Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 25
°g horfa fram hjá öðru. Ég hef þurft að sýna frumkvæði og ítreka mikilvægi samvinnu og reyna að gera sjálfri mér og öðrum grein fyr- n því að ég vinn mitt starf ekki ein, heldur þarf ég að geta nýtt umhverfið. Ég hef þurft að trúa á sjálfan mig og hafa trú á mikilvægi þjónustu iðjuþjálfa, sem eitt af úrræðunum fyrir þetta umhverfi. Kannski er það ég sem er að læra mest í þessu umhverfi, en þetta hefur verið heill skóli fyrir mig. Við iðjuþjálf- ar a Islandi höfum lengi ekki getað annað vaxandi eftirspurn eftir þjónustu okkar. Við stöndum því frammi fyrir því í dag að þörf- inni hefur víða verið mætt með öðrum úr- ræðum. Þetta þurfum við að vera meðvituð Með góðri samvinnu er hægt að gera frábæra hluti. um núna þegar okkur fjölgar ört og mæta því með skilningi, en sýna samtímis hvað við höfum fram að færa og hvað í okkur býr. Að lokum vil ég nefna einn þátt sem hef- ur gefið starfinu mikið gildi og stuðlað að sýnilegri iðjuþjálfun hér á HS, auk þess að vera mikil hvatning fyrir mig persónulega og faglega. Það eru þeir iðjuþjálfanemar sem hafa verið í verknámi héma. Þeir hafa allir lagt sitt að mörkum til þess að gera iðjuþjálf- un sýnilegri og hafa allir hver á sinn hátt markað spor í þróun þjónustu iðjuþjálfa í Skagafirði. Höfundur er iöjuþjálfi á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks Iðjuþjálfun og heilsugæslan - Hugleiðingar iðjuþjálfa Fyrir nokkrum árum var ýtt úr vör tilraunaverk- efninu iðjuþjálfun í heilsugæslu á vegum heil- brigðisráðuneytisins. Undir- rituð var verkefnisstjóri til- raunaverkefnisins og tók þátt í undirbúningi þess frá upp- hafi. Iðjuþjálfun fékk góðar móttökur hjá neytendum og samstarfsfólk og fulltrúar ráðuneytisins sem komu að verkefninu gerðu því góðan róm. Sérstök matsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að bjóða upp á þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslunni. Síðan eru liðin fjögur ár og lítið sem ekkert gerst. Guðrún Haf- steinsdóttir iðjuþjálfi, sem var einn þriggja iðjuþjálfa sem unnu við tilraunaverkefnið, vinnur nú á heilsu- gæslustöðinni í Mjódd og hefur sýnt og sannað enn frekar að þörfin fyrir iðjuþjálfa í heilsugæslunni er mikil. í hugmyndafræði iðjuþjálfa er lögð áhersla á sam- spilið milli manneskjunnar og þess umhverfis sem hún lifir í. Iðjuþjálfar leitast við að aðlaga umhverfið að þörfum skjólstæðingsins. Oftast er markmiðið að skjólstæðingurinn geti búið á heimili sínu, verið sem mest sjálfbjarga og lifað innihaldsríku lífi. Yfirlýst markmið heilbrigðisyfirvalda er að auka þjónustu við fatlaða og lasburða aldrað fólk og gera þeim kleift að búa heima sem lengst. En er unnið að þessum mark- miðum á sannfærandi hátt?? Undirrituð starfaði við endurhæfingu á Reykja- lundi í 16 ár. Þar varð ég áþreifanlega vör við skort á þjónustu iðjuþjálfa úti í samfélaginu sem varð oft til þess að fresta þurfti útskrift skjólstæðinga. Einnig hef ég reynslu af því að oft hefði mátt koma í veg fyrir inn- lögn á stofnun hefði iðjuþjálfun verið í boði utan hennar. Þegar ég tók þátt í tilraunaverkefninu iðjuþjálfun í heilsugæslu og kom inn á heimili fólks varð ég vör við að margir voru í mikilli þörf fyrir stuðning, ráðgjöf og upplýsingar og algengt var að fólk þekkti ekki rétt sinn innan kerfisins. I hinum títt nefndu nágrannalöndum okkar hefur þáttur iðjuþjálfa í þjónustu úti í samfélaginu stórauk- ist á undanförnum árum á meðan við drögum lapp- imar endalaust hér á íslandi. Allir sem að málinu koma eru sammála um að þörfin fyrir iðjuþjálfa er til staðar og hagkvæmt sé að bjóða þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslunni en það eru svo mörg önnur mál sem virðast hafa meiri forgang hjá þeim sem taka ákvarð- anir um hvernig fjármagni er ráðstafað.....því það er það sem allt veltur á ekki satt?????? Ég sé fyrir mér að iðjuþjálfun verði hlekkur í þjón- ustukeðju sem heilsugæslan býður upp á - þannig eigi allir kost á breiðri þjónustu sem tekur til sem flestra þátta daglegs lífs og stuðlað verði að því að einstak- lingar með skerta getu verði færir um að búa heima, nýta sínar sterku hliða og njóta lífsins gæða eins og frekast er unnt. Þetta hljómar klisjukennt en ég veit að þetta er hægt og oft þarf ekki mikið til. Reynsla mín í starfi sem iðjuþjálfi innan endurhæfingar, heilsugæslu og öldrunar, með heilabilun sem sérsvið, hefur sann- fært mig um að það þarf að bæta þjónustu við heima- búandi einstaklinga sem eiga við sjúkdóma eða fötlun að stríða og ekki síður við aðstandendur þeirra. Þeir standa oft einir og þurfa að klóra sig í gegnum frum- skóga reglugerða og misvitra fulltrúa kerfisins. Það þarf sterk bein til og kjark sem því miður bilar oft þeg- ar veikindi og afleiðingar þeirra herja á fólk af fullum þunga. Ég sé fyrir mér að bætt þjónusta heilsugæslu og fé- lagsþjónustu gæti komið á móts við þarfir þessa hóps IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002 - 25

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.