Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 23
21 Annetta A. Ingimundardóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á Geðdeild landspítalans við Eiríksgötu: Nýtt starfsfyrirkomulag iðjuþjálfunar Geðdeildar Landspítalans við Eiríksgötu Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur átt sér stað mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Líkt og önnur starf- semi á sjúkrahúsunum hefur iðju- þjálfunin á Geðdeild Landspítal- ans lent undir niðurskurðarhnífn- um margfræga og stöðugildum fækkað þar undanfarin ár. En þrátt fyrir það hefur iðjuþjálfunin reynt að halda uppi sömu þjónustu við geðsjúka. En með auknu vinnuá- lagi ifóru áleitnar spurningar um gæði vinnu okkar að leita á okkur. Allir voru sammála um að einhverja breyt- inga var þörf. Síðastliðinn vetur létum við gamla drauma og nýjar hugsanir gerjast með okkur og jafnframt vorum við á einn eða annan hátt að kveðja gamalt vinnulag sem var gott en krafðist fleira starfsfólks en staðurinn hafði yfir að ráða. Annetta A. Ingimundardóttir Auður Axelsdóttir Leið svo veturínn Þegar tók að vora var iðjuþjálfuninni lokað í 10 daga og starfsfólkið fór í heilaleikfimi. Við byrjuðum á að skilgreina starfsemina upp á nýtt og settum markmið sem við gæt- um haft að leiðarljósi í starfi okkar. Við skil- greindum hvaða deildum iðjuþjálfunin þjónar og hverjir væru okkar helstu sam- starfsaðilar.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.