Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 7
ættu að hafa mestu samskiptin við iðjuþjálfa. Ollum stéttum fannst að hluti af þeirra vinnu væri að hafa bein samskipti við iðju- þjálfa. Ahugavert er að aðeins 20% svarenda töldu sig örugga um að vita hvaða þjónustu iðjuþjálfar veittu. Höfundarnir telja þessar niðurstöður endurspegla þann misskilning og ranghugmyndir sem ríkja um iðjuþjálfun og starfssvið þeirra (Kaur, et. al., 1996). Á árunum 1990 og 1991, sendi Chakra- vorty (1993) út könnun til tveggja hópa af læknum. Annars vegar tillækna starfandi á District Health Authority (DHA) sjúkrahús- mu í USA og hinsvegar lækna utan þess, sem vísuðu á iðjuþjálfun sem veitt var á DHA-sjúkrahúsinu. Rannsökuð var þekking læknanna á iðjuþjálfun og borinn saman munurinn á vitneskju hópanna tveggja. Af þeim 28 læknum sem störfuðu á sjúkrahús- inu svöruðu 18 könnuninni (64,8% svörun) °g af 31 lækni starfandi utan sjúkrahússins svaraði 21 (67,7%). Sundurliðun á svörum sýndi að vitneskja lækna utan sjúkrahússins var meiri á iðjuþjálfun heldur en þeirra lækna sem störfuðu við sjúkrahúsið. Vit- neskju beggja hópa reyndist ábótavant. Sjúkrahússlæknarnir sem þekktu vel starf- semi iðjuþjálfunar voru læknar innan al- mennra lækninga, öldrunarlæknar, geð- læknar, barnalæknar og bæklunarlæknar. Einn geðlæknir viðurkenndi að hann þekkti ekki mikið til iðjuþjálfunar en vísaði samt skjólstæðingum þangað (Chakravorty, 1993). Þegar tíðni tilvísana var borin saman milli þeirra lækna sem betur þekktu til iðju- þjálfunar og þeirra sem minna vissu, fund- ust bein tengsl á milli tilvísana lækna og vit- neskju þeirra um iðjuþjálfun. Fjórtán af 21 lækni (47,6%) starfandi utan sjúkrahússins höfðu aldrei vísað skjólstæðingum til iðju- þjálfa. Höfundur tekur fram að sumir lækn- ar þurfi ekki á þjónustu iðuþjálfa að halda. Niðurstaðan var að skortur á vitneskju um iðjuþjálfun var um 50% hjá almennt starf- andi læknum og 70% hjá sjúkrahússlæknun- um (Chakravorty, 1993). Parker og Chan (1986) könnuðu hvernig iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar skynjuðu virð- ingarstig stéttanna. Þátttakendur voru 56 iðjuþjálfar og 48 sjúkraþjálfarar. Þeir voru beðnir um að gefa hverri starfsstétt einkunn sem best lýsti þeirra eigin skoðun á virðing- arstigi þeirrar stéttar. Það er áhugavert að bæði sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gáfu s]úkraþjálfurum fleiri stig fyrir virðingu en iðjuþjálfum. Iðjuþjálfar fengu 77 stig (eigin einkunnagjöf) og 72 stig (einkunnir sjúkra- þjálfara). Sjúkraþjálfarar fengu 82 stig (eigin emkunnagjöf) og 85 (einkunnir iðjuþjálfa) (Parker and Chan, 1986). Þekking og samstarf fagstétta Metnaðarfullt heilbrigðiskerfi þarf á leiknu og vel upplýstu starfsfólki að halda. Þekking og leikni hafa breyst í gegn um árin þannig að fagstéttir þurfa að þróa með sér og nýta sér nýja þekkingu, nýjar hugmyndir og skoðanir til þess að mæta kröfum þjóðfélags- ins. Afkastamikið samstarf, samskipti og teymisvinna eru leikni sem allar heilbrigðis- stéttir þurfa til þess að geta skilað vönduðu starfi til skjólstæðinga sinna (Mosey, 1985; Richard, 1994). Með því að opna huga sinn, sýna áhuga og spyrja spurninga getur fagstétt öðlast talsverðar upplýsingar um hlutverk annarra fagstétta. Hugtök er varða starfsemi deilda geta verið misvísandi og því er mikilvægt að fá upplýsingar frá deildarstarfsmanni um hlutverkaskipti og starfssvið. Enn meiri upplýsingar fást með því að fylgjast með fagaðilunum að verki. Framkvæmd getur skýrt betur en munnlegar útskýringar hvað er verið að vinna með. Þegar skilningi á hlut- verki og starfsviði er náð er næsta skref að ræða hugsjónir viðkomandi stéttar (Mosey, 1986). í könnun Chakravorty's var