Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 22
Á deildum sjúkrahússins Ég vinn með sjúklinga á báðum deildum sjúkrahússins, verkefnin eru margskonar; æfingameðferð, færnimat eða færniþjálfun, vitrænt mat og þjálfun. I sumum tilfellum þarf að sækja um hjálpartæki. Eins hef ég töluvert farið í heimilisathuganir og athug- að aðstæður heima fyrir, hvort einhverju þurfi að breyta eða lagfæra, oftast þá í tengslum við útskrift sjúklinga. Eins geri ég mat á því hvort skjólstæðingur þurfi meiri aðstoð til þess að geta búið heima og er þá í góðum tenglsum við heimahjúkrun eða starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar. Ég vinn eftir beiðnum frá læknum og hjúkrun- arfólki. Á heilsugæslustöð Þar vinn ég einnig eftir beiðnum frá læknum og hjúkrunarfólki. Eins vísar starfsfólk Fé- lags-og skólaþjónustunnar á mig. Ég fæ tölu- vert af fólki til mín á stofuna, sumir þurfa ráðgjöf/stuðning, aðrir æfingameðferð t.d. handarþjálfun. Sumir koma í vitrænt mat og þjálfun. Aðrir þurfa ráðgjöf í sambandi við hjálpartæki eða breytingar á húsnæði. Eins veiti ég ráðgjöf í sambandi við liðvernd og útbý spelkur. Ég hef í sumum tilfellum valið að vinna með skjólstæðinga heima í því um- hverfi sem þeir þurfa að vera virkir. Eins er ég með starfandi hóp sem samanstendur af fimm einstaklingum sem eiga það sameigin- legt að hafa þurft að hætta að vinna á miðj- um aldri. Þau eru frá 38-52 ára. Ein er með MS sjúkdóm, einn með Parkinsonsjúkdóm, einn með mænuskaða, ein með krónisk bak- vandamál og einn með þunglyndi. Hópur- inn hefur náð ótrúlega vel saman þrátt fyrir ólíka sjúkdóma. Ég fer mikið í heimilisathuganir hér og í sveitunum í kring og skoða aðstæður og sæki um hjálpartæki ef þess er þörf. Gott samstarf er við starfsfólk heilsugæslu, hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða og hef ég farið með þeim í heimilisathuganir í Mývatnssveit og á Þórshöfn og nágrenni. Eitt sinn fór ég á dvalarheimilið Naustið á Þórshöfn og skoð- aði það með tilliti til þess hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til þess að fá íbúa til þess að vera virkari/taka meiri þátt. Stór þáttur í starfi mínu fer í að sinna börnum Síðan í október hef ég unnið með ca 30 börn á aldrinum 6 mánaða til 14 ára. Þeim er vís- að til mín annaðhvort af lækni/hjúkrunar- fræðingi eða frá Félags-og skólaþjónustunni. Ég hef þá fengið þau hingað til mín, þar sem ég geri mat á skyn og hreyfiþroska, met þörf fyrir hjálpartæki og aðstoð og útbý þjálfun- argögn. Flest koma einu sinni til tvisvar til mín, allt eftir því hvernig gengur að prófa þau. Síðan skrifa ég skýrslu og fer með hana á skilafund með foreldum og kennara/sér- kennara barnsins. Ef barnið er í leikskóla hef ég svipaðan fund með leikskólakennara ...allt lífið, jafnvel veðrið í útvarpinu snýst um þann hluta íslands. barnsins. A þessum fundum fer ég yfir nið- urstöður og gef ég ráð um áframhaldandi vinnu með barninu. Ég fer alltaf í skóla- eða leikskólaheimsókn til barnsins. Ég vil sjá barnið í sínu umhverfi. Það er nauðsynlegt ef skoða á t.d. setstöðu barnsins. í sumum til- fellum kemur barnið áfram til mín í þjálfun í 10-12 vikur og sum lengur. Fyrir utan Borg- arhólsskóla (grunnskóla Húsavíkur) hef ég farið að hitta börn og kennara á Raufarhöfn, í Stóru Tjarnarskóla, í Lundi, í Hafralækja- skóla, Litlu-Laugum og í barnaskóla Bárð- dælinga. Eins hef ég sinnt börnum í leikskól- um Húsavíkur