Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 15
Krog prófinu á haustin, sem er lagt fyrir 6 ara börnin. Það var danskur talkennari sem utbjó matstæki sem er lagt fyrir sex ára börn, þetta er lagt fyrir allan bekkinn í einu, ýmis hugtakaskilningur er skoðaður og hvort börnin t.d. þekki tölur og form. Þegar búið er að leggja þetta fyrir förum við sem erum í fyrirlögninni saman yfir verkefni hvers barns fyrir sig og metum hvaða börn þurfa nreiri stuðning í bekknum. Telurðu að það skili árangri að þú sem iðjuþjálfi sért með íþessari vinnu? Alla vega vilja þær hafa mig með og biðja uúg um að koma. Áður ef við sáum börn sem að okkar mati þurftu að fara í hreyfi- þroskapróf, þá tók ég það en nú vísa ég á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Varðandi aðkomu mína að skólamálun- um þá er ég mjög ánægð með að eftir að hafa tekið hreyfiþroskapróf á barni í Mýrarhúsa- skóla þá hafði skólastjórinn samband við ruig stuttu seinna og sýndi áhuga á að fá iðjuþjálfa í skólann og unnum við saman að því að komið var á eins árs tilraunaverkefni þar sem iðjuþjálfi var ráðinn við skólann og tvo leikskóla sem eru í nálægð skólans. Síð- an var iðjuþjálfinn fastráðinn. Þú einbeitir þér að þjónustunni við nldraða, hvemig er aðkoma þín að þeim málum? Eg fæ beiðni um að fara heim til fólks. Astæður fyrir beiðninni geta verið margar. Það getur verið að fólk eigi erfitt með að standa upp úr stól, komast fram úr rúmi, snua sér í rúminu, fara á salerni, fara í stur- tu, eða eigi erfitt með að annast sjálft sig á einhvern hátt. Ég hringi alltaf áður í viðkom- andi og við ákveðum hvenær ég kem. Ég byrja á því að spjalla við fólkið um þeirra vanda og kem með tillögur að lausnum í samráði við það. Oft hef ég með mér hjálpar- tæki t.d. ef ég veit að viðkomandi á erfitt með að ganga um íbúðina, þá hef ég með mer göngugrind og læt viðkomandi prófa eða kem aftur stuttu seinna með þau hjálpar- tæki sem viðkomandi þarf að prófa. Ég nota °ft matstækið Mæling á færni við daglega iðju. Þar kemur ýmislegt fram sem mér dytti ekki í hug að spyrja fólk um og oft er síðan baegt að taka á þeim erfiðleikum og leysa. Ég aðstoða svo fólk við að sækja um hjálpartæk- in. Ef fólk hefur fengið eitthvað hjálpartæki áður þá þarf ég ekki að hafa samband við lækni heldur get ég sent beiðnina beint í Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar Kíkisins. Ef fólk hefur ekki fengið hjálpar- t®ki áður þá sendi ég beiðnina til heimilis- læknis og bið hann að útfylla hana eða ég út- fylli það sem fólk þarf og það fer sjálft með beiðnina til síns læknis. Síðan útskýri ég fyr- ir fólki hvernig ferlið er. Stundum kem ég aftur til þeirra, stundum ekki. Oft fer ég aft- ur og aftur til fólks, það kemur e.t.v. einhver nýr vandi upp. Oft er það yngra fólkið sem er með einhverja sjúkdóma eða fötlun sem hringir þegar nýr færnivandi kemur upp. Ég er þá búin að byggja upp tengslin og fólkið hringir sjálft í mig. Mjög mikilvægt er að fólk hafi tök á að búa heima eins lengi og það vill, við aðstæð- ur sem eru viðunandi þrátt fyrir minnkandi færni. Hægt er að nefna dæmi um eldri konu sem ég fór til. Hún komst ekki út úr húsi nema í fylgd einhvers. Eftir að hafa prófað göngugrind þá segir hún „núna get ég farið ein út í búð og verslað". Þetta gaf henni auk- ið sjálfstæði og ánægju. Ég er með ákveðnar skoðanir um verksvið iðjuþjálfa varðandi heilsuvernd aldraðra. Hvað með heilsueflandi heimsóknir til aldraðra? Ég hef mikinn áhuga á því að þeim verði komið á, svipað og gert er á Akureyri. Þar fara iðjuþjálfar og hjúkrunarfræðingar heim til 75 ára og eldri tvisvar sinnum á ári. Ég tel að svona heimsóknir geti gert fólki auðveld- ara að takast á við ýmis færni