Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 9
læknanema og 77,3% hjúkrunarfræðinema töldu iðjuþjálfun vera skylda annarri fag- stétt. Þeir nemar sem töldu iðjuþjálfun vera skylda annarri fagstétt voru beðnir að til- greina þá fagstétt. í flestum tilfellum var sjúkraþjálfun nefnd ein eða ásamt öðrum fagstéttum. Samtals töldu 71% nemanna sjúkraþjálfunar-og iðjuþjálfastéttirnar tengj- ast. (Sjá mynd 4). c) Samvinna Nemarnir voru spurðir hvort þeir hefðu nægar upplýsingar um iðjuþjálfun til að skil- ja störf iðjuþjálfa í heilbrigðisþjónustu. Níu- tíu og níu nemar (98%) svöruðu með meðal- gildið 2,24 (SD = 0,83) þar sem 1 var „mjög sammála" og 5 var „mjög ósammála". Eng- inn marktækur munur reyndist á milli hópanna fjögurra, p = 0,188. Enginn mark- tækur munur fannst á meðaltali nema- hópanna fjögurra frá fyrra spurningablaði til hins seinna, p = 0,259. Notað var t-próf til að bera saman muninn á svörum alls hópsins í þessari spurningu fyrir og eftir lestur stað- reyndablaðsins. Fundinn var marktækur munur, p < 0,001, þar sem hópurinn var meira samþykkur fullyrðingunni eftir að hafa lesið staðreyndablaðið (M = 0,35) en fyrir lestur staðreyndablaðsins. (Sjá töflu 1). I svörum við fullyrðingunni „ég á von á því að starfa með iðjuþjálfa í framtíðinni" var marktækur munur á milli hópanna fjög- urra, p < 0.001. Tukey aðferð, með 5% mörk, sýndi að hjúkrunarfræðinemar voru mark- tækt meira sammála fullyrðingunni (M = E39) en læknanemar (M = 2,00) og nemar í félagsráðgjöf (M = 2,71). Þegar spurt var fyrir lestur staðreynda- blaðs hvort nemarnir teldu að þeir hefðu nægar upplýsingar um iðjuþjálfun til að starfa með iðjuþjálfa var greindur marktæk- nr munur á milli hópanna fjögurra, p = 0,002. Tukey-aðferð, með 5% mörk, sýndi að sjúkraþjálfanemar voru marktækt meira sammála (M = 1,72) þessari spumingu en hjúkrunarfræðinemar (M = 2,69) og lækna- nemar (M = 2,82)(Sjá töflu 1). Á seinna spurningablaði fannst enginn marktækur ntunur á hópunum fjórum, p = 0,069. Þegar svorin af fyrra og seinna spurningablaði vom borin saman sást marktækur munur á svörun (M = 0,43) þar sem nemarnir vom nteira sammála fullyrðingunni eftir að hafa fésið staðreyndablaðið, p < 0,001. Sextán nemar (15.8%) voru mjög sam- mála og 33 (32.7%) voru sammála fullyrðing- nnni „Eg vil breyta samstarfi minnar fag- stéttar og iðjuþjálfunar". Marktækur munur reyndist á milli hópanna, p = 0,001. Tukey- aðferð, með 5% mörk, sýndi að hjúkrunar- Mynd 1 - Þátttakendur höfðu allir heyrt um iðjuþjálfun 25 fjölskyldu hjá Iðjuþjálfa Mynd 2 - Hafa verið gefnar upplýsingar um iðjuþjálfun í þínu námi? Læknisfræði Hjúkrunarfræði Sjúkraþjálfun Félagsráðgjöf i ijá 11 nei Mynd 3 - voru heimsóknir á iðjuþjálfunardeildir liður í þúnu námi? Uppfylltu þær heimsóknir væntingar þínar? 100%-------------- ------------------------------- ------------------------------ Læknisfræði Hjúkrunarfræði Sjúkraþjálfun Félagsráðgjöf Fór ekki í heimsókn Fór í heimsókn sem uppfyllti ekki væntingar 11 Fór í heimsókn sem uppfyllti væntingar IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - <?

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.