Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 5
02/2009 Feykir 5 Valdimar Guðmannsson skrífar Nýja ísland Nú þegar frjálshyggju og einkavinavæóing Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til ^™ margra ára hefur beðið endanlegt skipbrot og komið okkur íslendingum í þá stöðu sem raun ber vitni, er mikilsvert að núverandi stjómvöld taki með ábyrgð og festu á málum og byggi upp Nýtt ísland. Þar verði jöfhuður, réttlætti, samvinna og félagshyggja höfð að leiðarljósi. Til þess að þessi markmið náist þarf strax að leiðrétta þann óréttláta launamun sem markvisst hefur verið innleiddur á undanförnum árum af ýmsum öflum í þjóðfélaginu. Þar má td. nefna hvernig fulltrúar A.S.Í. hafa á óskiljanlegan hátt byggt upp kerfi þar sem viðgengst að nánast allir sem starfa fyrir verkafólk þurfi miklu hærri laun en samið er um fyrir verkamanninn. Þannig er ekki mjög sannfærandi þegar sumir forystumenn A.S.I. á margfbldum launum verkamannsins, kom fram í fjölmiðlum og gagnrýna rfkisstjórnina fyrir framkomu hennar við þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þetta hefði nú einhver tímann verið kallað að henda steini úr glerhúsL Nú þarf að ganga hreint til verks og afnema öll ofurlaun, starfslokasamninga, kaupréttarsamninga og yfir höfuð allan ójöfhuð launa. Best væri að nú þegar yrðu sett lög um lágmarkslaun og hámarkslaun. Þaðmættihugsa sér lágmarkslaun 250 þús. krónur og hámarkslaun 500 þús. krónur. Undanþegnir frá þessum launum væru forseti íslands og ráðherrar sem hefðu um 1 millj. á mánuði. Einnig að sömu lífeyrisréttindi væri fyrir alla landsmenn. Þetta yrði gott innlegg í nauðsynlega þjóðarsátt um réttlátt og betra Island og auðveldaði okkur inn á beinu brautina. Við þurfum síðan til viðbótar að hefja sem allra fyrst, helst nú á vormánuðum, aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Þannig að ljóst sé hverjir eru kostir og gallar aðildar. Þegar samningsdrögin liggja fyrir þarf að fara fram kynning meðal þjóðarinnar og síðan þjóðaratkvæðagreiðsla ummálið. íþróttafréttir KS deildin Þá hlýtur það að vera krafa að allt verði gert sem hægt er til að ná sem mestum verðmætum til baka af útrásarvíkingunum og fleirum sem á einhvern óskiljanlegan hátt blóðmjólkuðu íslenska bankakerfíð þannig að það fór íþrot. Einnig þarf að hreinsa til í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og koma á trúverðugu oggagnsæjueftirliti með fjármálafyrirtækjum landsins. Öllum ætti að vera ljóst til að ná þessum markmiðum þarf núverandi ríkisstjórn að fá starfsfrið. Þannig að allar hugmyndir um þingrof og kosningar þarf að stinga í kæli, enda er sú umræða mjög óábyrg eins og staða þjóðfélagsins er í dag. Rfkisstjórnin hefur til þess að gera mjög nýlegt umboð frá þjóðinni þar sem rfkisstjórnarflokkarnir fengu 43 af 63 þingmönnum. Einnig hefur marg oft komið í ljós á kjörtímabilinu að núverandi stjórnarandstæða er mjög veikburða. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá því að Steingrímur Hermannsson lét af for- mennsku breyst með leiftur sókn í ótrúlegt frjálshyggjuból. Mér skilst að síðustu tveir eðal framsóknarmennirnir hafi skilið við flokkinn nú nýlega og hætt á þingi. Hjá Vinstri grænum hefur enginn stefhubreyting orðið. Þeir eru bara ennþá á móti og virðast ætla að halda sér við þann málflutning til frambúðar. Frjálslyndi flokkurinn er með fjóra þingmenn, en kemur oft fram sem í það minnsta þrír þingflokkar . Kristinn H. Gunnarsson er eini þingmaður þeirra sem ræðir ótilneyddur um annað en sjávarútvegsmál með fullri virðingu fyrir þeirri atvinnugrein. Stefnir í horkuspennandi keppni Nú