Feykir


Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 01/2009 Fréttaannáll Feykis - fyrri hluti Óhætt er aó segja aö mikió hafi verió aó gerast á nýliónu ári hjá okkur á Noróvesturlandi. Feykir ætlar aó rifja upp þaó sem upp úr stóó á árinu og skipta því í tvo hluta. Fyrri hluti ársins veróur birtur nú en sá síóari í næsta blaói Feykis. Annáll 2008 Norðvestlendingar ársins reyndust vera börnin á Skagaströnd. Rúnar var Húnvetningur ársins. Helga var íþróttamaður USVH. Forsetahjónin heimsóttu Skagafjörð. Sterkari byggó á Noröurlandi “ Miklar væntingar voru til nefndar sem forsætisráðherra ákvað að skipa í upphafi ársins 2008. Nefndinni var ætlað að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra. Var nefndinni m.a. ætlað að gera tillögur um mögulega styrkingu menntunar og rannsókna, uppbyggingu iðnaðar og þjónustu og flutning starfa frá höfuðborgarsvæðinu til Norðurlands vestra. Nefndinni varætlaðaðskilaforsætisráðherra tillögum eigi síðar en í lok mars. Húnaþing vestra Skrifstofa sveitarstjórnar Húna- þings vestra hreiðraði um sig í nýju húsnæði að Hvammstanga- braut 5 á Hvammstanga. Helga Margrét Þorsteinsdóttir var valin íþróttamaður USVH. Helga náði frábærum árangri á árinu 2007. Læknar á Blönduósi ósáttir viö kaup & kjör Þrír læknar á Heilbrigðis- stofnunni á Blönduósi sögðu upp störfum sínum og átti fyrsta uppsögnin að taka gildi fyrsta febrúar. Töldu þeir að þeim hafi verið sagt upp með bréfi framkvæmdarstjóra stofnunar- innar þar sem kjörum þeirra hafi verið breytt. Primakrydd til Blönduóss Vilkó á Blönduósi hóf að framleiða krydd undir vörumerkinu PRIMA. Stefnan var sett á að byggja nýtt húsnæði undir starfsemina og áætlað er að tvö störf skapist við þennan flutning framleiðslunnar til bæjarins. Fyrstu húsin tengd Á Hofsósi voru fyrstu húsin tengd við hitaveituna og voru tuttugu hús um miðjan mánuðinn komin með heita vatnið í kranana. Alls verða eitthundrað hús tengd veitunni fyrir sumarið. Noróvestlendingar ársins Börnin á Skagaströd voru kjörin Norðvestlendingar ársins 2007 í netkostningu sem fór fram á netmiðlunum Skagafjörður.com og Húni.is. Börnin höfðu unnið ýmis afrek og uppskorið mikla athygli og ósjaldan komið í fréttirnar af þeim sökum. Kaffi krókur brennur Aðfaranótt föstudagsins 18. janúar kviknaði í húsnæði Kaffi Króks. Húsið sem var friðað og eitt af merkari húsum bæjarins skemmdist mikið í brunanum. Menn voru samt bjartsýnir og ætluðu að koma rekstrinum í gang aftur fyrir lok febrúar. Kreppa í skugga húsnæóisleysis Já þetta er fyrirsögn í ársbyrjun Kafíi Krókurbrann ijanúar. KS-deildin for afstað á árinu. Stefán Vagn yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki stóð í ströngu. 2008 en af öðrum toga en af bankahruni. Formaður Félags eldri borgara í Skagafirði var orðin þreytt á því að aðstaða eldri borgara var ekki fullnægjandi að hennar mati. Vildi hún að byggt yrði félgsaðstaða á lóð fyrir sunnan sjúkrahús sem hæfi starfseminni mun betur en Hús frítímans sem áætlað var að setja á stofn. Húnvetningur ársins 2007 Lesendur Húnahornsins kusu mann ársins 2007 og var fyrir valinu ungur maður að nafni Rúnar Þór Njálsson. Rúnar Þór sem var 15 ára vann það afrek að koma vini sínum til bjargar er hann fékk sykursýkiskast. Rúnar sem bundinn er við hjólastól náði að keyra vini sínum á N1 þar sem hringt var eftir lækni og þar með var vinurinn hólpinn. Seinna fékk Rúnar Þór viðurkenningu frá Rauða krossi Islands fyrir afrek sitt. Enn finnst fé á fjöllum Sagt er frá því í upphafi febrúar að Björgunarsveitin Húnar hafi farið leiðangur suður af Valdarási og vestur af Litlu-Hlíð og sótt þangað 7 lömb sem ekki skiluðu sér til réttar haustið áður. Sagt er frá því að þau hafi verið nokkuð fannbarin og því auðvelt að fanga þau en ekki er tíundað um ásigkomulag lambanna að öðru leyti. BioSelur Samstarfssamningur var undir- ritaður milli Selaseturs Islands og BioPol varðandi rannsóknir á sviði sj ávarlíffræði og sj ávartækni með sérstakri áherslu á líffræði og lifnaðarhætti sela. Megin- markmið samningsins er að efla með rannsóknarssamstarfi, þekkingu á sviði sjávarlíftækni og sjávarlíffræði og er sérstaklega horff til rannsókna á strandsvæðum Húnaflóa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.