi matinn hans, yfirleitt vel holdugar stórsteik- ur, rennandi af smjöri og rjómasósum og

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.