Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 27
hefur meginþorri landsmanna ekki efni á að heimsækja. Teymisvinna á heilsugæslu- stöðvum hefði mikið forvarnargildi og gæti gert alla þjónustu samfelldari fyrir einstak- hnginn sem á þarf að halda. Eftirfylgni er af skornum skammti í dag og mætti stórbæta á þennan hátt. I starfi mínu með geðsjúkum hef ég margendurtekið rekið mig á það að þegar að utskrift kemur eftir innlögn eða aðra með- ferð, er skortur á möguleikum á eftirfylgni. Innlagnir hafa verið styttar undanfarin ár og því er einstaklingur oft að fara heim til að- stæðna sem ekki er búið að vinna nægilega með og stundum alls ekkert, til að útskriftin se tímabær. Hinsvegar er ekki æskilegt að vera lengur inná stofnun en nauðsynlegt er, svo tenging við heilsugæslu væri mjög brýn að mínu mati, sem fyrst í ferlinu. Það að geta tengst beint inná sína „hverfamiðstöð" í kjöl- far innlagnar á sjúkrahús, hefði ótvírætt gildi °g gæti stuðlað að því að einstaklingi sé ^rætt á jafningjagrunni í því samfélagi sem honum er eiginlegt. Einnig væri mikilvægt að á „hverfamiðstöðinni" væri hægt að sækja félagslega virkni, afþreyingu og stuðning ýmisskonar í hópastarfi. Stuðningur frá sjúk- hngum í bata væri nauðsynlegur í starfi sem þessu og æskilegt að í ofangreindu teymi væru einnig notendur þjónustunnar sem hefðu fengið ákveðin bata, gætu miðlað reynslu sinni og tengst einstaklingum í eftir- fylgninni. Fræðslustarf af ýmsu tagi yrði ein- mg stór þáttur af starfi miðstöðvarinnar. Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að þjónusta af þessu tagi væri að ein- hverju marki hreyfanleg. Þá á ég við t.d. heimavitjanir en einnig að í erfiðum aðstæð- um geti teymi fagfólksins stutt einstakling á heimili hér og nú, t.d. þegar þarf að koma til sjalfræðissviptingar en einnig í öðrum ^amna alvarlegum aðstæðum. Einnig þyrfti að leggja mikla áherslu á fjölskylduvinnu og þá viðeigandi að sú vinna geti farið fram á heimilinu sjálfu. Auður Axelsdóttir, yfiriðjuþjálfi hjá Geðhjálp Faghópur um iðju- þjálfun í heilsugæslu Markmið hópsins er að vinna mark- visst að því að kynna og efla iðju- þjálfun innan heilsugæslunnar. Um þessar mundir eru starfandi tveir vinnuhópar innan faghópsins. Annar vinn- ur að kynningarefni varðandi iðjuþjálfun í heilsugæslu, og er að leggja lokarhönd á gerð bæklings. Spennandi verkefni eru framundan. Farið verður í gerð kynningar- efnis fyrir starfsfólk, stjórnsýslu og skjól- stæðinga heilsugæslunnar og verður unnið markvisst að kynningu iðjuþjálfunar. Hinn hópurinn er að skila af sér skýrslu varð- andi könnum sem gerð var á meðal iðju- þjálfa um þörf þeirra á að hafa aðgang að iðjuþjálfum í heilsugæslu. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í þessu fagblaði. Hópurinn fundar einu sinni í mánuði kl. 12:10-13:00, í Lágmúla 7, þriðju hæð. Fundir eru auglýstir hverju sinni með net- pósti til skráðra meðlima faghópsins. Tengiliðir faghópsins eru: • Guðrún K. Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi við heilsugæslustöðina Mjódd. Netfang: gudrun.k.hafsteinsdott ir@mjodd.hr.is,vs.513 1500 • Guðbjörg D. Tryggvadóttir, iðjuþjálfi á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Netfang: gdt@simnet.is, vs:563 8805 - Bókahorni Þriðjudagar með Morrie eftir Mitch Albom Bókin sem ég ætla að fjalla lítillega um, heitir „Þriðjudagar með Morrie". Höfundur hennar er skráður Mitch Albom og þýðandi er Örn Ármannsson. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum 1997.og er í raun samin af Morrie og Mitch í sameiningu. Morrie Schwartz var háskólaprófessor við háskólann Brandeis í borginni Waltham í Massachu- setts.Mitch hafði verið nemandi hjá Morrie sem ungur maður og með þeim hafði tekist góður vinskapur. Mitch út- skrifast frá háskólanum vorið 1979. Leiðir þeirra liggja síðan aftur saman árið 1995, Morrie er þá orðinn veikur af taugasjúkdóminum ALS (amyotfopiska lateral scerosis), sjúkdóminn sem kennd- ur er við Lou Gehrig. Sjúkdómur þessi byrjar oftast í fótum og færist upp á við. Einstaklingurinn missir smá saman vald á vöðvum, en heldur andlegri getu. Frá því að sjúkdómurinn sest að í líkaman- um, þar til yfir líkur, tekur ekki lengri tíma en fimm ár. Þegar Morrie fær vitneskjuna um að hann sé með þennan sjúkdóm, giskuðu læknar á að hann ætti tvö ár eftir ólifuð. I þessari bók fær lesandinn að fylgjast með því hvernig hann bregst við fréttunum um að hann sé haldinn þessum sjúkdómi, hvað honum er efst í huga þegar að hann veit að hann á stutt eftir ólifað og hvernig hann kemst í gegnum þessi ár. Morrie er umhugað um að fólk staldri við og hugsi um hvert lífið sé að leiða það. Hann vill fá fólk til að taka ábyrgð á eigin lífi. Að mínum dómi er þetta góð bók og má margt af henni læra. Hún fjallar í raun um kærleikann, fjölskylduna, vinnuna, fyrirgefninguna, öldrun og síðast og ekki síst um dauðann. Útgefandi er Nýja Bókafélagið ehf. Bókin fæst í helstu bókabúðum. Hún er 191 blaðsíða. Anna Jóna Guðjónsdóttir IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002 - 27

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.