Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 21
Elsa B. Þorvaldsdóttir Iðjuþjálfun á Heilbrigðis stofnun Þingeyinga 1. september 2001 hóf undirrituð störf við Heil- brigðisstofnun Þingeyinga. Hér hafði í litlu mæli verið starfandi iðjuþjálfi áður, þannig að fáir virt- ust vita mikið um störf iðjuþjálfa. Svo nú var bara að bretta upp ermamar og kynna störf iðjuþjálfa og fá fólk til þess að átta sig á því að iðjuþjálfar eru þarfaþing, hvort sem það er innan heilsugæslu, skólakerfisins eða félagsþjónustunnar. Eitthvað vafðist fyrir mönnum hvar ætti að stað- setja mig og á tímabili leit út fyrir að það yrði langt frá öllum „mannabyggðum", síma og tölvulaus en ef svo hefði orðið er stór spurning hvað ég hefði stoppað lengi... Þegar ég bar fram kvörtun var gripið á það ráð að setja mig inn á skrifstofu fram- kvæmdastjórans, þar sem hann var í barnseignarfríi. En þegar menn sáu skrifstofuna fyllast af boltum, dýnum, spilum og litum leist þeim ekki á blikuna þar sem að þetta var nú einu sinni skrifstofa fram- kvæmdastjórans en ekki leikfangasafn!! Á elleftu stundu fann fjármálastjórinn lausn á þessu máli og var nú iðjuþjálfinn settur inn á skrif- stofu á heilsugæslustöðinni sem tilheyrir ungbarnaeft- irlitinu. Þetta eru tvö samliggjandi herbergi sem eru bara notuð einu sinni í viku við ungbarnaeftirlit. Ann- að herbergið er nýtt sem biðstofa. Þetta var einkar góð lausn, þar sem að ég fékk nú bæði skrifsstofu og her- bergi sem ég get notað til hreyfiþjálfunar. Á fimmtu- dögum þegar ungbarnaeftirlit er, þarf ég að fara úr herberginu en þá er ég með starfandi hóp og þarf minna á herbergjunum að halda. Þetta er einkar góð En þegar menn sáu skrifstofuna fyllast af boltum, dýnum, spilum og litum leist þeim ekki á blikuna þar sem að þetta var nú einu sinni skrifstofa framkvæmdastjórans en ekki leik- fangasafnl! lausn þar sem iðjuþjálfinn þjónar bæði fólki út í bæ og fólki inniliggjandi á deildum. Nú er ég í góðu sam- bandi við fólkið sem starfar á heilsugæslunni, lækn- ana, ritarana og starfsfólkið uppi á deildum þannig hef ég góða yfirsýn yfir starfsemina á sjúkrahúsinu. Ég segi nú þessa sögu vegna þess að mér fannst erfitt að byrja á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem ný og hvað þá sem „ný" starfsstétt. Það er mikilvægt að tekið sé vel á móti nýju fólki, allavega búið að finna út hvar á að staðsetja viðkomandi. Það getur haft allt að segja um framhaldið. Ég kom frá mjög litlum og heimilislegum vinnu- stað og fékk eiginlega áfall fyrstu vikumar hér og þakkaði fyrir að hafa aldur, reynslu og fyrri störf á bakinu. Mér fannst ég svo skelfilega ein. En eftir nokkrar erfiðar vikur í byrjun hefur fólk reynst mér einkar vel og verið einstaklega jákvætt og gott við mig. „Sígandi lukka er best". Starf mitt sem iðjuþjálfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þjónar stóm svæði, allri Norður- og Suður- Þingeyjarsýslu. Á því svæði em 6 heilsugæslustöðvar og þar búa rúmlega 5000 manns. Ég er í 75 % starfi sem iðjuþjálfi og sinni báð- um deildum sjúkrahússins þ.e.a.s. öldrunardeild og almennri deild. Eins er ég til staðar fyrir fólk sem teng- ist heilsugæslunni hér og öllum þeim stöðum sem heyra undir Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ég vinn einnig með börnum í leik- og grunnskólum sveitarfé- lagsins í náinni samvinnu við Félags- og skólaþjón- ustu Þingeyinga. í raun er þetta ansi yfirgripsmikið og ef vel ætti að vera sé ég fyrir mér að í framtíðinni þyrf- tu að vera hér tvær stöður fyrir iðjuþjálfa ef veita á góða þjónustu. Eins þyrfti að ráða iðjuþjálfa á Hvamm sem er heimili fyrir aldraða tengt sjúkrahúsinu en rek- ið af sveitafélögunum. Þegar um einn iðjuþjálfa er að ræða í svona samfé- lagi út á landi þarf hann að geta unnið með ansi breið- um hóp. Það þýðir lítið að ætla sér bara að vinna með ákveðinn hóp eins og bara með fullorðnum eða bara börnum. Enda hef ég aldrei áður unnið með 7 mánaða gamalt barn og nírætt gamalmenni á sama tíma. Þetta gerir starfið litríkt og fjölbreytt. Þegar ég hóf störf hér gerði ég „statistik" yfir þau verkefni sem ég vann. I desember hætti ég því en er að velta fyrir mér að byrja aftur. Það getur verið ágætt að sjá í hvað tíminn fer og hvort væri hægt að nýta hann eitthvað betur. Það er í raun ágætis verkfæri til þess að auka gæði í starfi. I fyrstu þurfti ég að sinna töluverðu kynningar- starfi og er í raun ennþá að kynna starf mitt sem iðju- þjálfi en vil þó helst láta verkin tala. Ég hélt kynningu fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á heilsugæsl- unni byrjun september. Eins hélt ég kynningu fyrir starfsfólk á Félags-og skólaþjónustunni í september. í nóvember 2001 hélt ég kynningu á starfi mínu með börn fyrir kennara í grunnskóla Húsavíkur. f febrúar hélt ég svo fyrirlestur fyrir slysavarnarkonur og í apr- íl fyrir starfsfólk á leikskólanum Bestabæ. Eins hef ég haldið fyrirlestra fyrir ýmsa hópa sem hafa komið á námskeið á vegum Heilbrigðisstofnunarinnar. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002 - 21

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.