Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 27
25 Ólöf Leifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir iðjuþjálfar: Fréttabréf frá Kristnesi • október 1996 • Á Kristnesi er nú endurhæfingardeild og öldrunarlækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri (FSA). Á endurhæfingar- deild er pláss fyrir 16 sjúklinga og þar starfar einn iðjuþjálfi og tveir aðstoðarmenn í einu stöðugildi. Á öldrunarlækningadeild er verið að breyta hjúkrunarplássum í virk öldrunarlækningapláss og stefnt er að því að þar verði 22 sjúklingar. Þar starfar einn iðjuþjálfi og einn aðstoðarmaður. Við höf- um líka reynt að sinna öðrum deildum FSA eftir því sem tök eru á. Öryggisnefnd FSA fór þess á leit við okk- ur að við gerðum úttekt á vinnuaðstöðu allra ritara á sjúkrahúsinu, en það kemur til vegna reglugerðar um skjávinnu og kvart- ana ritara um álag. Við erum að fara af stað í þetta verkefni núna og stefnum á að ljúka því fyrir áramót. í ágúst var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir iðjuþjálfun og verður formleg vígsla á því 1. nóvember n.k. Þetta eru 250 fermetrar á annarri hæð, mjög bjart og skemmtilegt. Hér eru tvö stór þjálfunarherbergi, tvö ein- staklingsmeðferðarherbergi, æfingaeldhús og skrifstofa fyrir okkur. Þetta er mikill munur frá því sem áður var og í alla staði mjög góð vinnuaðstaða. Þeir sem eiga leið hingað norður eru endilega hvattir til að líta við hjá okkur. Kærar kveðjur Ólöf Leifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, iðjuþjálfar FSA, Kristnesi. Rit um iðjuþjálfun barna Snemma á næsta ári verður gefið út smárit um iðjuþjálfun barna, sem hluti af ritröð upeldis- og menntunar. í ritinu er fjallað um iðjuþjálfun barna í víðum skilningi, við- fangsefni iðjuþjálfa tíunduð og leitast verð- ur við að veita hagnýtar ábendingar um ýmislegt er lýtur að færni og virkni barna og ungmenna við daglega iðju. Höfunar eru tveir, þær Snæfríður Þ. Egilson og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfar á Greiningar- og ráð- gjafastöð ríkisins. Útgefendur eru Uppi hf. og í þessari röð fagrita um ýmis sértæk mál- efni á sviði uppeldis- og félagsmála og eru gefin út fjögur til sex rit ár hvert. Þau bjóðast fagfólki og öðrum áhugasömum í áskrift en einnig er hægt að nálgast ritin í stærri bóka- verslunum eða hjá útgefanda. Áskriftarsími er568 0246.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.