Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 23
Iðjuþjálfun á Heilbrigðis stofnun Sauðárkróks berglind ÁSGEIRSDÓTTIR Ég réð mig til starfa ú Heilbrigðisstofnun Sanðár- króks (HS) haustið 2000. Ég og fjölskyldan höfðum lengi gengið með þann draum að búa úti á landi í lengri eða skemmri tíma. Við fluttum til íslands vorið 1995 eftir sjö ára dvöl í Svíþjóð við nám og störf. Ég hóf störf á Sjúkrahúsi Reykjavtkur-Foss- vogi þá um haustið undir þeim formerkjum að fara á Landakotsspítala í tengslum og þróun á opnun öldrunarspttala. Ég starfaði í tvö ár hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur-Landakoti fram til þess að Öldrttnar- lækningadeild Rtkisspítala og Landakots samein- aðist. Ég hóf þá störf á nýjum starfsvettvangi með bömum á Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut og starfaði þar í tvö ár en ákvað þá að ráða mig á Landspítalann við Hringbraut. Sú dvöl varð nú ekki nettta eitt ár, þar sem aftur kom upp hugmyndin um að fara út á land. Forsendurnar voru þær að ég og maðurinn minn myndum bæði geta fengið vinnu við hæfi. Sauð- árkrókur var inni í myndinni. Haft var samband við HS og þar var tekið vel í að ráða iöjuþjálfa en það hafði verið í stefnumótun stofnunarinnar. Maðurinn minn var komin með spennandi starf líka og við feng- um húsnæði leigt af HS sem var ekki verra, meðan við vorum að átta okkur á aðstæðum. Við fluttum því norður sumarið 2000 og ég mætti til vinnu fyrsta mánudag í september. Starfshlutfallið var 50%, því ég vildi geta sinnt börnunum vel í byrjun við nýjar að- stæður. Eins og með fleiri heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni þá er heilsugæsla og sjúkrahús og í fleiri til- vikum dvalarheimili tengd saman í eina stofnun. í umfjöllun minni mun ég því horfa til stofnunarinnar og samfélagsins í heild. HS þjónar sveitarfélaginu Skagafirði að meðtöldum Akrahrepp en að undan- skyldum Fljótahrepp, sem nýtur þjónustu Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar. Fjöldi þeirra sem búa á um- ræddu þjónustusvæði er 4.280. Heilbrigðistofnunin samanstendur af sjúkradeild með 16 rúmum, auk 4 rúmum fyrir sængurkonur, öldrunardeild þar sem búa 19 einstaklingar, hjúkrunarheimili þar sem búa 37 einstaklingar, auk þjónusturýmis þar sem 10 einstak- lingar búa. Að síðustu er það svo Heilsugæslustöðin sem er hluti af þessu öllu saman. Á HS starfa sex lækn- ar. Fjórir eru menntaðir heilsugæslulæknar, einn er lyflæknir og að auki er geðlæknir sem starfar í 20% stöðu. Hingað koma sérfræðingar og þjóna í nokkra daga í senn með ákveðnu millibili. Bráðaþjónusta er stór þáttur í þjónustu HS. Sjúkraþjálfun hefur verið starfrækt hér í rúm 20 ár og í dag eru fjórir sjúkraþjálf- arar starfandi við stofnunina. Þeir vinna hver og einn ekki nema tæplega 30% fyrir sjúkrahúsið en starfa síð- an sjálfstætt og nýta aðstöðu þess. Aðstaða þeirra hef- ur verið bætt til muna og kallast í skipulaginu endur- hæfing. Byggð hefur verið sundlaug, búningsklefar, æfingasalur, auk móttöku og er aðstaða þeirra fullnýtt í dag. Félagsþjónustan kemur í dag í staðinn fyrir Svæð- isskrifstofu fatlaðra sem fyrir fáum árum var starfrækt hér á Sauðárkróki og þjónar m.a. fötluðum einstak- Iingum í Skagafirði. Félagsþjónustan rekur dagvist fyrir aldraða í húsnæði HS, auk þess að reka þjónustu- bíl fyrir fatlaða, sambýli og iðju , sem er einskonar dagvist fyrir yngri fatlaða einstaklinga. Félagsmála- stjóri, félagsráðgjafar og þroskaþjálfar eru meðal ann- ars starfandi á vegum Félagsþjónustunnar. Mikill áhugi hefur verið hjá þeim að nýta þjónustu iðjuþjálfa við HS, enda þekkja þeir störf iðjuþjálfa, þar sem tveir iðjuþjálfar störfuðu á Sauðárkróki á vegum Svæðis- skrifstofu fatlaðra í nokkur ár. Heimsóknarþjónusta, sem er sjálfboðavinna á vegum Rauða krossins og kirkjunnar, er nýnæmi á Sauðárkrók. Skólaskrifstofa er einnig starfrækt hér á Sauðárkróki. f grunnskólan- um er námsver, þar sem stuðningur er veittur fyrir fjölfötluð börn eða börn sem þurfa meiri stuðning. Þroskaþjálfi heldur utan um starfsemi námsversins sem er ótengt sérkennslu. Tveir leikskólar eru starf- ræktir á Sauðárkróki. Á Hofsósi, Hólum og Varmahlíð er leikskóli og grunnskóli. í Akrahreppi er barnaskóli. Ég hafði fengið þau viðbrögð frá almenningi um að mikill kostur væri að fá iðjuþjálfa í sam- félagið og sá fyrir mér skemmtilega möguleika. Á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra. Þar er meðal annars starfsbraut fatlaðra, þar sem Að- alheiður Reynisdóttir iðjuþjálfi starfar. Eg mætti með tilhlökkun til vinnu í byrjun septem- ber 2000. Ég hafði fengið þau viðbrögð frá almenningi um að mikill kostur væri að fá iðjuþjálfa í samfélagið og sá fyrir mér skemmtilega möguleika. Þetta var spennandi. Það kom mér því mikið á óvart að enginn undirbúningur hafði verið á HS í tengslum við ráðn- ingu mína. Hugmyndir voru uppi um það að ég myndi staðsetja mig hjá sjúkraþjálfurum og nýta mér þeirra aðstöðu en þar var ekki pláss. Hvað nú! Ég fékk lítið herbergi í gömlu álmunni á fyrstu hæð og starfið var í mínum höndum. Gamalkunn tilfinning kom upp frá því ég byrjaði á Landakoti með tómt herbergi. IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 2J

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.