Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 18
16 SI námskeið á haustdögum Það var svo sannarlega hvalreki á fjörur íslenskra iðjuþjálfa, þegar Anita Bundy að- stoðarprófessor hélt námskeið hér á haustdögum. Námskeiðið fjallaði um þjálf- unaraðferðir er byggjast á kenningu iðju- þjálfans Jane Aures „Sensory Integration Theory" og mismunandi leiðir við íhlutun iðjuþjálfa þegar um er að ræða misþroska börn. Námskeiðið var mjög vel skipulagt og í alla staða líflegt. Anita Bundy er án efa í fremstu röð fyriurlesara á þessu sviði og hefur langa starfsreynslu að baki sem iðjuþjálfi. Það hefur mikið gildi fyrir ís- lenska iðjuþjálfa að fá tækifæri til að sækja námskeið af þessu tagi, ekki síst vegna þess að það styrkir þá í faglegri þróun og eflir samstarf. Fræðslunefnd IÞÍ ásamt fyrirlesara, talið frá vinstr: Anista Bundy, Sigríður Á. Eyþórsdóttir, Hrefna Ósk- arsdóttir og Sigríður Kr. Gísladóttir. Á myndina vantar Ingibjörgu Jónsdóttur. Hinn föngulegi hópur iðjuþjálfa er sótti lengsta hluta námskeiðsins.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.