Feykir


Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 01/2009 Skagafjörður 85 ára afmæli fagnað með útgáfu á híjomdiski Nú rétt fyrir jólin kom út hljómdiskurinn Höllin mín. Á disknum eru 14 lög öli samin af Jóhannesi Runólfssyni á Reykjarhóli í Fljótum. Jóhannes syngur sjálfur fyrsta lagið sem er samnefnt diskinum. Skagfirðingarnir Ari Jóhann Sigurðsson og Pétur Pétursson syngja þrjú lög hvor og Jónas Þór Jónasson á Akureyri syngur sjö lög. Rögnvaldur Valbergsson hefur útsett flest lögin og annast undirleik í þeim en Daníel Þorsteinsson hefur útsett þrjú laganna og sér um undirleik í þeim. Jóhannes varð 85 ára í nóvember sl. og diskurinn gefinn út af því tilefni. Það eru nokkrir vinir Jóhannesar sem hafa aðstoðað hann við útgáfuna. Þar ber helst að nefna Jónas Jóhannsson á Akureyri, Ingimar Ingimars- son á Ytra-Skörðugili og Símon Gestsson á Barði. Jóhannes ólst fyrstu 8 árin upp á bænum Dýrfinnustöðum en var næstu 10 ár í Brimnesi í Viðvíkursveit. Fljótlega eftir tvítugt fór Jóhannes til Reykjavíkur og lærði m.a. vélvirkjun. Eftir að hafa stundað atvinnu í Reykjavík um árabil sneri hann aftur til átthaganna árið 1970. Þá fór hann fljótlega „að dingla á orgelið" eins og hann komst sjálfur að orði í samtali við fréttaritara. Árið 1974 flutti svo Jóhannes að Reykjarhóli á Bökkum þar sem hann hefur búið síðan. Eftir að hann hætti daglegu amstri við fjárbúskap fyrir nokkrum árum og snéri sér alfarið að hrossarækt hefur hann haft meiri tíma til að helga sig lystagyðjunni því auk tónsmiða er hann góður hagyrðingur. Þess má geta að Jóhannes sér sjálfur um sölu á diskinum ásamt hjálpar- hellum sínum sem fyrr var getið. ÖÞ: tc I 3 S Pálmi Sighvatz skrifar Fyrirspurn til stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga M Landsmenn horfa U skelfdir upp á hrun Qármálakerfisins en margir Skagfirðingar hafa huggað sig við að staða Kaupfélags Skagfirðinga sé sterk og sé ekki hluti af spilaborginni sem féll s.l. haust. Á netmiðlinum Eyjunni er grein eftir Sigurjón M. Egilssonsemgreinirfrámikilli flækju eignarhaldsfélaga sem tengjast öll með einum eða öðrum hætti Kaupfélagi Skagfirðinga. Félögin eiga hvert í öðru og sömuleiðis blandast inn í þau eignarhald einkahlutafélag helstu stjórnenda KS s.s. Þórólfs Gíslasonar, Sigurjóns Rúnars Rafnssonar og Jóns Eðvalds Friðrikssonar. Um er að ræða gríðarlega stórar upphæðir sem tengjast mjög umdeildum viðskiptum með fjárglæfrafyrirtækið Gift sem er eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og komst í fréttirnar fyrir að hafa tapað tugum milljarða á örfáum mánuðum. Effir að umfjöllun Sigur- jóns M. Egilssonar birtist hafa vaknað áleitnar spurningar í hugum Skagfirðinga s.s.: 1. Hvort að það samræmist stöðu stjórnenda samvinnu- félagsins KS að vera við- skiptafélagar þess? 2. Nýttu framangreindir stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga aðstöðu sína sem trúnaðarmenn sam- vinnufélagsins til þess að auðgast persónulega? 3. Hefur stjórn Kaupfélags Skagfirðinga samþykkt formlega sameiginlegt brask stjórnenda KS og eignar- haldsfélaga í eigu samvinnu- félagsins? 4. Er raunveruleg hætta á að orðspor Skagfirðinga beri hnekki vegna umdeildra viðskipta stjórnenda KS 5. Er stjórn KS sátt við þá stöðu að hrókeringar með eignarhald á Sparisjóði Skagafjarðar sem hefur leitt til þess að hann er kominn úr höndum Skagfirðinga? Pálmi Sighvatz Samvinnumaður Ferskur á netinu Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Guörún Ósk Steinbjörnsdóttir skrifar úr Húnaþingi vestra Aukakílóin, auka- kílóin út um allt á... Hver vaknar ekki upp við vondan draum í janúar og finnur hvernig vömbin er farin að hristast taktfast við gönguiagið? Nú held ég að tími sé til kominn að segja þessari ímynd stríð á hendur og breyta hugsunarhætti sínum í stað þess að reyna endalaust að losa sig við aukakílóin sem eru ekki endilega svo slæm. Fyrir nokkru skundaði ég í búð og erfinginn var með í för. Þetta er svo sem ekki í frásögurfærandi nema hvað ormurinn á það til að segja mjög svo óviðeigandi hluti, einfaldlega þegar honum dettur svo í hug, á þessum aldri. Þegar við rúllum okkur þama milli rekkanna oghrúgum íkörfuna öllu því sem hugurinn girnist, heyrist allt í einu í kauða. „Nei sjáðu mamma, vóóóó feitur!" Ég leit upp og fann hvemig hjartað tók aukaslag og svitinn fór að spretta fram eins og enginn væri morgundagurinn. Þama stóð ung kona, vissulega í yfirþyngd, eins og ormurinn benti svo pent á. Því sagði ég það sem mér datt fyrst íhug, og hvað haldið þið að það hafi verið?: „Nei, Teitur er ekki héri' (ég þekki engann Teit, hvorki lífs né liðinn). Ormurinn lét sér þetta ekki gott heita og fór að reyna að útskýra fyrir löðursveittri móður sinni að hann væri ekki að tala um neinnTeit, heldur veslings feitu konuna sem stóð þama spölkom frá. Eftir þetta fór ég mikið að hugsa, hvernig má það vera að bamungur sonur minn sé komin með skoðun á því hvað erfeittfólk. Vissulega er mikið rætt um offitu í samfélaginu og líka á heimilinu. Ég fór að standa mig að því að vera að nagast út í þessa yndislegu mör sem umlykur mig fyrir framan orminn. Vissuiega grípur hann eitthvað af þessu, geturekki annað verið. En batnandi fólki er best að lifa, því síst af ölluvil ég aðormurinn alist upp við það að hann telji sigfeitan, vegna þess að hann hlustar á stórglæsilegu móður sína nagast út í fáein aukakíló sem gera hana bara betri til að knúsa. Ég fékk svo hugljómun síðasta sunnudag. Þannigvar að ég satmeð systur minni upp í sófa, báðar hundþreyttar og grútmyglaðar. Ég lít á hana og segi: „veistu mér líður svo feitt í dag". Hún svarar í sömu mynt. Við ræðum þetta aðeins og vorum sammála um að nú skildi taka á því og gera þetta litla sem þyrfti að gera til að koma öllu í lag. I sömu andrá kveiki ég á imbanum og þar mætir mér Dr. nokkur Phil. Þar er hann að ræða við ungan mann sem er hvorki meira né minna en 400 kg. Þá fór ég að skammast mín fyrir alvöru. Guðrún Osk Skorar á Kolbrúnu Stellu Indriðadóttur verðandi stórbónda é Lindabergl í Vestur-Hún.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.