Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 5

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 5
Aö vera maður MEÐ MÖNNUM - saga frá Akureyri HPlinn. p=lEYRir K / i ■Tb un L_ I J •• ■ M JpjÉ ESP' ■ 11 m Frá formanni Iðjupjálfafélags Islands Hope Knútsson formaöur IÞÍ Laugardaginn 27. september síð- ast liðinn fór skólanefnd fé- lagsins, til Akureyrar til þess að taka þátt í 10 ára afmælishátíð heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Veðrið var sólríkt og hlýtt og laufin á trjánum í fegurstu haustlitum. Það var sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessum hátíðahöldum og að upplifa þessi tímamót með starfsfólki og fyrrum nemendum heilbrigðis- deildar. Við fengum frábærar móttökur. Það kom fram í ræðum bæði hjá rektor og forstöðumanni heilbrigðisdeildar að allir voru himinlifandi að fá iðju- þjálfunarbraut innan háskólans. Þau kölluðu þá námsbraut skrautfjöður og upplýstu gesti um að heilbrigðis- deildin væri orðin stærsta deild há- skólans vegna tilkomu iðjuþjálfunar- brautar. Það var mikið gert úr hversu spennandi þeim fannst að fá iðjuþjálf- un til viðbótar og hvað þau hlökkuðu til samstarfsins við okkur. Hjúkrunarfræðingar rifjuðu upp skemmtilegar minningar um hvern- ig þeir byrjuðu fyrir 10 árum og allar þær efasemdir sem aðrir höfðu um réttmæti þessarar námsbrautar fyrir norðan. Þróun hjúkrunarfræðinnar á Akureyri hefur verið sérstaklega metnaðarfull. Talað var um hvernig þau hafa haft frjálsari hendur, miðað við kollega sína fyrir sunnan varð- andi ýmsar nýjungar í kennslunni. Þeir hjúkrunarfræðingar útskrifaðir frá Akureyri sem farið hafa í masters- og doktorsnám voru allir nefndir og nokkrar rannsóknir nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga voru kynntar. Það var auðvelt að ímynda sér að eftir 10 ár myndi standa þarna fjöldi iðju- þjálfa sem væru að kynna rannsókn- arverkefni sín. Undirrituð talaði um mikilvægi þess fyrir okkar stétt að fá loksins námsbraut og hvað við værum ánægð með staðsetningu námsins á Akur- eyri. Lýst var yfir samstarfsvilja Iðju- þjálfafélags íslands og ég tilkynnti um gjöf félagsins til námsbrautarinn- ar sem er ótímabundin áskrift að er- lendu fagtímariti að eigin vali. Þá kynntu Snæfríður Þóra Egilson og Guðrún Pálmadóttir iðjuþjálfun með skemmtilegum skyggnumyndum og glærum. Snæfríður fjallaði um hug- myndafræði iðjuþjálfunar og iðjuhug- takið og Guðrún um þróun iðjuþjálf- IÐJUÞJÁLFINN 2/97 5

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.