Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 9
Þannig hefur þetta þróast yfir í að
vera mjög hagnýtt samstarf fyrir báða
aðila. Þegar um líkt nám er að ræða,
eins og hjúkrunarfræði þá er Ijóst að
hægt er að vera með töluverða
samnýtingu í kennslu og þannig get-
um við aukið fjölbreytni í námi. I
framtíðinni, þegar námi í iðjuþjálfun
vex fiskur um hrygg má sjá fyrir sér
að hægt verði að setja upp einstök
námskeið sem yrðu kennd fyrir sunn-
an líka. Ymsir möguleikar eru fyrir
hendi. Menn átta sig auðvitað á því,
eftir stofnun Háskólans á Akureyri að
við erum að vinna nýjan markað fyrir
háskólamenntun í landinu. Raun-
hæfur möguleiki skapaðist til þess að
reka háskóla á landsbyggðinni sem
menntar fólk til að starfa þar sem
þekking þeirra og hæfni nýtist best,
hvort sem það er innan lands eða
utan. Við opnum nýjan markað fyrir
háskólamenntun á Islandi og förum
nýjar leiðir í því sambandi, segir Þor-
steinn að lokum.
ÞL/AIE
Wjr J pj I WlÆ. P 1 í f x fW *•
Akureyringar geta
státaö af
göngugötu.
IÐJUÞJÁLFINN 2/97 9