Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 3
02/2009 Feykir 3 Varaformaður fjárlaganefndar styður flutning heilbrigðisstofnana til sveitarfélaga_________ Kristján Þór styður tillögu fundarins Skagafjörður Húsfyllir var og góð stemning á borgarafundinum á fóstudag. Kristján Þór Júlíusson, varatbrmaður fjárlaga- nefndar, styður heilshugar þá hugmynd að færa nærþjónustuna alfarið til sveitarfélaganna. Þetta sagði hann á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var á sal FNV sl. föstudag. Sagðist Kristján hafa þessa skoðun sökum eigin reynslu sem sveitarstjórnarmanns. Fundurinn var fjölmennur og voru ræðumenn sammála um að nú væri komið nóg og tími til að heimamenn spyrntu við fótum. Fundarmenn samþykktu allir sem einn með háværu lófaklappi ályktun þar sem mótmæltvarharðlegaáformum heilbrigðisráðherra um að sameina Heilbrigðisstofhun- ina Sauðárkróki öðrum heilbrigðisstofnunum á Norð- urlandi. Jafnframt átaldi fundurinn vinnubrögð ráðherra í málinu. Þá studdu fundarmenn hug- myndir Sveitarstjórnar Skaga- fjarðar um að yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og skoruðu á ráðherra að setjast nú þegar að samningaborði með sveitar- stjórn um þá yfirtöku. Herdís Pálmadóttir, Brynjar Pálsson og Gunnar Bragi Sveinsson fluttu ávörp. Blönduós Nýr vert á Árbakkanum Björn Þór Kristjánsson hefur tekið við rekstri á Árbakkans á Blönduósi. Björn Þór rekur samhliða Árbakkanum veitingastaðinn Pottinn og pönnuna og félagsheimilið. Fyrst um sinn verður Árbakkinn einungis opinn við sérstök tækifæri auk þess sem grunnskólanemendur fá þar að borða í hádeginu. -Við verðum áfram með pöbba og kaffihúsastemningu á Ábakkanum og síðan verður meiri áhersla á matinn á Pottinum, segir Björn Þór, sem segist vera bjartsýnn á reksturinn. -Það hjálpar mikið i svona rekstri að hafa eitthvað fast í hendi eins og skólamatinn og ég er bara bjartsýnn á framhaldið. Pottinum og pönnunni hefur verið gríðarlega vel tekið síðan staðurinn opnaði og Árbakkinn á einnig sinn stóra hóp reglulegra viðskiptavina. Gunnar Bragivill ritarann Gunnar Bragi Sveinsson sendi frá sér yfirlýsingu f byrjun viku þar sem hann tók af skarið og lýsti yfir að hann sæktist frekar eftir embætti ritara en varaformanns Framsóknarfiokksins á fiokksþingi fiokksins sem haldið verður núna um helgina. <^§PT) Kristinn H Gunnarsson alþingismaður sendir Norðlendingum og lesendum Feykis nýjárskveðjur með þökk fyrír samstarfið á liðnu ári og bestu óskum um að áriðíár verði íbúum farsœlt og heillaríkt. www.kristinn.is Alagnmg fasteignagjalda 2009 er í undirbúningi Mögulegt veröur aö skuldfæra fasteignagjöld á kreditkort gjaldenda sé þess óskaö. Þeir sem óska þess að greiða á þann máta, vinsamlega hafið samband víð innheimtu sveitarfélagsins í síma 455 6000 (Eybjörg Guðnadóttir) og gefið upp kortaupplýsingar. Einnig er hægt að senda inn upplýsingar frá heimasíöu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is, en þar er hnappur merktur VISA eða frá www.valitor.is/bodgreidslur Öll önnur gjöld er sömuleiöis hægt að greiða með kreditkortum. Athugið að gjalddagar verða almennt átta en hægt er ef óskað er, að greiða gjöldin á einum gjalddaga, þann 1. maí 2009. Skiptir engu máli hvort greitt er með kreditkortum eða á annan máta. Fólk er beðió um að tilkynna um kortanúmer og hvort þaö vilji einn gjalddaga eöa fleiri meö símtali eóa með tölvupósti á eybjorg@skagafjordur.is VISA Boð fyrir 26. janúar næstkomandi. •OBIIIIOIIUI www.skagafjordur.is • ¦1 Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.