fer KS deildin að fara af stað en úrtakan fyrir mótið verður haldið þann 28. janúar n.k. deildin verður skipuð átján keppendum sem keppa í fimm greinum og safna stigum fyrir hverja þeirra. Tólf knapar voru búnir að vinna sér inn keppnisrétt frá síðasta vetri en einn af þeim heltist úr lestinni en það var hin unga og efnilega Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri en hún stundar nám sunnan heiða í vetur. Það verður því keppt um sjö laus sæti á úrtökumótinu. Að sögn Eyþórs Jónassonar eins af forsvarsmönnum KS deildarinnar er gríðarlegur áhugi hjá hestamönnum sem ætla sér mikla hluti í Blönduós__________ Hvöt íslands- meistararí Futsal Húnahornið greinir frá því að Hvatarmenn tryggðu sér um helgina íslandsmeistaratitilinn í Futsal þ.e. í innanhússknattspymu karla í meistaraflokki. Hvöt spilaði við Víði úr Garðinum og sigraði leikinn með 6 mörkum gegn 2 mörkum Víðismanna. Hvatarmenn komust í 5-0 en slökuðu á í lokin og fengu á sig tvær vitaspyrnur. Meðal leikmanna Hvatar voru þeir Frosti og Aron Bjarnasynir, Óskar Vignisson, Sigurður Rúnar Pálsson, Hilmar Þór Kárason og fleiri. Glæsilegt hjá strákunum og nú er spurningin bara sú hvort þeir fara, líkt og Víðismenn í fyrra, í undankeppni fyrir Evrópumótið í Futsal en Víðismenn voru ríkjandi Islandsmeistarar í Futsal. keppninni og einhverjir hafa bætt hestakostinn með tilliti til þess. Þeir sem urðu efstir í stigakeppni í fyrra og unnu sér þar með þátttökurétt í KS deildinni 2009: 1. Mette Mannseth 31.5 stig. 2. Þórarinn Eymundsson 29 sL 3. Bjami Jónasson 26 stig. 4. Sölvi Sigurðarson 25 stig. 5. ísólfur Líndal 19.5 stig. 6. Magnús B. Magnússon 16 st. 7. Stefán Friðgeirsson 10 stig. 8. Ólafur Magnússon 10 stig. 9. Barbara Wenzl 7 stig. 10. Eyrún Ýr Pálsdóttir 5 stig. Heldurmeöjúnæted vegna heimilisaöstæöna Nafn: Helga Dóra. Heimili: Sauðárkrókur. Starf: Bókari. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Ég er nú ekki harður aðdáandi enska boltans - en vegna "heimilisaðstæðna" hef ég smátt og smátt dregist að skjánum og verð þá eiginlega að segja Man Utd. Hefur þú einhvem tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Nei því er fljót svarað... og ég missi ekkert niður lykkju af prjónunum þó svo að skorað sé mark... ekki nema það sé hrópaðmjögháttísófanum. En ég veit samt oftast hvort liðið hefur unnið þegar leikurinn er búinn - oftast. Hver er uppáhaldsleikmaður- inn fyrr og síðar? Meira svona síðar heldur en fyrr þar sem ég hef ekki fylgst með boltanum lengi... Hemmi Hreiðars... hann er svo mikill jaxl. (já ég veit hann spilar ekki með Man Utd... en samt - íslenskt já takk). Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei en það er aldrei að vita... það er reyndar verið að bíða eftir því að "blái" einstaklingurinn á heimilinu sjái að sér og skipti um lið.. þá væri hægt að taka fjölskylduna á leik. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Þau eru nú meira að reyna að ala mig upp í stuðningi við sitt lið, ég er mjög sveigjanleg. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Uuuu leyf 'mér að hugsa.... JÁ. Bara nokkuð oftsko!! Stjórnarandstæðan er því ekki mjög líkleg til stórra verka í því ástandi sem nú er hjá þjóðinni. Þannig hlýtur það að vera krafa okkar sem studdum núverandi stjórnarflokka í síðustu alþingiskosningum að þeir taki með einurð og festu á þeim vandamálum sem uppi eru í þjóðfélaginu og leiði okkur öll inní nýja tíma á nýju og ennþá betra og réttlátara Islandi. Með bjartsýni og baráttu- kveðjum að norðan. Valdimar Guðmannsson Verkamaður Blönduósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.