og í leikskóla Hafralækjar- skóla. Eins hef ég haft afskifti af börnum sem eru það lítil að þau eru ekki komin í leik- skóla. Þegar unnið er með börn er samvinna við foreldra og þá sem sinna barninu hvort heldur sem er á leikskóla eða í skóla einkar mikilvæg. Próf sem að ég nota á HSÞ: AMPS (skjólstæðingsmiðað matstæki) WRI (Viðtalsform um starfshlutverk) MMSE (til þess að prófa vitræna færni) A-ONE (meta færni við framkvæmdir daglegs lífs) COPM (mat á færni við iðju) Kliniskar athuganir unnar af Anne Fisher og Anita Bundy (skyn-og hreyfiþroski) Ymsar hliðarathuganir unnar af iðj- þjálfum Fínhreyfiathuganir FBDI spurningarlisti fyrir foreldra (færni barna við daglega iðju í leik-eða grunn- skóla) SFA (Skóla-færni-athugun) PEDI (til þess að meta færni yngri barna við daglegar athafnir) MAP þroskaprófið og Movement ABC hreyfiþroskaprófið eru á leiðinni og verða vonandi komin í hús í haust. Sem iðjuþjálfi á HSÞ vinn ég afar sjálf- stætt og get í raun hagað vinnu minni eins og ég óska. Það gefur mikla möguleika og er mjög skemmtilegt. Starfið byggir mikið á samstarfi við aðrar fagstéttir. Bæði innan Heilbrigðisstofnunarinnar og við Félags-og skólaþjónustuna. Til stendur að gerður verði samningur við Félags-og skólaþjónustuna um að hún greiði 25 % af mínu starfi. Það var stórt skref að taka þá ákvörðun að flytja sex manna fjölskyldu úr Hafnarfirði norður á Húsavík. Eins og elsti sonur minn sagði þegar hann frétti að þetta stæði til „til hvers"? Já til hvers, góð spurning, því okkur leið einkar vel í okkar daglega lífi í Hafnar- firði og vorum ekki að fara vegna þess að við værum ekki ánægð. Við foreldrarnir áttum okkur draum um að prófa að búa út á landi og töldum að börnin okkar fjögur myndu græða á því að fá að prófa að búa út á landi. Við létum draum okkar rætast og sjáum ekki eftir því (ég segi nú ekki, að það hafi ekki komið smá efi í mig þegar ég leit út um gluggann einn morgun í júní og allt var hvítt úti...) Það er mjög ánægjuleg lífsreynsla þegar maður er búin að vinna í fjölda ára á suð- vesturhorni landsins og allt lífið, jafnvel veðrið í útvarpinu snýst um þann hluta ís- lands. Að uppgvöta fullt af venjulegu ham- ingjusömu og glöðu fólki sem býr á ótrúleg- ustu stöðum á norðaustur hluta landsins. Að fara í heimilisathugun á sveitabæ og þurfa að keyra langan veg að bænum, sjá svo allt í einu himininn opnast og sjá bæinn bera við þá fallegustu fjallasýn sem maður hefur aug- um litið og hugsa „hvað er allt þetta fólk að gera fyrir sunnan?" Eins að keyra lengi, lengi á leið í skólaheimsókn, halda að maður sé löngu villtur en svo allt í einu kemur lítið skólahús í Ijós, gengur inn og þar er allt fullt af lífi, kátir krakkar fullir af æsku og þrótti og hitta fólk sem er að reyna að gera sitt besta til að börnin fái sem besta kennslu. ..og hugsa „hvað er allt þetta fólk að gera fyrir sunnan"? Þetta er yndisleg upplifun og ég get svo sannarlega mælt með að fleiri prófi þetta. Það er alltaf hægt að fara „heim" aftur. En maður verður að vera jákvæður og sveigjan- legur í starfi. Það er kannski ekki alltaf allt eins og maður vill en maður fær bara svo margt í staðinn. Og stóri strákurinn minn er ekki tilbúinn nú ári síðar að fara alveg strax til baka afur, ekki frekar en við hin. Höfundur er iðjuþjálfi og starfar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 22 - IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.