Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 02/2009 Óskar Páll Sveinsson fór áfram í undankeppni Evrovision Framlag Erlu á laugardag Lag Oskars Páls Sveinssonar, Is it true, flutt af Jóhönnu Guðrúnu, flaug í gegn í undankeppni Eurovision sl. laugardag enda lagið afbragðsgott. Á laugardag er síðan komið Leiðari að framlagi annars Skagfirð- ings, Erlu Gígju Þorvalds- dóttur en hún á lagið Vornótt við texta Hilmis Jóhannesson- ar en lagið flytur dótturdóttur Erlu, Hreindís Ylva Garðars- dóttir Holm. -Hvað er eiginlega aðþessari ríkisstjórn? ...flaug upp úr 11 ára dóttur minniþegar ég sagði hennifrá nýjasta útspili heilbrigðisráðherra. -Þetta er ekki hægt? Erþað nokkuð mamma,? spurði hún síðan og horfði á mig eitt stórt spurningamerki íframan. Aldreiþessu vant varfátt um svör. Heilbrigðisráðherra biður okkur að horfa tilþess hversu velþetta hefur gengið annars staðar. Hugsi mundi ég eftirþví að í sumarleyfum varfólkfluttfrá Þingeyri til ísafjarðar því deildum var lokað til aðþurfa ekki að ráða sumarstarfsfólk. Ég man líka eftirþví að kona á Selfossi þurfti að heimsækja mann sinn á Kirkjubæjarklaustur þvíþar var ódýrara að vista hann. Nei, ég átti engin svör til handa dóttur minni. En eftir sit ég með spurningar. FSAþarfað hagræða mikið i rekstri en stofiianirnar hér hafa verið reknar áþann hátt að til fyrirmyndar er. Hérþarfekki aðfara í sársaukafullar sparnaðaraðgerðir, eða svo ég leiðrétti mig. Hérþurfti ekki aðfara í sársaukafullar aðgerðir. Sjálfóttast ég ekki að ekki verði í boðifyrir mig að komast til læknis eða að ég geti ekkifarið i blóðprufu efáþarfað halda. Ég hefmeiri áhyggjur afþvi að sjúkradeildin verði lógð niður og þeir sem þurfi að leggjast inn þurfi undantekningarlaust að leggjast inn Norður á Akureyri. Með tilheyrandi kostnaði,ferð með sjúkrabíl,ferðum ættingja tilþess að heimsækja viðkomandi og svo framvegis. Hvar eigaþá ættingjar þess sem liggja inni að dvelja, á hóteli kannski? Ég óttast samdrátt yfir sumartímann á þann hátt að gamlafólkið okkar verðiflutt hreppaflutningum gegn vilja sínum. Ég óttast samdrátt á þann hátt að hér missi fólk vinnuna tilþess aðfólk á Akureyri geti haldið sinni vinnu. Ég skora á okkur öll íbúa á Norðurlandi vestra að mótmæla þessari aðgerð, látum í okkur heyra,fyllum blöðin afáróðri okkar, hringjum í ráðherra, sendum honum bréfijá svona nett leggjum hann í einelti. Blót heima i stofu nær ekki langt, hér getum við látið i okkur heyra og staðið vörð um þann grundvallarrétt okkar að hafia eitthvað um okkar grunnþjónustu að segja. Tökum völdin, tökum yfiir ogfáum grunnþjónustuna heim í hérað og ekkert helvítis kreppukjaftæði hér. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra ¦ alltaf á fimmttidögum ¦r Ötgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstíang Fvykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdts Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður. Guðný Jóhannesdáttir feykir@nyprBnt.is (0 4557176 Biaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is <f) 861 9842 ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur. Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónurhvert tölublaó með vsk. Lausasöfuverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehí Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Menntamálaráðherra um sameiningu Hólaskóla við aðra háskóla Útilokar ekki Blönduós sameiningu Þorgerður Katn'n Gunnars- dóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir á sunnudaginn var á Bylgjunni í þættinum Sprengisandi sem Sigurjón M Egilsson stjórnar, að báðir háskólarnir sem menntamálaráðuneytið fékk frá landbúnaðarráðuneytinu, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, hefðu komið með skuldahala á eftir sér. Verið væri að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur stofnan- anna til framtíðar. Hún útilokaði ekki að skólanir yrðu sameinaðir öðrum háskólum eða sín á milli, til að ná fram hagræðingu til framtíðar. