Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 28
Br þörf á iðjuþjálfun í heilsugæslu? - Helstu niðurstöður könnunar á vegum faghóps um iðjuþjálfun f heilsugæslu Að frumkvæði Guðrúnar Hafsteinsdóttur, iðjuþjúlfa var í febrúar 2001 stofnaður faghópur um iðjuþjálfun t heilsugæslu. Faghópur- inn hefur það að markmiði að vinna markvisst að því að kynna og efla iðjuþjálfun innan heilsugæslunnar. Þrátt fyrir góðar und- irtektir við tilraunaverkefnið Iðjtiþjálfun í heilsugæslu (1997- 1998) hefur ekki verið aukið við stöðugildi iðjuþjálfa eins og von- ast var eftir. Hópurinn telur um 30 iðjuþjálfa og því ekki vafi á að áhugi er á störfum á þessum vettvangi. Fundir hafa verið haldnir reglulega, um það bil einu sinni í mánuði. í vetur hafa verið starfandi tveir vinnuhópar innan faghópsins. Annar hópurinn hefur verið að vinna að gerð kynningarefnis fyrir stjórnsýslu, starfsfólk og skjólstæðinga heilsugæslunnar. Hinn hópurinn tók að sér að útbúa og senda könnun til félagsmanna í þeim tilgangi að fá upplýsingar um hvernig þeir myndu nýta sér þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu væri sú þjónusta í boði í auknum mæli. Könnunin var send öllum vinnustöðum iðjuþjálfa samkvæmt vinnustaðaskrá Iðjuþjálfafélags íslands á veraldarvefnum. Við gerum ráð fyrir að um 100 iðjuþjálfar hafi fengið könnuna. Alls bárust 54 spurningalistar. Hefur þú aðgang að iðjuþjálfa í heilsugæslu fyrir þína skjólstæðinga U aðgang II ekki aðgang Það er skemmst frá því að segja að allir svarendur töldu mikilvægt að hafa aðgang að iðjuþjálfa í heilsugæslu. Af 54 svörum sögðust 23 (42,6%) hafa aðgang að iðjuþjálfa í heilsugæslu. Þessi háa tala vakti furðu okkar þar sem við vitum að ekki eru margir iðjuþjálfar að vinna í heilsugæslu. Það kom í ljós að meirihlutinn taldi sig hafa aðgang að Hefur þú upplifað þörf fyrir að nýta þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu? noft nstundum sjaldan i aldrei þjónustu iðjuþjálfa á heilsugæslunni í Mjódd. Sú staða er einungis 70% stöðugildi og ljóst að aðgangurinn takmarkast af því og er alls ekki nægjanlegur til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem iðju- þjálfar telja þörf fyrir. Einnig vakti athygli að enginn af iðjuþjálfum á geðsviði taldi sig hafa aðgang að iðjuþjálfa í heilsugæslu. Sinnir þú eftirfylgd útskrifaðra skjólstæðinga þrátt fyrir að það sé ekki hluti af starfslýsingu þinni? ._ 50 2 :0 r 0 oft mstundum usjaldan aldrei nsvararekki 40 (74%) iðjuþjálfar höfðu oft upplifað þörf fyrir að nýta þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu. Það sem oftast var nefnt var aðlögun um- hverfis, útvegun og aðlögun hjálpartækja og fræðslu og ráðgjöf til skjólstæðinga og aðstandenda. 38 iðjuþjálfar sinna eftirfylgd að einhverju marki þrátt fyrir að það sé ekki hluti af starfslýsingu þeirra. Flestir svara að oft/stundum hafi þeir orðið varir við að skjólstæðingar séu óöruggir við að framfylgja ráðgjöf þegar heim er komið. 44 iðjuþjálfa hafa oft/stundum upplif- að það aðstandendur/skjólstæðingar hafi þörf fyrir eftirfylgd, t.d. í formi símtala. Það kom ýmislegt fram þegar spurt var hvaða hugmyndir iðju- þjálfar hefðu varðandi þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu. Til dæmis að iðjuþjálfar kæmu að mæðravernd, ungbarnaeftirliti og framkvæmd þroskamats. Sömuleiðis að starfi innan leikskóla, skóla og skóla- heilsugæslu. Einnig komu fram hugmyndir um heilsueflandi heim- sóknir, heimsóknir í formi andlegs stuðnings og forvarnarstarf í víð- ara samhengi, jafnt inn á heimilum, í skólum og á vinnustöðum. Að auki var nefnt að iðjuþjálfi í heilsugæslu ynni að eftirfylgd hvers konar þegar skjólstæðingar útskriftast frá sjúkrahúsi eða end- urhæfingarstofnun. Einnig var nefnt náið samstarf við heimahjúkrun, vinna vegna hjálpartækja sem er margþætt og aðlögun umhverfis. Sömuleiðis var nefnt ráðgjöf, mat, þjálfun og endurmat á færni skjól- stæðinga við iðju í hans eigin umhverfi. Það kom einnig fram að þjón- usta iðjuþjálfa í heilsugæslu yrði jafnvel til þess að hindra endurinn- lagnir, sem myndi leiða til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Nefnt var að þjónusta við skjólstæðinga, óháð aldri, í heilsugæslu yrði heil- steyptari ef iðjuþjálfa nyti við. Ut frá niðurstöðum þessarar könnunar má álykta að sannanlega sé þörf fyrir aukna þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu sem er eitt af mark- miðum faghópsins. Artrta Sigríður Jónsdóttir Elísa Arnars Ólafsdóttir Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir Linda Aðalsteinsdóttir 20 ■ 14 10 28 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.