vandamál sem koma upp og einnig geta svona heilsuefl- andi heimsóknir verið fyrirbyggjandi. Kom- ið hefur í ljós hvað það er mikilvægt að koma á tengslum á milli skjólstæðinganna og heilsugæslunnar. Ég sé svona verkefni geta farið af stað út frá heilsugæslustöð, en auðvitað þarf að undirbúa slíkt verkefni mjög vel áður en það getur farið af stað. Annað sem mér finnst mjög áhugavert og það er heilsuvernd aldr- aðra. Ég hef í samvinnu við hjúkrunarfræð- ing á Hlíðarstöðinni hafið fræðslu í því hver- fi. Ég er með ákveðnar skoðanir um verksvið iðjuþjálfa varðandi heilsuvernd aldraðra. Mín hugmynd er sú að útbúið verði fræðslu- efni sem hjúkrunarfræðingar og iðjuþjálfar ynnu saman og fara með það í félagsmið- stöðvar t.d. tvisvar á ári. Þetta yrði hugsað sem fræðsla tengt iðju og heilsu og ákveðið efni tekið fyrir í hvert skipti. Til dæmis hreyfing og heilsa, hvað get ég gert til að forðast byltur heima hjá mér, sjón og lýsing, heyrn og hávaðavaldar, næring og hollusta, fætur og fótabúnaður o.s.frv. Tilgangurinn væri að upplýsa eldri borgara svo þeir verði betur í stakk búnir til að gera eitthvað sjálfir og eigi auðveldara með að leita aðstoðar. Þessi fræðsla yrði á félagsmiðstöð hverfisins og síðan gætu iðjuþjálfinn og hjúkrunar- fræðingurinn verið til viðtals eftir fræðsluna eða næsta dag ef fólkið vill fá meiri upplýs- ingar. Síðan myndi þetta efni fara á næstu fé- lagsmiðstöð, hjúkrunarfræðingurinn og iðjuþjálfinn í því hverfi sæju um að koma því á framfæri og að fylgja því eftir. Þetta væri almenn fræðsla ekki sjúkdómamiðuð, þar sem fólk væri hvatt til heilsueflingar. Sérðu fleira fyrir þér varðandi heilsu- vemd aldraðra? í framhaldi af þessu sé ég fyrir mér að gerður yrði samningur milli heilsugæslunn- ar í Reykjavík, Félagsþjónustunnar, Félags eldri borgara og Landlæknisembættisins um verkefnið heilsuefling aldraðra. Heilsugæsl- an tæki að sér fræðsluna, Reykjavíkurborg legði til húsnæði fyrir fræðsluna þ.e. félags- miðstöðvarnar og biði upp á eða seldi kaffi. Félag eldri borgara sæi um að kynna þetta fyrir sínum aldurshóp og Landlæknisemb- ættið myndi styðja þetta sem heilsueflandi framtak. Síðan yrði gerður samningur við sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara sem eru með þjálfunartæki og heilsuræktarstöðvar um að greiða aðgang eldri borgara að þessum stöð- um sérstaklega þegar minna er að gera að deginum. Á heilsuræktarstöðvunum yrðu sjúkraþjálfarar og sjálfstætt starfandi iðju- þjálfar á staðnum til að leiðbeina eldri borg- urum m.a. við styrktar og jafnvægisþjálfun og koma þeim af stað í þjálfunarprógramm. Það yrði tónlist sem myndi henta þessum aldurshópi og fólk yrði boðið velkomið á þessa staði. Fólkið fengi leiðsögn í tækin og væri síðan fylgt eftir. Ef í ljós kæmi að eldri borgarar væru með iðjuvanda eða röskun á iðju gæti viðkomandi fengið beiðni/leiðsögn iðjuþjálfa sem gæti boðið fram sína þjónustu og Tryggingastofnun Ríkisins tæki þátt í þeirri greiðslu. Þessi þjónusta yrði ódýr fyrir eldri borgara og þannig yrði það eðlilegur hlutur að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. En það verður að segjast að iðjuþjálfar eru mik- ið búnir að reyna að fá samning við T.R., en án árangurs. Eitt í viðbót sem ég sé fyrir mér í endur- hæfingu aldraðra. Það er mjög gott að fólk geti farið í endurhæfingu t.d. inn á Landa- kot. En ég get líka séð fyrir mér stað sem er ódýrari í rekstri. Þar væri iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun og fólk kæmi á daginn í t.d. þrjá mánuði í þjálfun. Oldrunarlæknir væri tengdur staðnum og hjúkrunarfræðingur en IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 15

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.