Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 24
22 Við fórum yfir alla þá sjúklinga sem voru hjá okkur og reyndum að sjá hvaða athafna- vandamál þeir voru að kljást við. Út frá þessum athafnavandamálum sáum við að um var að ræða allavega tvenns konar iðju- þjálfun. Annars vegar endurhæfingu fyrir sjúklinga sem komnir voru yfir bráða fasan í sjúkdómi sínum og hins vegar virkni og greiningu á þeim sjúklingum sem eru í bráða fasa eða í fyrstu innlögn. Við skil- greindum þessa tvennskonar iðjuþjálfun, þ.e.a.s. dagdeildariðjuþjálfun og móttöku- deildar iðjuþjálfun sem aðskildar meðferðir. Við fórum yfir hvað við töldum að dag- deildariðjuþjálfun ætti að innihalda og það sama gerðum við fyrir iðjuþjálfun á mót- tökudeildum. Við ákváðum að þetta nýja skipulag skildi bresta á 1. nóvember til að byrja með sem eins árs tilraun sem metin yrði að hálfu ári liðnu. Næsta skref var að leggja fram hugmynd- imar fyrir samstarfsaðila okkar. Fyrir valinu urðu yfirlæknar og læknar hinna ýmsu skora geðdeildarinnar. Okkur fannst það eðlilegast þar sem iðjuþjálfar starfa sam- kvæmt beiðni frá læknum. Fundir okkar með þessum aðilum voru mjög gagnlegir og fengum við ýmsar góðar ábendingar sem við síðan unnum úr. Við héldum áfram að kynna þessa nýju starfsemi fyrir fleiri starf- stéttum. Þegar þessari skipulagsvinnu var lokið lág tillaga okkar fyrir og eingöngu eft- ir að fá hana samþykkta hjá yfirlækni geð- deildarinnar. Hún var samþykkt. Þá var næst að tilkynna sjúklingunum hvað var í vændum. Við byrjuðum að undirbúa þá strax í sumar og héldum síðan í haust kynn- ingu fyrir sjúklingana þar sem mikið var rætt og mikið var spurt. Móttökudeildariðjuþjálfun Þjónusta iðjuþjálfa á móttökudeild mun að mestu fara fram á deildinni sjálfri. Iðju- þjálfinn mun vera í 80% stöðu á deildinni sem skiptist í beina og óbeina sjúklinga- vinnu. Við leggjum ríka áherslu á að mót- tökudeildirnar tvær í húsinu muni fá sem líkasta þjónustu. Það auðveldar samstsarfs- aðilum okkar að nota þjónustuna og auk þess getum við iðjuþjálfarnir stuðst faglega hvor við annan og mögulega handleitt hvor öðrum í daglegum störfum okkar. Með auk- inni viðveru okkar á deildinni gefst okkur tækifæri á að gera mat á mögulegum at- hafnavandamálum sjúklingsins og benda á hugsanleg meðferðarúrræði mun fyrr en áður í meðferðarferlinu. Okkar hlutverk á deildunum mun með öðrum orðum vera ráðgefandi, greinandi og ekki síst virkjandi. Þær leiðir sem við munum nota okkur til mats og virkni eru meðal annars opnir verk- stæðishópar tvisvar sinnum í viku, bakstur á deild og tilheyrandi sameiginlegt kaffi- borð og ævintýrahópur. Þar fyrir utan mun- um við nýta þær ADL aðstæður sem eru fyr- ir á deildinni. Reynt verður að vinna þannig að iðjuþjálfi á mótökudeild greini þörf sjúk- lings fyrir áframhaldandi iðjuþjálfun eða finni önnur úræði sem gætu hentað viðkom- andi sjúklingi betur. Það að geta boðið upp á tvenns konar iðjuþjálfun eykur möguleika okkar á að þyngja meðferðina stig af stigi samfara batnandi líðan sjúklingsins. Iðju- þjálfunin getur þannig orðið ein af leiðun- um til að sýna sjúklingum fram á þær fram- farir sem verða hjá honum. Dagdeildariðjuþjálfun Eins og nafnið bendir til fer dagdeildariðju- þjálfun eingöngu fram á daginn. Þeir sjúk- lingar sem taka þátt í þessari iðjuþjálfun eru þeir sem í flestum tilfellum búa heima, eru

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.