skráð að 7 af 21 lækni (33.3%) starfandi utan sjúkra- hússins, höfðu einhverntíma í þjálfun sinni heimsótt iðjuþjálfunardeild á sjúkrahúsi. Höfundur taldi að önnur ástæðan fyrir því Þegar nemarnir voru spurðir hvort þeir teldu þörf fyrir iðjuþjálfun í heilbrigð- isgeiranum, svaraði allt úrtakið með annað hvort „mjög sammála" eða „sammála". að læknar starfandi utan sjúkrahússins voru betur upplýstir um iðjuþjálfun væri sú að iðjuþjálfar mynduðu sterkt faglegt samband við lækninn á meðan á þjálfun sameiginlegs skjólstæðings stæði (Chakravorty, 1993). Allen og Cruckshank (1977) breyttu lítil- lega mati Cruckshank’s; My Biggest Problem Today Inventory (MBPTI) og sendu til 100 iðjuþjálfa valda af handahófi. Algengasta var að iðjuþjálfar teldu það vera „óþægilegt vandamál" „að fá aðrar stéttir til að skil- greina og virða hlutverk iðjuþjálfunar" (Allen and Cruckshank, 1977, bls. 562). Oþægilegasta vandamálið og það tíunda í tíðni, fólst í því að öðlast skilning annarra stétta á iðjuþjálfun. Allen og Cruckshank töldu ástæðurnar m.a.vera að iðjuþjálfar hafi ekki náð árangri í að útskýra mörg og ólík hlutverk sín fyrir öðrum fagstéttum og að iðjuþjálfar eru óöruggir vegna skorts á tæknilegri kunnáttu og leikni. í könnuninni reyndist áhersla varðandi samvinnu og sam- skipti við aðrar heilbrigðisstéttir beinast að virðingu í samskiptum við teymisfélaga. Annað helsta „óþægilega vandamálið" tengdist virðingu gagnvart markmiðum og úrræðum annara. Allen og Cruckshank leg- gja til að iðjuþjálfar sem fagstétt, sem með réttu hreykir sér af þekkingu sinni og hæfni í mannlegum samskiptum, ættu að láta sam- starfsfólk njóta þeirra hæfileika ekki síður en skjólstæðinga (Allen and Cruckshank, 1977). Rannsóknaraðferð Tilgangur könnunarinnar var að varpa ljósi á viðhorf og þekkingu á iðjuþjálfun á íslandi hjá tilvonandi samstarfsfólki iðjuþjálfa. Þátt- takendur í könnuninni voru allt nemar á lokaári í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og félagsráðgjöf við Háskóla Islands. Spurningalisti sem kannaði viðhorf og þekkingu nemanna á iðjuþjálfun á íslandi var útbúinn af höfundi könnunarinnar, Gunnhildi Gísladóttur. Til að tryggja áreið- anleika spurningalistans sem var gerður á ís- lensku var hann þýddur á ensku og endur- þýddur á íslensku af öðrum aðila en höf- undi. Til að styðja gildi og áreiðanleika spurningalistans var könnunin prufukeyrð á litlum hópi nema. Könnunin var í tveimur hlutum; fyrra spurningablað (form A) og seinna spurn- ingablað (form B). Áður en nemarnir fengu síðara spurningablaðið (form B) lásu þeir staðreyndablað, með upplýsingum um iðju- þjálfun; hugmyndfræði, fræðilegan grunn, leikni, hlutverk og starfsvettvang iðjuþjálfa. I könnuninni var notaður Likert-kvarði með valmöguleikunum „mjög sammála", „fremur sammála", „hlutlaus", „fremur ósammála" og „mjög sammála". Notaðar voru fullyrðingar sem gáfu svarmöguleik- ana; „á", „nei" og „veit ekki" og kvarðar á bilinu 1-8 þar sem 1 var „mjög lítið" og 8 var „mjög mikið". Könnunin var lögð fyrir nemana í kennslustundum og í verknámi. Kynningar- blað var lesið fyrir nemana til að tryggja að allir hópar fengju sömu tilsögn. Form A innihélt eftirarandi sex liði: a) Bakgrunnur pinn og kynni pín af iðjupjálfun. Lýðeinkennum þýðis safnað. b) Þekking. Söfnun þeirra upplýsinga sem nemarnir hafa um iðjuþjálfun. c) Samvinna. Spurningar til að varpa ljósi á hvort nemar teldu sig hafa nægar upplýs- ingar til þess að starfa með iðjuþjálfum. d) Viðhorf. Athugun á viðhorfi nemanna til iðjuþjálfunar og einnig til þessarra fjög- urra heilbrigðisstétta. e) Framtíðin. Væntingar til samvinnu og þekkingar á iðjuþjálfun í framtíðinni. IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.