Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 2

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 2
Pósthólf 4159 124 Reykjavík www.ii.is skrifstofa@ii.is Efnisyfirlit Iðjuþjálfun er ábatasöm og á að vera aðgengileg í heilsugæslunni! 4 Fréttir frá Siðanefnd ........................................ 5 Iðjuþjálfun á íslandi ........................................ 6 Iðjuþjálfun í heilsugæslunni Mjódd .......................... 14 Heimsókn til Miðstöðvar heimahjúkrunar Grensásvegi 8 ........ 18 Reynslusaga.................................................. 19 Iðjuþjálfun á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga ................ 21 Iðjuþjálfun á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks................. 23 Iðjuþjálfun og heilsugæslan.................................. 25 Bókahomið ................................................... 27 Er þörf á iðjuþjálfun í heilsugæslu?......................... 28 Iðjuþjálfun og heilsugæslan.................................. 29 BS-verkefni útskriftamema ................................... 32 Heimsþing iðjuþjálfa í Stokkhólmi 2002 ...................... 34 25. Fulltrúaþing Heimssambands iðjuþjálfa (WFOT) ............ 36 Norrænn formannafundur 2002 ................................. 37 Stjóm IÞÍ: Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Þóra Leósdóttir, varaformaður Birgit Schov, gjaldkeri Ingibjörg Jónsdóttir, ritari Ragnheiður Lúðvíksdóttir, meðstjórnandi Umsjónarmaður félagaskrár: Þóra Leósdóttir Ritnefnd: Björg Þórðardóttir Guðrún Á. Einarsdóttir Maren Ó Sveinbjörnsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Sigþrúður Loftsdóttir Ritstjóri: Sigþrúður Loftsdóttir Prentvinnsla: Alprent, Akureyri, Glerárgötu 24 Pökkun og frágangur: Iðjuþjálfun Geðdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss, Kleppi Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa mál til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. 2 - IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 Ritstjórnarspjall Ágæti lesandi. Mikið hefur verið ritað og rætt um heilsugæsluna á íslandi undanfarin misseri og sitt sýnist hverjum um stöðu mála þar. Rétt eins og aðrir höfum við í ritnefnd iðjuþjálfans fylgst með þessari umræðu. Við teljum iðjuþjálfa hafa mikið fram að færa ístarfi heilsu- gæslunnar og geta myndað öflugt teymi með þeim starfsstéttum sem nú þegar hafa mikla reynslu innan hennar. Þegar við fórum að huga að efni þessa tölublaðs þótti okkur því forvitnilegt að vita hvar okkarfag stæði innan heilsugæslunnar. Til aðfá svör við því leit- uðum við til félagsmanna ÍÞÍ, bæðifólks sem hefur reynslu afþvíað vinnan innan heilsu- gæslunnar sem og annara sem hafa skoðun á málinu. Nokkrir samstarfsaðilar iðjuþjálfa (úr öðrum fagstéttum) í heilsugæslunni sögðu okkurfrá reynslu sinni af samstarfinu og ein kona sem notið hefur þjónustu iðjuþjálfa sem vinnur í heilsugæslu, sagði okkur reynslusögu sína. Við leituðum til heilbrigðisráðuneytisins til að heyra hvað þar hefði verið unnið í þessutn málaflokki og hvort eitthvað væri í farvatninu til að efla iðjuþjálf- un innan heilsugæslunnar en því tniður fengum við ekki þeirra sýn með í þetta blað. Þó þetta tölublað sé að tnestu helgað iðjuþjálfun og heilsugæslutmi, þá eru í því ýtnsar aðr- ar greinar og pistlar afýmsum toga. í ársbyrjun 2002 var sú ákvörðun tekin að aðeins eitt tölublað í stað tveggja skuli gefið út ár hvert. Þessi ákvörðun var tekin í Ijósi erfiðleika við útgáfu blaðsins undanfarin ár. Hvort þetta fyrirkomulag verður til frambúðar hefur ekki verið ákveðið en gera má ráð fyrir því að svo verði á tneðatt blaðið réttir stöðu sína. Ritnefnd steftiir að því að frá og með næsta tölublaði verði boðið upp á ritrýningu greina og vonum við að það verði fé- lagsmönnum IÞÍ etm frekari hvatning til að senda greinar til blaðsins. Hvað ritrýning greina felur í sér tnunutn við skýra í næsta tölublaði. Mikið hefur verið unnið í að rétta stöðu blaðsins og byggja það upp setn fagtímarit und- anfarin ár. í samvinnu við stjórn IÞÍ hefur ttt.a. verið unnið að því að styrkja fjárhags- grundvöll þess. Ritstjóri telur blaðið vera að komast upp úr þeirri fjárltagslegu djtipu lægð sem það hefur verið í og að fratnundan sé skemmtileg vittna við enn frekari faglega uppbyggingu blaðsitts. Ég hvet alla áhugasama að hafa þetta í huga, því nokkur pláss tttunu verða laus í ritnefnd frá og tneð aðalfundi imars 2003. Ég vil að lokum þakka öllutn sem lögðu hönd á plóginn við gerð þessa tölublaðs og sér- stakar þakkir fær Guðrtin K. Hafsteinsdóttir. Ég þakka samstarfið og óska lesendum gæfuríks árs. Ritstjóri Á.GUÐMUNDSSON ehf. Bæjarlind 8-10 Kópavogi Sími 510 7300 húsgagnaverksmiðja

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.