Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 5
gæslunni í landinu svona illa lesnir í lögun- um? Hafa þeir kannski engan áhuga á því að fara að þessum lögum? Fá þeir ekki nauð- synlegt fé til að sinna skyldum sínum? Vita þeir kannski ekki hvað iðjuþjálfar geta gert í heilsugæslunni? Hver sem ástæðan kann að vera er ljóst að með aðgerðaleysi sínu halda þessir sömu ráðamenn stórum hluta lands- manna frá þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Lög skulu virt - eða hvað? Lengi vel var skortur á iðjuþjálfum nefndur sem ástæða þess að ekki var auglýst eftir iðjuþjálfum t.d. á heilsugæslustöðvum. "Það þýðir ekkert að auglýsa, það fæst hvort eð er enginn iðjuþjálfi", var oft viðkvæðið. Með námsbraut í iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri sköpuðust skilyrði til að mæta þeim skorti á iðjuþjálfum sem hér hefur verið landlægur. Nú þegar hafa út- skrifast tveir árgangar nema og þegar taldir eru með þeir iðjuþjálfar sem komið hafa heim úr námi erlendis lætur nærri að 40 iðju- þjálfar hafi á síðastliðnum tveimur árum bæst í hóp iðjuþjálfa á íslandi. Líkurnar á því að ná í iðjuþjálfa til starfa hafa því aldrei ver- ið betri en nú. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá heilsugæslustöðvum landsins. Nokkrar þeir- ra hafa iðjuþjálfa á sínum snærum og eru það helst heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- mni sem gegna fjölþættara hlutverki en heilsugæslustöðvar almennt. Á höfuðborg- arsvæðinu gerist sorglega lítið þrátt fyrir viðleitni áhugasamra og ötulla iðjuþjálfa sem fylgt hafa eftir vel heppnuðu tilrauna- verkefni í heilsugæslunni. Stjórn Iðjuþjálfa- félags fslands hefur á undanförnum árum reynt að vekja athygli ráðuneytis heilbrigðis- mála á stöðunni en ekki fengið mikil við- brögð. Við munum að sjálfsögðu halda þeir- n vinnu áfram og leita nýrra leiða ef þær hefðbundnu leiða okkur ekki að markinu: Að iðjuþjálfun standi þeim landsmönnum til boða sem þurfa á henni að halda. Það ein- faldlega margborgar sig. Kristín Sigursveinsdóttir Fréttir frá Siðanefnd Iðjuþjálfafélagsins vinnur nú að þvt' að móta starfsreglur fyrir siða- nefndina. Búið er að prenta siðareglum- ar svo iðjuþjálfar eiga þess nú kost að ramma þær inn og ltengja upp á vinnu- stöðum stnum og annars staðar þar sem við á. Reglurnar sem slíkar tryggja ekki gott siðferði stéttarinnar heldur þær starfsvenjur sem þær vísa til. Sið- ferðileg umhugsun og umræða endur- speglar þann ásetning iðjuþjálfa að inna starf sitt sem best af hendi. Siðanefndin tel- ur mikilvægt að stuðla að lifandi umræðu innan stéttarinnar um siðamál og þar með um hlutverk og túlkun hinna skráðu siða- reglna. Hún hvetur sem flesta iðjuþjálfa að koma með innlegg í þá umræðu í fagblaði iðjuþjálfa og/eða á heimasíðu Iðjuþjálfafé- lagsins. Skráðar siðareglur geta verið gagnlegar þegar gera þarf upp hug sinn varðandi breytni í starfi. Þær geta einnig verið tæki til að fjalla um einstök atvik eða ágrein- ingsmál, sem upp kunna að koma í hópi starfsfélaga. Nú viljum við hvetja iðjuþjálfa til að velta fyrir sér hvað felst í þagnar- skyldunni og hvernig hún er best virt í því starfi sem þeir inna af hendi. Til umhugsunar Grein 1.2 í siðareglum iðjuþjálfa: Iðjuþjálfi gætir fyllstu þagmælsku um þau mál sem hann kann að verða áskynja í starfi sínu. Undantekningu frá þagnar- skyldu má einungis gera með leyfi skjól- stæðings eða samkvæmt lagaboði. í samskiptum skjólstæðinga og iðju- þjálfa er fátt jafn mikilvægt og trúnaður. Einstaklingurinn ákveður sjálfur hvort hann deilir persónulegum upplýsingum um sjálfan sig með öðrum og hvaða upp- lýsingar hann lætur í té. Skjólstæðingi er sýnd virðing með því að gæta fyllsta trún- aðar um einkamál hans og getur verið nauðsynlegt að láta það sérstaklega í ljós við hann. í iðjuþjálfun getur skjólstæðing- ur þurft að opna sig um mjög persónuleg siðanefnd mál og þá gerir hann það í skjóli þagnar- skyldu iðjuþjálfans. Þó þagnarskyldan sé afdráttarlaus og við fyrstu sýn virðist hún sjálfsögð og einfalt að halda hana, þá er það ekki alltaf svo. Það getur þurft að rjúfa þagnarskyldu við skjólstæðing t.d. ef hún stendur í vegi fyrir samvinnu starfsfólks og vinnur þannig á móti meðferð skjólstæð- ingsins. Benda má á að í lögum um réttindi sjúklinga, upplýsingariti fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu er skrifað um þagnar- skylduna og undanþágu frá henni í III. Kafla 12. og 13. grein á bls. 20-21. í amstri dagsins geta komið upp ýmis atvik sem varða þagnarskylduna. Hvað segjum við þegar skjólstæðingar biðja fyrir kveðjur til fólks út í bæ? Munum við eftir að ítreka mikilvægi þagnarskyldu við skjólstæðinga sem eru í iðjuþjálfun hjá okkur og deila etv. persónulegum málefn- um hver með öðrum? Hvernig er talað á kaffistofunni eða á starfsmannafundum, er fullrar virðingar og þagnarskyldu gætt? Gætum við ávallt orða okkar t.d. þegar við skiptumst á skilaboðum, tölum við þá stundum hátt yfir allan hópinn eða bíðum við og flytjum skilaboðin þar sem ekki eru aðrir að hlusta? Hvað segjum við ef skjól- stæðingur vill að enginn annar fái vit- neskju um ákveðið málefni sem hann vill deila með okkur? Þessar og eflaust margar fleiri spurning- ar vakna þegar farið er að ræða um þagn- arskylduna. Við hvetjum iðjuþjálfa til að taka sér tíma til að íhuga hvernig þagnar- skyldan er virt á þeirra vinnustað. Heimildir: Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða bls. 76-85, Reykjavík, 1993. Lög um réttindi sjúklinga, upplýsingarit fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Reykjavík, 2000. Siðanefnd IÞI IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 5

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.