Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 17
15 Kristjana Ólafedóttir og Elsa Þorvaldsdóttir iðjuþjálfar Iðjuþjálfun í leik' og gmnnskólum Síðastliðinn vetur fóru þrír iðju- þjálfar (Snæfríður Egilson, Þóra Leósdóttir og Kristjana Ólafsdóttir) á óformlegan rabbfund með skóla- stjóra og sérkennara Austurbæjar- skóla ásamt Matthiasi Kristiansen formanni foreldarfélags misþroska barna. Stjórnendur Austurbæjar- skóla höfðu þá sýnt áhuga á að fá iðjuþjálfa til starfa. Tilgangur fundarins var að heyra hvaða óskir og hugmyndir þeir hefðu um iðjuþjálfun inni í grunnskólanum. í vor sendum við svo frá okkur kynningar- bréf þar sem við vildum árétta mikilvægi iðjuþjálfunar í vinnu með börnum á leik- og grunnskólaaldri, nú þegar rekstur skóla hef- ur alfarið færst í hendur sveitafélaga. Afrit af einu bréfi sem við sendum, birtist í síðasta fréttabréfi félagsins. Kynntum við þar starf- svið iðjuþjálfa sem m.a. nær til misþroska og ofvirkra barna, hreyfihamlaðra barna, þeirra sem eru með skerta færni vegna sjúkdóma eða áfalla og barna með þroskahömlun. Megin viðfangsefni iðjuþjálfa er að auka færni og virkni nemandans við eigin umsjá, störf, leiki og tómstundaiðju. Fer það fram t.d. með beinni þjálfun, ráðgjöf/stuðningi við fagaðila og vinnuvistfræði. Nám og leik- ur skólabarna er þeirra daglega starf. Einnig nefndum við í bréfinu að hér á landi hafa iðjuþjálfar starfað við þjálfun og með- ferð barna um árabil, á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Iðjuþjálfar á þessum stofnunum anna ekki þeirri þörf sem er á þjónustu við skólaböm. Síðasta ár hefur orð- ið töluverð aukning á störfum iðjuþjálfa í skólakerfinu. Er þá helst að nefna í leikskól- um í Hafnarfirði, Kópavogi og úti á landi. Einnig er starfandi iðjuþjálfi í Öskjuhlíða- skóla. Samkvæmt lögum eiga sveitarfélögin að veita sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla, þar sem kennarar geta sótt ráð- gjöf fyrir böm með sérþarfir. í haust fóru svo að berast bréf til okkar þar sem fulltrúar skólaskrifstofa vildu hitta iðjuþjálfa. Elsa Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi kom þá til liðs við okkur sem fulltrúi frá stjórn IÞÍ. Nú þegar hefur einn fundur verið og var hann mjög athyglisverður. Áhugahóp- urinn hefur hist tvisvar og rætt stefnu og starfsvið iðjuþjálfa innan grunnskólans. Einnig hafa bæst við hópinn nokkrir iðju- þjálfar sem finnst brýnt að auka umsvif iðju- þjálfunar. Með þessum orðum viljum við óska eftir fleiri iðjuþjálfum sem áhuga hafa á að víkka starfsvið iðjuþjálfa. Áhugasamir hafi sam- band við Elsu Þorvalds. í síma 565 0322 eða Kristjönu Ólafsd. í síma 554 5646.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.