Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 31
29 - tengsl milli viðbragða og hreyfinga. - erfiðleikar með skynúrvinnslu. Aðferðum til að framkvæma FOT, má skipta niður á eftirfarandi hátt: - koma einstakling fyrir í sem hentugastri líkamsstöðu. - stjóm á höfuðhreyfingum. - meðferð á vöðvum í andliti. - meðferð inni í munni. - meðferð á tungu. - meðferð á öndun og raddbeitingu. - matar- og drykkjarþjálfun. - munnhreinsun. - möguleg samskiptaform. - skoðun og ástand einstaklings. - kalla til aðstandendur. Við meðferð/þjálfun á andlits og munn- starfsemi er mikilvægt að meðhöndla ekki eingöngu andlit og munn heldur líta á lík- amann sem heild, þar sem staða líkama og vöðvaspenna hafa áhrif á leikni og starfsemi andlits og munns. Vegna þessa byrjar hver meðferð á að koma einstaklingi þannig fyrir að hann sé í hvað hentugastri líkamsstöðu með tilliti til hans eigin vöðvaspennu. Hvað sé hentugasta líkamsstaðan, verður að skoða og meta með tilliti til þarfa einstak- lingsins hverju sinni. Það er því hægt að styðjast við aðferðir Bobaths eða Affolters eða blöndu af hvoru tveggja. Nauðsynlegt er að þekkja til eðlilegrar starfsemi andlits og munn, t.d. að innöndun kemur áður en kynging á sér stað og á eftir fylgir útöndun. Markmiðið er því að endur- skapa þetta ferli. Til að ná fram réttu hreyfimunstri er mik- ilvægt að nota í meðferðinni athafnir sem einstaklingur þekkir. En samkvæmt Bobath þá notar hann þekktar athafnir í þeim til- gangi að auka rétt hreyfimunstur, gera þau sjálfráð og þannig auka færni einstaklings- ins. Til að læra réttar hreyfingar getur ein- staklingur þurft aðstoð þjálfarans við að stýra hreyfingu í rétt hreyfimunstur. Mikilvægt atriði í „FOT" er skynörvun, en samkvæmt Bobath gegna skynjun og hreyfing jafnmikilvægu hlutverki í hreyfi- ferlinu. Það er t.d. mjög erfitt fyrir einstak- ling að borða ef hann móttekur röng skynj- unarskilaboð um hvar kinn, tunga og matur eru staðsett. Eins og áður er nefnt er Coombes undir vissum áhrifum frá kenningum Affolters, þar sem hún leggur áherslu á að gefa ein- staklingnum upplýsingar með snertingu, t.d. á alltaf að hreyfa einstaklinginn á mjög skipulagðan hátt, þ.e.a.s. hægt og sam- kvæmt réttu hreyfimunstri. Coombes notar snertiskynsörvun með varúð, hún nálgast andlit og munn hægt enda um næma lík- amshluta að ræða. Áður en farið er að snerta einstakling er gott að láta hann snerta sig sjálfan. Aldrei má veita meðferð inní munni fyrr en einstaklingur þolir sneringu á andlit og varir. Coombes bendir á að þjálfari á alltaf að hafa á hreinu hvers vegna hann framkvæm- ir eins og hann gerir, og hver ný meðferð á að vera þaulhugsuð. Heimildarskrá: Coombes K, Reg MRCSLT: G/FOT course notes 1996. Coombers K (1995): Rehabilitation of the fade and oral tract. Springer, Berlin Heidelberg New York. Davies PM, (1994): Starting Again, Springer, Berlin Heidelberg New York. Bára Sigurðardóttir er iðjuþjálfi á endurhæfingar- deild Landspítalans. Hún lauk námi t iðjuþjálfun frá Skolenfor ergo-ogfysioterapeuter íHolstebro í Danmörku 1985.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.