Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 20
18 Kristín Sigursveinsdóttir Iðjuþjálfi í heimaþjónustu Reynslusveitarfélagíð Akureyri Um þessar mundir er verið að hrinda í fram- kvæmd ýmsum tilraunaverkefnum víða um land sem eiga það sameiginlegt að tengjast breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveit- arféiaga. Sveitarfélögum stóð til boða að sækja um að gerast „reynslusveitarfélög" og fengu 12 sveitarfélög jákvæð svör við um- sóknum sínum. Akureyri er eitt þessara sveitarfélaga. Verkefni þau sem Akureyrar- bær yfirtekur eru margvísleg en meðal þeirra er þjónusta við fatlaða, heilsugæsla og rekstur öldrunarstofnanna. Þetta þýðir að bærinn yfirtekur rekstur Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra, Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri og tekur að sér að reka öldrunarstofnanir gegn rammafjárveit- ingu í stað daggjalda. í tengslum við þessar breytingar er nú verið að undirbúa ýmsar breytingar á deildaskiptingu bæjarkerfisins og laga það að breyttri starfsemi. Það á nefnilega ekki að „innlima" nýja starfsmenn sveitarfélagsins í gamla kerfið heldur búa til nýjar starfsein- ingar sem gera ráð fyrir öllum þessu nýju verkefnum. Þannig á að verða til deild sem hefur vinnuheitið búsetudeild. Búsetudeild á að sinna þjónustu við alla Akureyringa sem þurfa aðstoð til þess að geta búið heima. Innan búsetudeildar verður því heimilisþjónusta, heimahjúkrun, liðveisla, frekari liðveisla, þjónusta við sam- býli, skammtíma- vistun fyrir fatl- aða og skamm- tímavistun fyrir aldraða. Auk þess er gert ráð fyrir að rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila verði innan bú- setudeildar. Gert er ráð íyrir að þetta nýja fyrirkomulag komi til framkvæmda um næstu áramót. Markmið breytinganna Meginmarkmið reynslusveitarfélagaverk- efnanna er að auka sjálfstjórn sveitarfélags- ins, laga stjórnsýslu betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjármagn hins opinbera. Með þessu er verið að leggja grunn að framtíðar- skipan verkaskiptingar ríkis og sveitarfé- lags. Sérgreind markmið Akureyrarbæjar eru að samhæfa framkvæmd heilsugæslu og öldrunarþjónustu og efla heilsuvernd í um- dæminu. Jafnframt að draga úr stofnana- dvöl aldraðra með eflingu og samhæfingu allrar heimaþjónustu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.