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér á síðunni er rekstur Háskólans á Hólum í uppnámi eftir að áætlaðri fjárþörf skólans var ekki mætt á fjárlögum 2009. Blönduós Blönduósingai vilja taka yfir HSB Bæjarráð Blönduósbæjar hefur óskað eftir fundi og viðræðum við heilbrigðis- yfirvöld um að sveitarfél- agið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar á Blönduósi (HSB). -Við höfum áhuga á kanna hug ráðherra til þess að heilbrigðisstofnunin fari undir Blönduósbæ og lúti stjórn Blönduósbæjar. Það eru sóknarmöguleikar í heil- brigðisþjónustu í dag og ég tel að með því að hafa þetta á einni hendi geti heimamenn komið að þeirra vinnu með hag og framgang síns svæðis að leiðarljósi. Með það í huga að skapa fleiri störf og betri þjónustu en nú þegar er til staðar, segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi. Samstaða gagnrýnir sameiningu heilbrigðisstofnana Óttast að þekking færist úr héraði Stéttarfélagið Samstaða gagnrýnir harðlega þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina heilbrigðisstofnanir á stórum svæðum og veikja þar með grundvöllinn fyrir heilbrigðisþjónustu við íbúa heilla héraða. í ályktuninni segir ; -Hei- lbrigðisstofnanirnar á Blöndu- ósi og Hvammstanga hafa veitt góða þjónustu og öryggi fyrir sjúka og aldraða og Hún- vetningar hafa sýnt hug sinn til þessara stofhana með söfnunum og gjöfum tO tækjakaupa og uppbyggingar betri aðstöðu yfir langt tímabil. Það er því vegið harkalega að íbúum svæðisins og starfsfólki þessara stofnana með þessari ákvörðun og ekkert liggur fyrir um að þessar skipulags- breytingar skili einhverri hagræðingu. Hitt er augljóst að þessarstofnanirmissasjálfstæði sitt og störfum mun fækka á okkar svæði en fjármagn og þekking færist úr héraðinu. 30gr.af hassigerð 1 iin Lögreglan á Blönduósi lagði í dag hald á u.þ.b. 30 gr. af hassi við húsleit á Skagaströnd. Eigandi efnanna var yfirheyrður og málið telst uppfýst. Lögreglan vill nota tækifærið og minna fólk á upplýsingasímann 800-5005 sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefhavandann. Starfsmenn fíkniefhastofu ríkislögreglustjórans taka niður upplýsingar sem kunna að berast og koma þeim áleiðis til lögregluembættanna eins og þurfa þykir. Símsvari tekur við skila- boðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafh þitt eða ekki. Skagafjörður 1200 mótmæla áformum ráðherra Brynjar Pálsson og Herdís Sæmundardóttir, fyrir hönd undirbúningshóps Borgarafundar á Sauðárkróki, afhentu í gær Guólaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, undirskrift tæplega 1200 íbúa Skagafjarðar. Skora þessir tæplega 1200 íbúar á ráðherra að endurskoða áform um að sameina heilbrigðisstofhanir á Norðurlandi í eina stofnun. Listar lágu frammi á nokkrum fjölförnum stöðum frá klukkan 17 á föstudag og til hádegis á mánudag. Blönduós Heimsfrægir Hvatarmenn Á heimasíðu Alþjóðaknattspymu- sambandsins er frétt um Hvatarliðið sem nýlega urðu íslandsmeistarar karla í Futsal. Þeir lögðu Víði úr Garði nokkuð auðveldlega í úrslita- leiknum 6-2.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.